Leita í fréttum mbl.is

Til umhugsunar!

Nú reynir Borgarbyggð að ná til sín Sparisjóð Mýrarsýslu. Þessi sparisjóður var eitt sinn einn öflugasti á landinu áður en gróðafíkn varð honum að aldurtila. Held ef að þetta tekst að menn ættu að hafa eftirfarandi frétt sér til fyrirmyndar:

Sparisjóður S-Þingeyinga í blóma

Sparisjóður S-Þingeyinga í blóma
Sparisjóður Suður Þingeyinga

Á meðan hamfarir í íslensku efnahagslífi skekja helstu fjármálafyrirtæki landsins, er rekstur Sparisjóðs Suður Þingeyinga í blóma. Góð staða sparisjóðsins veldur því að nú hefur starfsfólk hans vart undan að taka við viðskiptavinum sem flúið hafa úr öðrum fjármálafyrirtækjum með sparifé sitt.

Sparisjóður Suður Þingeyinga varð til árið 1997, þegar fimm sparisjóðir í suður þingeyjarsýslu sameinuðust. Samkvæmt hálfs árs uppgjöri sparisjóðsins skilaði rekstur hans tæpum 54 milljónum króna í hagnað, en eigið fé hans er um 500 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall hans er ríflega 12%, en stofnfjáreigendur sparisjóðsins eru um 250 talsins.

Sparisjóðurinn skuldar ekkert í erlendum lánum og hefur í gegnum tíðina staðið vörð um atvinnu, menningu og byggðamál  í héraði.

Slæmt efnahagsástand og góð staða sparisjóðsins hefur laðað að fjölda viðskiptavina undanfarna daga.

www.ruv.is

Sparisjóðir voru settir upp og studdir til að þjónusta fólkið í viðkomandi byggðarlögum og sem slíkir staðið sig vel. Af hverju að vera að rugga einhverju sem er að skila sínu. Einhverju útvöldum var boðið að gerast stofnfjáreigendur en ekki til að þeir tækju síðan sjóðinn sem byggður var upp með innleggjum fólksins og nota í brask til að græða á.


mbl.is Fá heimamenn sjóðinn aftur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband