Leita í fréttum mbl.is

Mér er sama hvað hver segir - Þessi banki átti ekki að komast upp með þetta!

Mér er í raun sama hverjum þetta er að kenna. Hvort sem það var fjármálaeftirlitið sem fór ekki eftir þeim lögum sem þeim eru sett hér um að þeir verði að skoða og samþykkja að íslenskur banki stofni útibú í eigu aðalbankans erlendis eins og Helgi Seljan las upp á blaðamannafundi [og Geir kallaði hann "Asna og dóna" fyrir ].

Eð hvort það var fjármálaeftirlitið í London sem átti að fylgjast með þessu. Manni finnst að það sé í meiralagi gruggugt að örbanki á Íslandi geti farið erlendis og boðið hærri vexti en þarlendir bankar og nýtt svo þessa peninga í aðrar hæpnar fjárfestingar og treyst á að geta slegið lán til að borga þeim aftur. Spurning hvar í ósköpunum þeir höfðu einhverjar eignir til að bakka svona risa innlán upp ef þeir eyddu sífellt af höfuðstóli innlána.

Það er að koma í ljós að bankarnir hafa auk þess að skaffa eigendum sínum umtalsverðar upphæðir í tilbúnum gróða, sjálfsagt milljarðahundruðum, þá hafa þeir sogið nær allar eignir út úr íslenskum fyrirtækjum og skilið þau eftir nær eignarlaus þ.e. allt skuldsett í botn. Þeir keyrðu upp hlutabréfamarkaðinn þannig að hlutabréf hér voru komin í verð sem raunverulegur arður af venjubundinni starfsemi stóð ekki undir. Sem og að fyrirtækin mættu þessu með því að vera sífellt að kaupa aðila í skildum rekstri til að geta skuldsett meira. Eins þá héldu bankarnir uppi stöðugum áróðri um að fólk ætti að skuldsetja sig. Þeir voru farnir að reyna að fá börn í þennan pakka á tímabili.

Eins leyfi ég mér að efast um hagsmuni viðskiptavina bankana við allar þessar sameiningar þeirra. Held að það hafi sýnt sig, að það var bara leið til að geta fengið stærri lán til að lána eigendum og öðrum í fjárfestingafylleríinu.

Og þessu leyfðum við að þróast og tókum þátt í. Og Seðlabankinn afnám bindiskyldu svo bankar gætu lánað enn meira og fólk fagnaði og tók hærri lán. Og Seðlabanki hækkaði vexti og það virkaði ekkert því fólk tók áfram lán eins og það væri engin morgundagur og engin greiðsludagur.

Ætli ástandið hér í vetur verði ekki eins og eitt samfellt þynnkukast. Ef við hreinlega drepumst ekki úr neyslueitrun eða fráhvarfi.


mbl.is Bretar settu 1% í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Spurning hvort (og ég leyfi mér að giska) þetta hafi ekki verið einfaldlega það sem ríkið sóttist eftir? Að yfirtaka bankana með öllu?

Ná inn eins miklu og hægt var en sáu hins vegar ekki möguleikann sem nú er fyrir hendi?

Hagfræðingar ríkissins geta nú ekki verið það vitlausir að greina þetta mál ekki sérstaklega og meta eignir og skuldir og stærð þess hagkerfis bankanna sem voru fyrir hendi áður en þetta gerðist, á móti hagkerfi hins íslenska ríkis.

Að menn hagfræðinnar í hinu opinbera skuli ekki hafa getað séð með nokkru móti að þetta gæti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir íslenska ríkið ,og ekki er ég nú hagfræðingur, og endað á hræðilegan máta fyrir íslenskt þjóðfélag ef svo skildi fara eins og gerðist...

Að okkar "mestu snillingar" hafa ekki séð þetta (eða eingöngu leitt þessa afleiðingu hjá sér) hversu miklir snillingar voru þetta þá?

ViceRoy, 9.10.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband