Leita í fréttum mbl.is

Jónas lætur þá heyra það!! - Ég er nú bara nokkuð sammála!

Jónas Kristjánsson er búinn að þróa stíl þar sem hann pakkar á netinu hugsunum sínum í nokkrar línus en þær segja það sem þarf:

06.10.2008
Nú þarf að skipta um menn
Ég hef enga trú á, að núverandi yfirmenn Fjármálaeftirlitsins hafi burði til að stýra fjármálakerfum þjóðarinnar. Þeir sváfu værum svefni, meðan bankarnir flutu að feigðarósi. Sáu ekki, að þeir voru að skuldsetja ríkið fyrir ábyrgðum á innistæðum erlendis. Sáu ekki, að Glitnir var gjaldþrota. Skipta verður um yfirmenn í eftirlitinu. Setja þar inn klára menn á borð við Vilhjálm Bjarnason. Einnig skipta út rugluðum seðlabankastjórum, setja þar inn klára menn á borð við Þorvald Gylfason og Ólaf Ísleifsson. Loks þarf að reka og lögsækja alla bankastjóra landsins. Þeir stálu fjöregginu.

Held að hann hafi mikið til síns máls þarna.


mbl.is Verndum hagsmuni almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þú og Þorvaldur ættuð kannski að lesa þessa frétt um draumalandið ykkar.

http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/06/frettaskyring_oll_samstada_brostin_medal_evroputhjo/

Fannar frá Rifi, 6.10.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekkert að marka þessa frétt kíktu á þessa http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/10/06/ekki_leyft_ad_fara_um_koll/

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.10.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta var náttúrulega tekið lýðræðislega?

það er ekki nein samstaða þarna. 

almenningur í þýskalandi er hættur að treysta evrunni. 

sambandið er óskilvirkt og þunglamalegt. 

það messta sem það getur gert er að framleiða reglugerðir. 

ekki er það hagvöxtur sem verið hefur á evrusvæðinu. 

viðvarandi fjöldatvinnuleysi þar sem galdra evran hefur komið við sögu. sérstaklega í stærstu ríkjunum. 

er ekki kominn tími til að hætta á sturlungaöld. við græddum ekkert á því að berjast þá og við græðum ekkert á því núna. erlent yfirvald hefur aldrei verið til góðs á Íslandi.

Fannar frá Rifi, 6.10.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband