Leita í fréttum mbl.is

Heyr, heyr

Ég held að fólk ætti nú að vera búið að átta sig á því að krónan er ekki lengur gjaldmiðill til að byggja á. Nú í morgun var ég að hlusta á Steingrím Joð þar sem hann var að mæra krónuna og talaði um að nú væri hún góður kostur því að hægt væri að halda gengi hennar í framtíðinni lágu til að auka útflutningstekjur. Fyrir mér eru það ekki glæsilegar framtíðarhorfur. Það þýðir í raun að krónan yrði notuð til að lækka verulega allan kaupmátt í landinu. Plús það að erlendar þjóðir hafa ekki áhuga á að skipta með krónur lengur sem mundi þýða að hér mundum við til framtíðar hafa takmarkaðan aðgang að gjaldeyri. Því kæmi upp að fólk sem færi erlendis þyrfti að sækja sérstaklega um að fá gjaldeyri. Allar innfluttar vörur yrðu til frambúðar hærri. Síðan ef við lentum í annarri kreppu mundi krónan halda áfram niður á við og á endanum yrðum við að fara með hjólbörur fullar af krónum í búðir.

Held að okkur væri betur borgið í ESB. Það yrði t.d. ljóst að misvitrir stjórnmálamenn hér hefðu minni áhrif á hag okkar.

EN aðalatriðið er að að við mundum ekki lenda í þessari gjaldeyriskreppu sem við erum í dag. Minni á að við höfum 3x þurft að fá aðstoð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum áður og þá var það einmitt vegna þess að við áttum ekki gjaldeyrir til að kaupa erlendis vegna óhagstæðs viðskiptajöfnuðar. Og hvað var þá gert. Jú við fengum aðstoð og svo var gengið stöðugt fellt. Og í kjölfarið kom tímabil verðbólgu og verðfalls krónu sem á endanum varð að breyta með því að taka 2 núll aftan af því hún var orðin verðlaus.


mbl.is Innganga í ESB eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Semsagt þú vilt leggja niður Íbúðarlánasjóð?

Í ESB munum við ekki fá að starfrækja Íbúðarlánasjóð. Ert þú á móti honum?

Fannar frá Rifi, 14.10.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta eru barnaleg ummæli jafnaðar-manna og lýsa algerri vanþekkingu. ESB og evruaðild er ekki hlaðborð. Þess fyrir utan þá mun verða húnæðiskreppa á evrusvæði næstu mörg árin. Fármögnun verður mjög erfið því skuldabréfamarkaðir verða í miklu ólagi eftir að ríkissjóðir flestra ESB landa er gengir í ábyrgð fyrir skuldbindingum bankageirans. Fjármagn mun því ekki leita á þessa skuldabréfamarkaði einfaldlega vegna þess að þeir geta ekki keppt við ríkisábyrgðir bankakerfisins. Því mun þurfa að hækka vexti á húsnæðisskuldabréfamarkaði upp út öllu valdi til þess að laða að fjármagn til handa fjármögnunar á húsnæðismarkaði. Þetta mun einnig pressa verð á húnsæði niður og valda miklu öngþveiti á húsnæðismörkuðum ESB. Ég gæti trúað að það yrði mun betra að fá fjármögnun á Íslandi á næstu mörgum árum. 

 

Vextir og afföll á evrusvæði  

Húseigendur sumra landa skuldbreyta húsnæðislánum sínum að meðaltali þriðja hvert ár. Í hvert skipti kemur nýr höfuðstóll og ný vaxtaprósenta og ný afföll. Því er lítið að marka vaxtatölur nema þú takir fasta vexti og skuldbreytir aldrei. En þessi húsnæðislánafyrirtæki lifa að stórum hluta til á gjaldtökum við þessar skuldbreytingar.

Vextir eru alls ekki eins á evrusvæðinu. Þeir eru háðir aðstæðum. 

Það er svo innilega sprenghlægilegt að halda að Íslendingar myndu fá húsnæðislán á þessum vöxtum, með enga verðtryggingu! Það er alltaf horft til verðbólguáhættusögu landins (og jafnvel héraðsins) og áhættuþóknunin (risk pemium) er sett eftir því. Þetta eru dagdraumar óskhyggjumanna. Eru þeir búnir að gleyma fortíðinni.

Sjá nokkur dæmi úr rannsóknum Deutsche Bank

-------------------------------------------

 

European mortgage rates converging 

PROD0000000000228683

Between the mid-1990s and 2006, nominal mortgage rates were significantly higher in Germany than in the other countries of the euro area. Since mid/end-2006, however, the mortgage rate level in Germany has converged with the European average. In fact, it slipped below the average in 2007.

There has been protracted debate on the reasons for the interest rate divergences within Europe in the past 15 years. Three possible causes have been identified: first, the differences in the efficiency of the national banking systems; second, varying degrees of competition in the respective national banking markets; and third, country-specific differences in risk pricing.

The fact that German mortgage rates have converged with the EMU average during the subprime crisis provides empirical evidence for the third explanation in particular. In many EMU countries, nominal interest rates fell in the course of the euro’s introduction, triggering an upswing in the real estate sector among others. Because of the longlasting upswing, the banks in these countries may have been overly optimistic when calculating risk premia. With the subprime crisis reaching Europe, however, banks in many countries face higher default rates. This is forcing them to assess risk as realistically as German banks have already been doing for years. The bottom line is that German mortgage rates have lost their “lead” relative to the European average: Slóð: European mortgage rates converging

 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.10.2008 kl. 11:25

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Menn verð náttúrulega að benda á aðrar lausnir í dag vill ekki nokkur eiga viðskipti við okkur út á krónu. Það þýðir ekki að þegja vandamálin í hel. Það er ljóst að vöruverð, vextir og fleira hefur lækkað hjá þeim þjóðum sem gengið haf inn í ESB. T.d. hjá Svíum og Finnum. Finnar lentu í svipuðum aðstæðum og við erum nú með í hring um 1990. Þeir lifðu mörg mögur ár þar sem fólk á ákveðnum svæðum hafði ekki efni á að kynda eða borgða heitar máltíðir. Þegar þeir voru búinir að vinna sig út úr þessu þá var það fyrsta sem þeir gerðu að ganga í ESB. Einmitt til að koma í veg fyrir tvöfallt hagkerfi sem þar hafði verið. Þar sem fólk tók erlend lán þar sem að vextir voru lægri en á innlendum lánum. Og svo féll gengi hjá þeim í þessum hremmingum um 30 til 40%.

Með því að vera í ESB þá minnka þessi mundur milli landa.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.10.2008 kl. 12:32

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. Hér á landi með verðtryggingu eru sambærilegir vextir þ.e. vextir + verðtrygging um það bil 23% í dag. Og upphæðir sem koma inn í vertryggingu eru lagðar við höfuðstól og hækka lánin varanlega. Nema að tilkæmi varanleg verðhjöðnun sem aldrei verður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.10.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband