Miðvikudagur, 8. október 2008
Jæja tölum um sökudólga!
Við skulum byrja á byrjuninni hérlendis. Hér voru áður reknir ríkisbankar og sparisjóðir sem aðallega miðuðu við hefðbundna bankastarfsemi. Og viðskipti voru nær eingöngu við fólk og fyrirtæki sem störfuðu hérlendis. Oft gengu þessi bankar ekki nægjanlega vel og fór eftir hversu vel gekk að veiða og selja fisk.
En upp úr 1995 var búið að taka þó nokkuð til í þessum bönkum og síðustu ár í ríkiseign voru þeir farnir að skila hagnaði.
Það var þá sem að hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins tók að brjótast upp á yfirborðið sem gekk út á að markaðurinn færi mun betur með fé og sem flestar eignir ríkisins ætti að selja einstaklingum og fyrirtækjum því að þeir mundu veita mun betri þjónustu og á lægra verði vegna samkeppni.
Og Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku að sér að framkvæma þetta.
Og þá fór skriðan af stað.
Árið 1990 sameinuðust fjórir bankar, Iðnaðarbanki Íslands, Alþýðubanki Íslands, Verslunarbanki Íslands og Útvegsbanki Íslands undir nafninu Íslandsbanki. Árið 2000 sameinuðust svo Íslandsbanki og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins undir nafninu Íslandsbanki-FBA. Í mars 2002 var nafninu aftur breytt, þá í Íslandsbanka.
Og þetta varð Glitnir
Til að stýra þessum banka var valinn Bjarni Ármannsson sem var eitthvað um 30 ára og hafði komist í sviðsljósið þegar hann var ráðinn enn yngri til að stýra Fjárfestingabanka atvinnulífsins sem aftur var samansafn af sjóðum sem áður höfðu verið starfandi á vegum ríkisins. Hann hafði enga reynslu af stjórn banka fyrir .
Síðan var það næst á dagskrá í bankageiranum að Valgerður Sverrisdóttir tók við af Finni Ingólfssyni við að einkavæða Landsbanka og Búnaðarbanka. Þar var ákveðið að flokkarnir skildu skipta með sér bönkum. Það var gert málamynda mat á þeim sem síðar kom í ljós að var ekki í neinum tengslum við raunvirði.
Til að réttu hóparnir fengju bankana voru stundaðar ýmiskonar sjónhverfingar. Mögulegir aðrir kaupendur eins og sænskur banki hraktir í burtu, þýskur banki gefinn upp sem aðili að kaupum sem reyndist svo ekki rétt eða vafasamt. Og lokin urðu að S- hópurinn sem voru menn sem störfuðu m.a áður hjá kaupfélögum og Sambandinu og eignuðust þar eignir fyrir lítið, eignuðust nú Búnaðarbankann án þess að greiða neitt fyrir hann í raun. Þeir tóku út úr honum hagnað eftir nokkrar vikur til að borga upp í kaupverðið.
Og svo voru það Björgúlfs feðgar sem keytu Landsbankann.
Þessi 3 bankaveldi hafa síðan þróað hér viðskiptamótel sem gengur út á skuldsettar yfirtökur. Þannig bæði þeir sjálfir og eigendur þeirra og vinir stundað það að kaupa hér gömul og gróin fyrirtæki eða stofnað ný. Skuldsett þessi fyrirtæki í botn með lánum úr bönkunum sem öll viðskiptaveldin áttu í. Síðan þegar fyrirtæki var að fullu skuldsett þá sameinuðu þeir það öðru eða seldu og notuðu peninga til að skuldsetja það næsta. Þannig að staðreyndin er sú að allflest fyrirtæki í dag eru svo skuldsett að þau ganga ekki lengi án lánafyrirgreiðslu.
Svo þegar að Ísland dugði ekki til þá færðu þeir sig erlendis með peninga sem þeir voru búnir að mjólka hér út úr atvinnulífi og okkur neytendum og fela í Lux og fleiri löndum. Þar erlendis hafa þeir haldið áfram.
Svo hverjum er um að kenna:
Davíð Oddsyni: Hann var leiðtoginn sem ákvað að selja bankana. Undirbjó það illa. Kannaði ekki hvaða hluti þurfti að varast og tók þátt í að skipta bönkum milli einkavina flokkana í stjórn. Davíð Oddsson sem setti bönkunum ekki skýrar reglur, heldur montaði sig af því í tíma og ótíma að hér væri öllum reglum og höftum haldið í lágmarki til að markaðurinn blómstraði. Og markaðurinn sæi um allt aðhald sjálfur m.a. með samkeppni og hagnaðarvon. Og Davíð sem lækkaði bindiskyldu bankana. Davíð Oddson sem Seðlabankastjóri og þar af leiðandi banka bankana, fylgdist ekki nógu vel með vöxtu bankana í samanburði við landsframleiðslu. Og kom áhyggjum og hugmyndum um það sem betur mætti fara ekki almennilega á framfæri. Davíð Oddsson sem Seðlabankastjóri fyrir að gæta ekki að gjaldeyrisvaraforða okkar. Og svo mætti lengi telja.
Halldór Asgrímsson fyrir að taka þátt í þessu öllu
Valgerður Sverrisdóttir tók við af Finni Ingólfs sem var búinn að fá feitan díl í Búnaðarbanka í tengslum við helmingaskipti Sjálfstæðismanna og Framsóknar.
Hún hafði ekki rænu á að efla fjármálaeftirlitið, ekki að setja þessum bönkum neinar almennilegar reglur og heldur var það að reglum var aflétt af þeim.
Alþingi eins og það leggur sig fyrir að fljóta sofandi að feigðarósi öll þessi ár.
Ríkisstjórnir eins og þær leggja sig bæði fyrri og núverandi. Þær gerðu ekkert í að koma í veg fyrir þetta
Fjármálaeftirlit sem gaf þessum bönkum heilbrigðisvottorð en var ekki að skoða alla þætti þar sem skiptu máli.
Seðlabanki
Svo eru náttúrulega þessir 15 til 25 menn sem bæði fengu bankana eða eignuðust þá síðar. Þessir menn svo gjörsamlega blindaðir af gróðafíkn sökktu okkur í skuldir, skuldsettu fyrirtæki og tók úr þeim eins mikinn pening og þeir gátu og lifðu eins og einhverjir stórfurstar. En skildu eftir sig sviðna jörð og skuldsetta banka erlendis. Og þeir áttu milljarðatugi eða hundruð. En ef við hugsum það í hvað ætluðu þeir að eyða þessu öllu. Held að þeir þyrftu að eina mikið ef þeir þyrftu meira en 500 milljónir fyrir ævina.
Þjóðin var eins og hrægammur á þessa ódýru peninga sem þeir voru að bjóða okkur. Fólk tók sig til að sóðai eins og brjálæðingar. Keypt voru flott hús og þau rifin til að byggja nýtt. Fólk keypti hús og íbúðir og rifu allt úr þeim og innréttuðu aftur fyrir jafnmikið og það borgaði fyrir húsnæðið.
Fólk keypti sér 12 milljón króna jeppa á lánum og átti 2 til 4 bíla á heimili. Og bara almennt bruðl.
Svona er þjóðin. Það vilja allir vera flottari en nágranninn. Og allir verða ríkir. Við munum Vídeóleigurnar allar, pizza veldin, internetbóluna, píramídabréfin og svo framvegis.
Og síðast en ekki síst er það Krónan. Þessi helsjúki gjaldmiðill. Sem notaður var hér áður til að hyggla skuldsettum útgerðum með því að fella hana. Og síðan hefur hún sveiflast. Á tímabilum búið til auð hér sem engin verðmæti voru raun á móti og síðan hefur hún fallið aftur. Fáir erlendis vilja í eðlilegu ástandi eiga viðskipti við krónununa og þá helst í eitthvað brask eins og Jöklabréf sem aftur hafa viðhaldið háum vöxtum hér því engin þorði að styggja þessa menn sem áttu þessi krónubréf svo þeir færu ekki með allt í burtu og þar með gjaldeyrin okkar.
Geir ræddi við alla norrænu forsætisráðherrana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.10.2008 kl. 06:38 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Nýjustu færslurnar
- Skatta- og gjalda hækkanir framundan hjá ríki, sveitarfélögum og fyrirtækjum
- Að festast í gíslingu ofstækisfólks
- Höfundur þessarar síðu óskar hér með allri heimsbyggðinni GLEÐILEGRA JÓLA með söng þessarra huggulegu kvenna:
- Jólakveðjur af svölunum eru ódýrari en hjá Rúvsinu
- Strandveiðar – ESB-umsókn
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969472
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.