Leita í fréttum mbl.is

Árni ætti kannski að kíkja á www.eyjan.is

Var að lesa þetta áðan og ef þetta er rétt furða ég mig á þessu öllu saman. Þ.e. að Seðlabanki sé farinnn að dæla peningum inn í bankan áður en samningurinn um kaup hans á hlutabréfum er formlega kominn á. Og telur nú að bankinn hafi svo góðar tryggingar að þetta sé í lagi. Þannig að Árni ætti kannski að skoða hvað Seðlabankinn er að gera með peningana okkar? Og eins að hann er nú kominn í bakábyrgð fyrir að mér skilst um 2.500 milljörðum króna sem eru lán og annað sem Glitnir þarf að standa skil á.

af http://eyjan.is/ordid/

2. október, 2008 - Rita ummæli »

Milljarðar Davíðs farnir að streyma til Glitnis?

Orðið á götunni er að það sæti furðu ef Seðlabanki Íslands er þegar farinn að reiða af hendi þær 600 milljónir evra sem áveðið var að ríkissjóður leggði Glitni til sem hlutafjárframlag til að gera ríkið að eiganda að 75% hlut í bankanum við yfirtökuna á mánudaginn.

Sigurður G. Guðjónsson hélt því engu að síður fram í atinu milli hans og Agnesar Bragadóttur í Íslandi í dag í gærkvöldi að byrjað væri að borga þetta til Glitnis.

Ef upphæðin - sem var jafnvirði 84 milljarða króna á mánudag en var orðin tæpir 92 milljarðar í gær - hefur verið greidd inn á reikning Glitnis, eða hluti hennar, áður en haldinn er hlutahafafundur Glitnis þar sem á að leggja fram til samþykktar tillögu um yfirtökuna, er þá ríkið ekki að taka rosalegan séns? Bankinn er jú formlega ekki kominn í ríkiseigu ennþá.

Orðið á götunni er að Seðlabankinn segi að þetta sé allt í stakasta lagi - það séu svo fínar tryggingar fyrir þessu í bankanum.

Í sama banka og var á kúpunni fyrir tveimur dögum.

 


mbl.is Átti að misnota Seðlabankann?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband