Leita í fréttum mbl.is

Ný samsæriskennig - Masterplan Davíðs að sprengja núverandi meirihluta með Glitini

af www.dv.is  

Kenningar eru uppi um að Davíð Oddsson sé með masterplan um að sprengja samstarf ríkisstjórnarflokkanna með Glitnismálinu og vilji fá Vinstri-græna til að samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en sá áhugi Davíðs og skoðanabræðra hans er alkunnur, enda var hann á móti núverandi samstarfi.

Fari svo að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri-grænir taki upp samstarf verða þeir með 34 þingsæti og þar með með fimm sæta meirihluta. Vafasamt er að Sjálfstæðisflokkur hætti á meirihlutasamstarf með Framsóknarflokki einum sem myndi þýða nauman meirihluta upp á einn mann. Fái þeir hinsvegar Frjálslynda með sér, auk Framsóknarflokksins, þýddi það meirihluta upp á níu sæti. Talið er að Davíð vilji að Glitnir renni inn í Landsbankann en hann viti að það muni Samfylkingin aldrei samþykkja. Þannig fáist tilefni til að henda Samfylkingunni út.

sjá hér 


mbl.is Alþingi sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er líka kenningar um að Ólafur Ragnar sé í raun geimvera sem hafi stjórnað Davíð Oddsyni með hugsarfluttningsgeislum. Til þess vekja ekki upp grunsemdir um eðli Ólafs var Davíð að vera óvinur hans. 

Með þessum hætti stjórnar Ólafur einni Geir H, Björk og Sigur rós.

Fannar frá Rifi, 1.10.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Athyglisverð kenning! Og örugglega alls ekki fjarri sanni miðað við andrúmsloftið innan Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.10.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Svona án gríns. Er Samfylkingin í sumarfríi? Hvar eru miðnæturblogg Össurar? Hvar er varaformaðurinn? 

Fannar frá Rifi, 1.10.2008 kl. 11:53

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þó ég sé Samfylkingarmaður þá er ég sammála því að Samfylkingin á ekki að vera bara eins og trunta sem lætur teyma sig í hvað sem er. Og þegar að formaður forfallast eiga aðrir að koma sterkir inn á meðan.

Manni finnst þetta ástand þar sem að forsetirráðherra segir allt vera í lagi á meðan hann skipuleggur að ráðstafa um 300 þúsundum á hvern Íslending í hlutafé í banka eftir aðeins einhverja klst. skoðun vera umhugsunarvert. Sérstaklega ef það kemur svo í ljós að vandamál bankans er vegna þess að ríkið gekk inn í lán sem bankinn var búin að reikna með.  

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.10.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband