Leita í fréttum mbl.is

Held að menn séu að fara yfirum

Hlustaði með öðru eyranu á stefnuræðu forsetsráðherra og umræður á eftir. Ég verð nú að segja það að stjórnarandstaðan kom mér á óvart að vera ekki tilbúin með almennilegar tillögur og eins þessari áráttu þar sem menn eru búnir fyrirfram að gera tugi þúsunda heimila og fyrirtækja gjaldþrota.  Og þeir tala eins og hér sé hálf þjóðin þegar orðin atvinnulaus.

Atvinnuleysi er enn varla mælanlegt. Talið að útlendingar sem ákveða að fara annað til að vinna valdi því að atvinnuleysi verið ekki mikið hér næstu mánuði. Munum að það eru hér um 25 þúsund erlendir ríkisborgarar að vinna.

Menn tala eins og það að virkja meira bjargi þessi ástandi. En eins og þetta fólk veit þá færu þær virkjanir ekki að skila okkur nokkru fyrr en eftir 2 til 5 ár þó við byrjuðum núna sem og að til þess þyrftum við erlend lán í hundraða milljarða vís. Og það ofan á þau lán sem við þurfum að taka fyrir gjaldeyrisvarasjóði okkar.

Ekki það að ég sé ekki sammála því að það hafi verið gerð mistök hér.  Það var ekki snjallt að selja bankana án þess að hafa um þá skýrar reglur og eftirlit. Það var ekki snjallt að grípa ekki inn í þegar bankarnir slepptu sér í lánum til að reyna að drepa íbúðarlánasjóð. Það var ekki snjallt að ráðast í Kárahnjúka og Reyðarál sem og stækkun á Norðuráli á sama tíma. Og það var ekki sniðugt að keyra þessar framkvæmdir svona áfram. Láta þá byggja þetta í smærri áföngum. Og sjálfsagt margt fleira.

En fólk ætti að muna að gengisfallið er nú ekki farið að tikka inn ennþá. Flestir fundu aðeins fyrir því nú um mánaðarmótin. Og flestir þola svona álag í nokkra mánuði. Þá voru bankar að segja frá því að þeir séu farnir að semja við fólk um að borga aðeins vexti í einhvern tíma í von um að ástandið fari batnandi. Íbúðarlánasjóður sagði Jóhanna væri að vinna að því að geta komið betur á móts við fólk í greiðsluerfiðleikum.

Björgvin sagði frá því að í ráðuneytum væri unnið allan sólarhringinn frá því um helgina í að ná í risa lán fyrir Ísland. Búið að kalla til sérfræðinga innan og utan ríkisins til að sækja hugmyndir og lausnir.

Svo tökum okkur tak og gefumst ekki upp fyrirfram. Bendum frekar á lausnir og tökum til hjá okkur sjálfum. Ekki tala okkur frekar niður í svartnættið.


mbl.is Það verður að grípa til gjaldeyrisskapandi auðlinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri frekar ad taka okkur til og láta sjávarútvegin vinna med sjómönnum og ríkinu en ekki sægreifum. Thad er ekki hægt ad grenja og bidja bra um lán. Vid lærum vonandi á thessu. Nú er tækifærid ad taka kvótan til baka í ríkid. Thad versta sem gat gerst thegar thad var ihugad ad taka kvótan til baka thad var ad útgerdir færu á hausin og bankarnir. Mér sýnist thad vera hvort ed er ad gerast núna. Thannig nú verdum vid ad nýta tækifærid og byrja upp á nýtt. Hvad med thad thótt einn og einn sægreifi færi ad grenja. Hættum ad drepast úr peningagrædgi og hjálpumst ad til ad lifa thetta af!

Hausverkur (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 01:07

2 identicon

Selja landsvirkjun til útlanda.....þá getum við haldið áfram að bruðla með erlenda gjaldmiðla næstu 20-30 árin eða svo...

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 01:40

3 identicon

Jahérna... Hvað er "Ál" annað en gjaldeyrisaukandi auðlind?

VIRKJA þær auðlindir sem við eigum og skapa hér stöðugleika aftur, það hefur sýnt sig að það geti ekki allir lifað af hlutabréfaviðskiptum eins og menn héldu hér fyrir nokkrum mánuðum/árum... Veiða fisk, framleiða rafmagn og selja til fyrirtækja sem skapa verðmæti.. Þetta er ekkert flókið...

Hvar er fólkið núna sem er á móti virkjunum og stóriðju? Var það bara inn í gær?

Á ekki orð...

Leifur (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 03:41

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nokkuð ljóst að svona risa virkjanir og álver setja efnahagslífið hér á hliðina. Það verður að vanda það hvernig við nýtum auðlyndir okkar. Ef hér væri olía væri það ekki góð hagfræði að dæla henni allri upp á einu tveimur árum. Við mundum jú lifa flott þessi tvö ár en hvað svo. Eins er þetta með fiskinn. Nú vilja allir auka veiðina til að redda okkur en hvað ef við klárum eða veikjum stofnana svo lítð veiðist næstu ár.

Við verðum að fara þannig með auðlyndir okkar að þær séu nýttar í tenglsum við efnahagsumhverfið þannig að þær viðhaldi hæfilegum vexti og séu líka tiltækar þegar börn og barnabörn okkar þurfa á þeim að halda. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.10.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband