Leita í fréttum mbl.is

Sterk staða Spánskra banka

Í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag var góður pistill frá Kristni R Ólafssyni um stöðu Spánskra banka. En þeir standa nokkuð vel miðað við aðra banka. Það er fyrst og fremst að þakka reglum og eftirliti Spánska bankans en það heitir seðlabanki þeirra. Hann er með stöðugt eftirlit með þarlendum bönkum og hreinlega bannaði þeim að taka þátt í þessum lánavöndlum í USA. Hann er líka reglulega að fara yfir fjárfestinga stefnu bankana og áminnir og jafnvel sektar þá ef þeir fara ekki eftir ábendingum hans. Flestir bankar á Spáni eru því aðallega byggðir á inn og útlánum og standa sterkir í dag. Einn þeirra var að kaupa viðskiptabanka hluta banka í Englandi en neitaði að kaupa þann hluta sem var í fjárfestingum. Flott kerfi hjá Spánverjum

Þetta vekur mann til umhugsunar um þetta tal hér á landi í dagur um nauðsyn sameininga til að bankar hér verði sterkari. En hvernig var þetta hér áður. Flestir þessir bankar hér á landi gengu vel og skiluðu arðsemi þrátt fyrir að þeir byggðu nær eingöngu á þjónustu við hinn almenna viðskiptavin.

Það var ekki fyrr en græðgin greyp stjórnendur að þessi stærð þeirra dugði ekki. Það er búið að sólunda milljörðum í vafasamar lánveitingar til draumóramanna/fjárfesta. Og nú eru þessir sparisjóðir að hverfa, þjónusta að verða ópersónulegri og fólk fer að missa áhuga á að skipta við þá.

En hér er tengill á upptöku í síðdegisútvarpinu. Kristinn er með sinn pistil í síðasta þriðjung þáttarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband