Fimmtudagur, 16. október 2008
Jæja þið aumu ESB andstæðingar lesið þessa frétt vandlega!!!!!!!!
Ég stenst ekki mátið að setja þessa frétt hér í heild sinni:
Segir Evrópusambandsaðild hafa bjargað Írum
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, segir aðild landsins að Evrópusambandinu hafa bjargað landinu frá sömu örlögum og Ísland tekst nú á við í efnahagsmálum. Þetta kemur fram í viðtali á Cowen við fréttastofu Reuters. Í efnahagslegu tilliti, væri Írland í miklu verri stöðu ef landið hefði ekki verið aðili að Evrópusambandinu og þannig notið góðs af aðgerðum evrópska seðlabankans á undanförnum vikum og mánuðum, sagði Cowen í viðtali við Reuters fyrr í dag.Bankakreppan, sem leikið hefur fjármálastofnanir um allan heim grátt á undanförnum vikum og mánuðum, hefur skapað mikil vandamál víðar en á Íslandi. Cowen segir ljóst að það væri erfitt fyrir landið að takast á við vandann ef evrópska seðlabankans hefði ekki notið við. Aðgangurinn að evrópska seðlabankanum er miklu sterkari stoð heldur en seðlabanki Írlands eða Íslands. Það liggur í augum uppi, sagði Cowen og vitnaði til efnahagsvandamála sem Ísland glímir nú við. Ég vil ekki til þess hugsa sem staðan hjá okkur væri eins og hjá þeim (Íslendingum), með okkar eigin myntkerfi, bætti Cowen við.
Held að menn ættu svo að skammast sín og reyna að kynna sér málin almennilega áður en þeir tala um hlutina.
Og svo til þeirra sem hafa bent á Noreg til að bjarga okkur og ekki viljað sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðin er hér frétt af ruv.is
Íslendingar yrðu fyrst að fallast á skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, leggja fram trúverðuga áætlun um lausn núverandi vanda og eftir það væri hefð fyrir að seðlabankar annarra ríkja legðu einnig fram fé. Þetta kom fram í opinni umræðu í norsku fjárlaganefndinni í dag. Kristín Halvorsen fjármálaráðherra Noregs ítrekaði boð um stuðning.
Vandi bankanna í Noregi, á Íslandi sem og í heiminum var til umræðu hjá þingnefndinni í dag.
Svein Gjedrem, seðlabankastjóri, var spurður á opinni umræðu í norska fjárlaganefndinni í dag hvers vegna ekki hefði borist meiri aðstoð frá Noregi til Íslendinga í bankakreppunni en þegar hefur verið veitt.
Hann sagði að aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri forsenda þess að aðrir aðstoðuðu. Ef Ísland þarf á aðstoða að halda er hefðin sú að biðja fyrst um áætlun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sagði seðlabankastjóri. Og í framhaldi af því fá lán frá sjóðnum.
Þær lánalínur sem þá opnast eru að vísu ekki umtalsverðar en hefð er fyrir að aðrir seðlabankar bæta þar við, sagði seðlabankastjóri.
Vandi bankanna í Noregi, á Íslandi sem og í heiminum var til umræðu hjá þingnefndinni í dag. Fjármálaráðherra, auk seðlabankastjóra og forstjóra fjármálaeftirlits voru boðaðir fyrir nefndina.
Gejdrem, seðlabankastjórinn, sagði að trúverðug áætlun íslenskra stjórnvalda um lausn vandans væri forsenda stuðnings frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skilyrði sjóðsins þætti jafnan ströng og hvað varðaði Ísland nú þyrfti að endurskoða fjárlög, vinna bug á verðbólgu, koma upp gjaldgegnum gjaldmiðli og byggja upp nýtt bankakerfi. Vandi vegna viðskiptahalla leystist hins vegar nú af sjálfu sér.
Fjármálaráðherra ítrekaði í umræðunni að Norðmenn væri sem fyrr vinveitt þjóð og myndu koma til hjálpar ef beðið væri um. ,,Ég vil að þeir viti að við erum vinveitt þjóð," sagði Kristín Halvorsen ,,og ég held að undrunin yfir aðferðum Bretanna sé mikil á Íslandi núna."
Og andskotist þið núna til að endurskoða ykkar hugmyndir. Þetta er bæði meint til bloggara sem og Sjálfstæðismanna, forneskjuhluta Framsóknar og Vg.
ESB bjargaði okkur segir Cowen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 969307
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Einhverjir samningar sem verið er að neyða upp á okkur sem ekki er lagastoð fyrir, í gegnum EES samninginn frá ESB ríkinu Bretlandi.
Ef við værum í ESB myndu þeir örugglega neyða okkur til að borga allar skuldir í botn og setja landið á hausinn. en þér er náttúrulega sama um það. þú vilt bara sjá nó af opinberum störfum handa íslenskum krötum í Brussel.
Fannar frá Rifi, 16.10.2008 kl. 18:48
Þú hefur ekkert fyrir þér í þessu! Það eru reglur sem segja til um hvað við eigum að borga og þær eru í gildi nú þegar á EES svæðinu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.10.2008 kl. 18:49
Já það sem er sett í Tryggingarsjóð Innlánsreikninga sem telur 19 milljörðum króna. 1% af öllum innistæðum eða dregurðu í efa lagatúlkun okkar helstu lögfræðinga um þessi mál?
http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/674927/
lestu þessa grein.
En þú vilt kannski bara setja landið á hausinn til þess að geta kysst á vöndinn?
Fannar frá Rifi, 16.10.2008 kl. 19:02
Magnús ertu þroskaheftur eða ertu bara fullur? Veist þú yfirleitt um hvað þú ert að þvaðra hérna á þessu auma bloggi þínu?
Af hverju flyturðu bara ekki á meginlandið. Við þurfum ekki svona fífl hérna núna.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2008 kl. 19:03
Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að þetta sama land, Írland á heiðurinn á því að drepa ESB en það gerðu þeir er írska þjóðin neitaði að samþykkja Lissabonsáttmálann. Það liggur því í augum uppi að meirihluti Íra sé mjög ósammála Brian Cowen hvað varðar Evrópusambandið og hlutverk þess í því að "bjarga Írlandi". Það er mjög ólíklegt að ESB verði enn þá til í núverandi mynd að áratugi liðnum. Að öllum líkindum mun sambandið hrynja á næstu mánuðum og árum en slíkt mun gerast sökum þess að óánægja með sambandið ver vaxandi meðal þegna aðildarríkjanna. Sem dæmi má nefna: Írar (felldu Lissabonsáttmálann), Pólverjar (Ósáttir við það hinn heilaga kvartett sem stjórnar öllu innan ESB, það er Frakkland, Þýskaland, Bretland og Ítalía), Spánn (Pirraðir út í ESB af sömu ástæðu og Pólverjar). Svo ber einnig að nefna það að Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum á sínum tíma en Lissabon sáttmálinn sem Írar neituðu að skrifa undir var einmitt örvæntingarfull lokatilraun til þess að ná fram málamiðlun milli aðildarrikjanna um stjórnarskrá ESB. Svo er einnig vert að minnast á það að Þjóðernissinnar sem eru vægast sagt andstæðir ESB bættu nýlega við sig mjög miklu fylgi í Austurríki. Ofan á þetta allt sýna nýlegar skoðanna kannanir að sú skoðun fer vaxandi í Þýskalandi að taka eigi upp gamla Markið og sparka Evrunni fyrir borð. Það er engin forneskja falin í því að vilja viðhalda sjálfstæði og fullveldi þjóðar sem aðeins nýlega fékk að kynnast frelsi eftir aldalanga kúgun annarra Evrópuríkja. Svo er vert að nefna það að lokum að breytingar þarf að gera á stjórnarkrá Lýðveldisins ef sækja á um í ESB, ef Utanríkisráðherra myndi sækja um núna án þess að gera þessar breytingar þá yrði hún að öllum líkíndum kærð fyrir landráð en refsingin við slíku broti hér á landi er óskilorðsbundinn lífsstíðardómur í fangelsi. Reyndar þá er spurning hvort ekki væri hægt að ákæra suma meðlimi Samfylkingarinnar núþegar fyrir landráð en aðilar líkt og Ingibjörg Sólrún, Björgvin G. og Ágúst Ólafur hafa upp á síðkastið með ásetningi talað niður til innviða Lýðveldsins og reynt að koma höggi á bæði Seðlabanka og Gjaldeyri lýðveldisins auk þess að hafa hvatt til þess að hluti löggjafarvaldsins og þar með fullveldi þjóðarinnar yrði framselt til erlendra þjóða, þar á meðal til þjóðarinnar Bretlands sem gæti nánast skilgreinst sem óvina þjóð okkar í dag, en allt er þetta gert eða sagt á svokölluðum neyðartímum þegar að samstaða er það eina sem skipta á máli, það mætti því nánast bera þetta saman við það að berjast gegn innviðum ríkisins eða að hjálpa óvina ríki neyðartímum en slík er skilgreining á landráði í stjórnarskrá vorri.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:10
´Þetta eru einmitt rök sem andstæðingar ESB nota Jón! Ég var nær eingöngu að vitna í tvær fréttir þannig að ef þú ert óánægður með þær þá skalt þú bara tala við Svein Gjedrem, seðlabankastjóra Noregs og Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands.
Fannar við höfum nú ekki borgað neitt ennþá. Og það sem við borgum eru samningar milli okkar og Breta og fleiri. En eins og bent hefur verið á þá ber okkur ekki að borga í raun nema það sem var í tryggingasjónum og/eða upphæðir einstaklinga upp að 20 þúsund evrum en ekkert til annarra. Það er ekkert sem væri öðruvísi ef við værum í ESB.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.10.2008 kl. 19:12
Jón það var gerð rannsókn í Írlandi af stjórnvöldum á því af hverju að Írar feldu stjórnarsáttmálan/Lissabon samkomulagið. Það reyndis byggt á alveg ótúlegum kjaftasögum um að það yrði til þess að útlendingar mundu taka yfir atvinnumarkaðinn og fleiri gróusögur sem komust á kreik. Um leið kom fram að um 70% íra eru ánægðir með ESB og meirihluti þjóðarinnar mundi standa að þessu samkomulagi við betir kynningu á því.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.10.2008 kl. 19:16
Forsætisráðherra Írlands er Evrópusinnaður en á Írlandi hafa ekki allir verið sáttir við sambandsaðild. Írar urðu m.a fyrir aðkasti innan ESB vegna aðgerðanna sem þeir hafa notað til að bjarga bönkunum og það hefur skiljanlega lagst illa í suma. Eins hefur verið bent á að ESB hefur ekki komið sér saman um neinar sameiginlegar aðgerðir gegn lausafjárkreppunni, aðeins "verkfærakassa" sem ríki síðan beita eftir bolmagni (en þau hafa mis mikið bolmagn). Það hefur verið bent á að ef verulegur hluti af þeim ábyrgðum sem írska ríkið hefur axlað falla á það gæti það staðið frammi fyrir ríkisgjaldþroti þar sem það hefur afsalað sér myntsláttuvaldinu.
Þar hafa sumir bent á Ísland sem dæmi þess hve nauðsynlegt það er að hafa eigin mynt.
Síðasta árið hefur írska ríkisstjórnin verið gagnrýnd mikið fyrir að hafa afsalað sér valdinu til að ákvarða stýrivexti og því verið haldið fram að hún hafi staðið bjargarlaus frammi fyrir efnahagslægðinni sem hefur hrjáð landið.
Býstu við einhverju öðru en að Cowen reyni að stilla aðstæðum okkar upp sem dæmi um nauðsyn ESB aðildar og þar með rökum fyrir því að stefna hans hafi verið rétt? Svona burtséð frá því hvort að þú telur hann hafa rétt fyrir sér eða ekki, telur þú einhverjar minnstu líkur á að hann myndi segja eitthvað annað?
Ef ekki, hvað staðfesta þessi orð þá?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:17
Ég hef trú á að innan mánaðar verði breytt heimsmynd hvað geta Írar og Bretar dælt miklu fé i bankana þar sem að það hvergur jafnóðum. Allt tekur enda og innan mjög langstíma held ég að sum ríki horfi til okkar með öfund að vera búin að afgreiða salmonellu fjámálahrunsins
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.10.2008 kl. 20:53
Evrópuandstæðingar: Segið svo að ESB sé ólýðræðislegt bákn, þegar lítil þjóð eins og Írland geti fellt lagabreytingu sem ekki var þeim að skapi. Hvað er meira lýðræðislegt en það?
Fyndna við það samt var að Lissabonsáttmálinn átti að auka lýðræði innan Evrópusambansins enn meira en sökum þess hve írskir kjósendur voru illa upplýsitir um sáttmálann náðu andstæðingar ESB að sannfæra þjóðina um að fella samninginn. Magnað hvað andstæðingar ESB hérlendis sem erlendis hafa sterkan sannfæringamátt um málefni sem eru í hrópandi ósamræmi við það sem hugmyndafræði þeirra sjálfra stendur í raun fyrir. Vinstri Grænir einhverjir?
Við verðum komin inn í ESB áður en við vitum af sama hvað raular og tautar í "sjálfstæðissinnum". ESB á eftir að frelsa okkur undan oki kúgunar, nepótisma og einokunnar sem við höfum þurft að búa hér við síðan land var numið.
Kv. Svíi
Svíi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:57
Langar að bæta við hér þegar menn eru að hæla örmynt eins og íslensku Krónunni hér ágætis greining hjá prófessor við Londons School of Economics á hvað gerst hefur hér hjá okkur á undanförnum árum fyrir ykkur sem áttið ykkur ekki á hvenig opin hagkerfi virka og hversu vitlausa stefnu Seðlabankinn hefur rekið:
Throughout the period of inflation targeting, inflation was above its target rate, resulting in interest rates exceeding at times 15%.
In a small economy such as Iceland, high interest rates both encourage domestic firms and households to borrow in foreign currency, and also attract currency speculators.
This lead to large inflows of foreign currency, leading to sharp exchange rate increases, giving the Icelanders an illusion of wealth.
The speculators and borrowers profited from the interest rate difference between Iceland and abroad as well as the exchange rate appreciation.
These effects encouraged economic growth and inflation, further leading the central bank to raise interest rates.
The end result is a bubble caused by the interaction between domestic interest rates and inflows of foreign currency.
The exchange rate was increasingly out of touch with economic fundamentals, with a rapid depreciation of the currency inevitable.
This should have been clear to the central bank, which wasted several good opportunities to prevent exchange rate appreciations and build up reserves.*
Við semsagt héldum að við værum rík en vorum það í rauninni aldrei. Svona fer því miður alltaf þegar gjaldmiðlar eiga lítið sem ekkert bakland og þjónar einungis þeim tilgangi að virka sem pókerpeningur á borði erlendra (og innlendra) gamblara. Að ráðast svo á einkennin en ekki rót vandans með vaxtahækkunum líkt og SÍ hefur staðið í er með ólikindum vitlaust. Það svipar til þess að í staðinn fyrir að gera við hriplekt hús fylla menn það með fötum og vonast þannig til að regntímabilinu ljúki. Er þetta kerfi sem við viljum bjóða komandi kynslóðir upp á?
Hef heldur aldrei skilið skilgreinungu sumra á sjálfstæði. Ég veit ekki betur en að allar þjóðir Evrópu séu sjálfstæðar upp að því leyti að þau þurfi að lúta leikreglum sem fyrirbyggja spillingu og einokun, eitthvað sem við höfum þurft að glíma við síðan forfeður okkar námu hér land. Eitthvað segir mér að ef sjálfstæði, líkt og við lifum við núna, býður upp á áframhaldandi nepotisma, fákeppni og einokun þá má henda því sjálfstæði á haugana með krónunni. Missir þú sjáfstæði þitt ef þú mátt ekki stunda handrukkun eða drepa fólk í kringum þig? Hvar draga menn mörkin?
ESB snýst um hagsmuni heildarinnar og hámörkun hennar á svið mannréttinda, vísinda, viðskipta, menntunar og frelsis. Um hvað snýst Ísland í dag?
Í lokin langar mig líka að spyrja þá sem standa að bloggi Heimsýnar svökölluðu hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, af hverju þeir leyfa mönnum ekki að kommenta við það sorp sem kemur þar fram. Af hverju eru þeir ekki tilbúnir til að verja sinn málstað? Er það kannski vegna þess að þeir vita að hann sé það veikur að best sé bara að kasta fram einhverji dellu úr smiðjum risaeðla á borð við Ragnar Arnalds og loka svo augunum og eyrunum fyrir öllum rökræðum. Ég vil nota tækifæri og skora fólk á að láta ekki blekkjast af fólki sem gefur ekki kost að að rökræða um sinn málstað.
Kv. Svíi
*
Heimildir:
Jon Danielsson
Economist, Financial Markets Group, London School of Economics
http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7658908.stm
Svíi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:14
ESB, það eina rétta!
Ég er búinn að búa í ESB (nánar tiltekið í Þýskalandi) í 23 ár (reyndarhét það áður EB).
Enginn, absolút ENGINN, sem ég þekki eða hef talað við hérna, eða í Frakklandi, Englandi, Ítalíu, Spáni, Grikklandi, Austurríki, o.s.frv. hefur sagt eitthvað neikvætt um ESB. Þetta er sjálfsagður hlutur. Það kemur fyrir í öllu lýðræði að það er mótmælt. Það gerist af og til í ESB og það kemur í fréttunum.
Þessi óánægja sem fólk er að tala um liggur bara í því sjálfu. Það er alls staðar hægt að vera óánægður.
ESB andstæðingar eru yfirleitt illa upplýst eða ómenntað lágstéttarfólk, svipað og NSDAP meðlimir á sínum tíma.
Það er engin spurning hvort, heldur hvenær Íslendingar munu sækja um aðild.
Okkur yrði sjálfsagt hleypt inn um bakdyrnar sökum smæðar.
Einar (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:27
"ESB andstæðingar eru yfirleitt illa upplýst eða ómenntað lágstéttarfólk, svipað og NSDAP meðlimir á sínum tíma."
Vá talandi um hroka. Einar hrokafulli samræmist samt stefnu ESB sinna í Samfylkingunni. Elítustefnunni.
Fannar frá Rifi, 16.10.2008 kl. 21:54
Fullyrðingar um að við missum fullveldi og fleira í þeim dúr eru kannski ekki vegna þess að menn séu illa upplýstir heldur að þeir séu ekki búnir að skoða málið náið. Þreytist ekki á að benda mönnum á að 27 ríki kjósa að vera í ESB og þetta eru meira en 3/4 allra þjóða í Evrópu. 15 þjóðir af þeim kjósa að vera í myntsamstarfi og fleiri vinna að því að komast í samstarfið. Þetta segir manni að flestar þjóðir í Evrópu sem hafa skoðað málið náið og farið í samningaviðræður um inngöngu hafa séð sér hag í að ganga í ESB. Ef þetta væri svo slæmt hefðu lönd væntanlega ekki samþykkt þessa samninga. Nú og 3/5 af Norðurlandaþjóðum skoðuðu málið og gengu til samninga um inngöngu og gengu þarna inn. Ef þær hefðu ekki hag af því væru þær væntanlega í því að ganga úr ESB núna
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.10.2008 kl. 22:41
hversu heimskt getur fólk verið.. og vitnaði í sagnfræðinemann "sveiflan.blog.is" sem einhverskonar hagfræðispeking er náttúrlega djók!
LANDIÐ ER Á FOKKING HAUSNUM!!! þetta er auðveld stærðfræði, dæmið gengur ekki upp.. við skuldum meira þegar þetta er afstaðið heldur en við ráðum við.. PLÚS að vera með mynt sem enginn tekur mark á. HÆSTU stýrivexti og verðbólgu sem fyrirfinnst í hinum vestræna heimi... samt reyna menn að benda eitthvað annað án þess að ástandi sé ekkert í líkingu við hvað það er hér... og verður ekki, það getur allavegna enn verslað sínar vörur innan evrusvæðisins. Við þurfum allt utan úr heimi, fóður í dýrin okkar, varahluti í vélar osfrv...
Valur (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 01:19
Rétt Anna með fréttina en mig langaði bara að eiga hana inn á blogginu mínu svo ég þyrfti ekki að leita að henni til að vísa í hana. Í þessum 2 fréttum eru að tala fulltrúar landa sem vegna stöðu sinnar eru að tala af reynslu og þekkingu.
Hér á landi tala menn hver í kapp við annan og vitna í einhverja hægri og vinstri til að segja okkur hversu slæmt ESB er og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. En síðan heyrir maður í íslendingum sem starfa eða hafa stafað í IMF og þeir segja allt aðra sögu. Og fólk og ráðamenn þjóða innan ESB segja allt aðra sögu einnig.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2008 kl. 01:37
Bara aðeins í sambandi við þessa "bubble" sem varð á Íslandi... þá eftir á að hugsa skilur maður ekki hvað menn voru að pæla. Meina, allir þessir fræðingar og sona.
Það sem var gert á Íslandi, frá a-ö, er hagfræðilegt skólarbókadæmi um hvað á ekki að gera.
Svo sem hægt að líta á þetta á margan hátt. Eitt sjónarhorn er að í heildina var lifað stórlega um efni fram. Áður fyrr tók ríkið einfaldlega lán til að fjármagna fyrirframneyslu eða arðbærar framkvæmdir. Það sem gerðist á bubble tímabilinu var að fyriframneyslan var fjármögnuð með allskyns trikkum og miklum erlendum peningablæstri inní blöðruna sem skapaði eins og hagfræðingurinn segir "illusion of wealth"
Svo sprakk blaðran náttúrlega. Ekkert var gert til að draga úr útþenslunni og koma skynsamlegum böndum á blöðruna. Ekki neitt... ja, það sem var gerst í rauninni stækkaði hana. Og blaðran þurfti endilega að springa á versta hátt. Samt spurning hvort hún hefði þurft að springa með svo miklum látum þarna í restina.
Það sem gerist núna er einfaldlega að Ríkið þarf aftur að taka lán til að fjármagna fyrirframneyslu og arðbærar framkvæmdir. Alveg eins og í gamla daga.
Auðvitað verða íslendingar að borga fyrir eitthvað af afglöpum bankanna. Td. erlend innlán í bönkunum, allavega upp að einhveru marki. Auðvitað hlaupa íslendingar ekkert frá því eins og einhverjir ribbaldar.
Jú jú, einhvern tíma mun taka að borga þær skuldir. En þannig er það bara. Það verður að horfa á veruleikann eins og hann er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.10.2008 kl. 01:39
Magnús, þó að það séu 27 ríki í ESB þá þýðir það ekki að þessi 27 ríki hafi jafnmikið vægi innan sambandsins. Í raun og veru eru það aðeins Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía sem skipta einhverju máli í þessu sambandi. Þetta sást vel núna um daginn þegar haldnir voru neyðarfundir í sambandinu út af heimskreppunni en þá var aðeins fulltrúum þessara fjögurra ríkja boðið á þá fundi, sem um leið fór rosalega í taugarnar á hinum aðildarríkjunum og þá sérstaklega ríkjum eins og Spáni og Póllandi, en þau eru einmitt tugmilljón manna ríki (Spánn 45 milljónir, Pólland 38 milljónir), samt þóttu þau ekki nógu merkileg til þess að skoðun þeirra á kreppunni skipti einhverju máli. Hvað synjun Íra á Lissabon sáttmálanum varðar þá sannar hann einmitt alveg ótrúlega vel hversu ólýðræðislegt þetta samband er því síðan að synjunin átti sér stað hefur fátt annað verið rætt innan ESB heldur en það hvernig best sé að kúga Íra til hlýðni, Ítalir hafa stungið upp á því að skipta ESB í tvennt, A ríki og B ríki, þar sem einar B ríkið væri Írland, Sarkozy hefur hinsvegar sagt það að hann muni sannfæra Íra um það að samþykkja Lissabonsáttmálann sama hvað það kostar. Svo finnst mér rétt að nefna það að ég er núna að stúdera Evrópurétt í Háskólanum á fyrsta ári í Lögfræði og kennarinn minn sem er kona ættuð frá Spáni með Phd (doktors) gráðu úr Harvard háskóla er svo viss um það að Írar verði kúgaðir til hlýðni að hún hefur ákveðið að Lissabon sáttmálinn verði partur af lesefni til prófs, enda telur hún litlar sem engar líkur á því að ESB sætti sig við þessa synjun Íra. Ef Írland sem er 6 milljón manna land þykir svo mikil smáþjóð innan ESB að ekkert þykir sjálfsagðara heldur en að virða þá vettugi og kúga þá til hlýðni þá skil ég ekki hvað litla Ísland með sína 320 þúsund íbúa ætlar að gera þarna þegar að ESB ákveður að selja sjávarauðlindirnar og leggja niður Íbúðarlánasjóð.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 02:32
Eiginlega tekur því ekki að vera að svara "Fannari frá Rifi". Hann er svipað kalíber og "Sveiflan".
Eitt er víst, svona lagað hefði ekki gerst ef við hefðum bara gengið í bandalag við hinar Evrópuþjóðirnar fyrir 10 árum.
Það er ekkert gaman að lesa oft á dag greinar eins og þessa:
http://www.faz.net/s/RubDDBDABB9457A437BAA85A49C26FB23A0/Doc~EE94A61D8CB0348B2978A781443F164D9~ATpl~Ecommon~Scontent.html
Reyndar nenni ég ekki orðið að lesa þær allar spjaldanna á milli, en þetta sýnir að Íslendigar eru gjörsamlega búnir að kúka í sig á alþjóðavettvangi. Allt út af fáeinum bankaköllum og verndurum þeirra í seðlabankanum og ríkisstjórninni.
Einar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:16
Ég las þetta nú um daginn að þessar þjóðir hefðu ákveðið að hittast. Ekki það að ESB héldi þann fund. Nú í þessari viku hittust fulltrúar allra landana á vegum ESB.
Írska stjórnin vildi skrifa uppa Lissabonsáttmálan en írar feldu það og voru eina þjóðin sem hélt atkvæðagreiðslu um málið.
Ég hef heyrt að það verð gerðar einhverjar breytingar á sáttmálanum og hann borinn aftur upp innan ESB.
En mér er í raun alveg sama. Ég tel að ef við ætlum í framtíðinni að auka hér aftur lífsgæði og vöxt þá erum við áfram og lítil og með of lítið hagkerfi til að takast á við það til lengdar án þess að vera hluti af stærra efnahagssvæði og með aðra mynnt. Annars verða svona hrun reglulega hjá okkur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2008 kl. 08:33
Þið eruð svo hrokafullir elítusinnar að það er alveg merkilegt.
Þið ESB sinnarnir eruð alveg ótrúlegir. Ef einhver er ekki sammála ykkur þá er það röng skoðun og ekki merkileg eða marktæk.
ESB er ríki sem er stjórnað af 4 þjóðum. punktur.
Ég vitnaði í grein Hjartar þar sem hann er þar með samantekt um álit okkar helstu lögfræðinga í Evrópurétti. Þið kannski efist um hæfni og getu þessara lögfræðinga útaf því að þeir eru ekki sammála ykkur?
ESB ríkið Bretland er núna í Efnahagslegu stríði við Ísland. hvað gerið þið í þessu árferði? viljið að við krjúpum á kné og kyssum vöndinn.
Fannar frá Rifi, 17.10.2008 kl. 10:15
Fannar ertu að halda því fram að Svíum Dönum og fleiri ríkjum sé stjórnað af ESB. Ég spyr ertu bara ekki í lagi? Þessi 27 ríki eru hvert öðru ólíkt. T.d. eru ekki sömu vextir í þessum löndum. Þau hafa sjálfstæða utanríksistefnu og að mestu frjálsræði um sín mál. Sbr. að ég hef nú ekki heyrt að þau tali sem einn kór.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2008 kl. 11:00
Fínt hjá þér Fannar. Ertu nú búinn að æla allt uppúr þér sem hefur nokkurn tíma pirrað þig, eða áttu eitthvað eftir?
Fullyrðingar þínar um ESB láta mig trúa að þú færð ekkert í skóinn á næstu aðventunni og það mun reynast þér dýrt, þú veist að jólakötturinn mun éta þig, er það ekki?
Fyrirgefið kaldhæðnina en ég get ekki lengur verið stiltur yfir þessu.
ESB anstæðingar, sem lengi vel höfðu það betur því 'húrra Ísland' og svo punktur eru hér á þessu bloggum að öskra eins og særður björn. Þeir sjá í raun hrynu kerfisins sem þeim fannst alltaf svo ákjósanlegt. Fyrir mér líkist staðan á Íslandi falli Berlínarmúrsins nema að einángrunasinnar hér eru nú þeir 'gömlu kommúnista' sem skjla ekki neitt. Það er varla útgönguleið og þær sem bjóðast virðast allar vera af versta kosti (ESB, Alþ.gjaldeyrissj., norska krónan, rússalán).
Skyndilausnir (sem Íslendigar eru alltaf svo góðir í að finna sem er aðdáunarvert undir venjulegum kringumstæðum) eru ekki í boði núna og jafnvel einföldustu lausnir þýða að til að fá aðstoð þurfum við á Íslandi núna að uppfylla skilyrði sem okkur finst ekki ákjósanleg. Þeir sem hafa komið okkur í þessari stöðu eru í raun nú þegar búnir að selja sjálfstæðið eða alla vega sjálfákvörðunargetu.
Þó að bráðaaðgerðum sé þörf þar að vera með trúverðugt framtíðasýn (sem auðveldir aðstóð að utan). - Hvað verður efttir rússalán? Framhald eins og ekkert hafi skéð, eða rússneskir hagsmunir í fyrirrúmi? - Og hvað með alþjóðagjaldeyrissjóðinn? Hann mundi væntanlega krefjast útsölu á helstum eignum og við sjáum nú þegar að þetta veldur nágrannaþjóðum hausverk að íslenskar eignir þar í landi fall í hendur erlendra refara. m.a. - norska krónan? Þá ákveða Norðmenn einir sem sagt efnaahagsásstaand hér í landi, hvar eru sjálfstæðissinnaður þá? - ESB: það þyddi vissulega afsal hluta fullveldis til ESB en það er engin yfirstjórn því Ísland fengi aðgamng og atkvæði við allar ákvarðanatöku þar á bæ, jafnvel innan Evrusvæðis er þess gætt aðllir eru með þar sem seðlabankastjóra aðildarlanda sitja við ákvarðanaborð í Seðlabanka Evrópu, sem sagt sá íslenski hefði þá líka atkvæðisrétt í Frankfurt.
Af sjálfsögðu hafa stór lönd meira áhrif innan sambandsins en þau þurfa samt sem áður leita samþykkis allra aðildarþjóða. Ísland fengi t.d. eins og stendur eitt sæti í framkvæmdastjórn eins og öll lönd nema þau stór 4 (fá 2) og hlutfallslegra miklu fleiri Evrópuþingmenn en stórt land. Lúxemburg er með 6, Malta með 4, bæði lönd eru u.þ.b. jöfn við Ísland hvað varðar höfðatölu. Segjum að Ísland fengi 3 (til að einfalda reikninginn) þá er 1 þingmaður á hverja 100.000 íbúa. Þýskaland sem stærsta land fær 99 fyrir 80 mío í búa = 1 á rúmlega 800.000 íbúa. Hvernig lítur þetta út frá jafnréttissjónarmiði? Borið saman við Ísland, er það ekki svipaða staaða eins og Reykjavík/landsbyggðin?
Jens Ruminy, 17.10.2008 kl. 11:24
Ef ESB er draumalandið, afhverju búið þið ennþá hérna?
Fannar frá Rifi, 17.10.2008 kl. 12:20
Af vþí að ESB er ekki land!!!!!
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2008 kl. 12:26
@ Fannar:
ESB er ekki draumalandið heldur besti kosturinn í stöðunni.
Sagt að segja er lífið hérna á Íslandi almennt séð býsna gott (mikil náttúra, lítil mengun, náttúruauðlindir, gott fólk, mörg tækifæri og mikil vístvæn orka, ....), og ef það er hægt að tryggja efnahagslegt jafnvægi með pólitískri samvinnu sem tryggir Ísland um leið áheyrn á mikilvægasta vettfangi, þ.e. meðal nágranna okkar sem eru með svípaða mennimngarlegar rætur, þá er það besta málið að gera það, er það ekki? Betra en að flytja frá Íslandi er að koma því í ESB-samstarfi. Það var hvort sem er ekki hægt að flyja landið eins hratt og hrunið skellti á.
Þú veist, Fannar, eins og flestir aðrir, að engin leið er að halda hér áfram eins og ekkert hafi gerst. Dragðu andann djúpt og hugsaðu svo hvað væri best í vonda aðstöðu, en notaðu sem best aðgengilegar upplýsingar, ekki bara sögusagnir reiðra greinahöfunda. Þú ert í HSS í Bifröst, þar er líka Evrópufræðingur að störfum, þannig að þú ættir að geta náð slíkar upplýsingar.
Engin þarf að elska ESB, það snýrst ekki um ást, undirgefning eða niðurlæging heldur um að hagsmunum hvers og eins lands er best gætt í samvinnu og ESB er vettfangur þeirrar samvinnu. (sko, Bifröst byrjaði sem samvinnuskóli).
Jens Ruminy, 17.10.2008 kl. 12:51
Fannar:
ég náði rækilega að hrista upp í þér. Mér tókst líka að sannfæra Sveifluna um ágæti ESB :-).
Sem betur fer þarf ég ekki að flytja þangað, þar sem ég hef búið þar í meira en 20 ár. Ég hef margoft reynt að flytja til Íslands, en þar sem ég hefði þurft að lækka í launum og flest allt er dýrara á Íslandi, þá hefur ekki orðið að því hingað til, tala nú ekki um næstu árin.
Það þarf bara að koma í veg fyrir að minnihlutinn hindri Ísland frá inngöngu í ESB. Annars er djöfullinn laus.
Einar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:53
Held að þú ættir að skoða málin betur. Ef við værum í ESB og værum með Evru stæðum við ekki í gjaldeyrisvandamálum nú. Við hefðum ekki upplifað 40% lækkun á krónu eða meira og hér væri ekki 75% verðbólga. Bankarnir væru jú í vanda.
Varðandi miðin þá værum við væntanlega áfram að veiða því að veiðiréttur byggist á veiðireynslu hér á miðum og við erum ein um það.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2008 kl. 19:33
Alveg frábærir þessir sem koma alltaf með sömu gömlu frasana "fiskimiðin".
Ef við hefðum gefið 10% af fiskimiðum okkar frjáls til ESB, þá mundum við ekki þurfa að afla beint upp í skuldir næstu áratugina.
ESB núna gæti sýnt þessu þjóðasamfélagi góðan vilja okkar til samstarfs, þ.e.a.s. til þess að reyna að bæta einhvern veginn fyrir þessa glæpamenn sem Íslendingar kusu yfir sig og létu vini sína gera strandhögg.
Þegar víkingarnir eru búnir að tæma alla silfursjóði á Bretlandseyjum og skilja allt eftir í báli og brandi, þá er ekki séns að segja bara "við vissum ekki neitt" og ulla bara á ESB.
Þetta endar bara alltaf svona ef maður er með hroka og vill ekki vera með. Nema kannski ef maður er átisti.
Íslendingar hafa kannski upp til hópa átistalegar kenndir.
Einar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 19:35
Ég er kominn með sjúkdómsgreininguna:
Ísland er einrænt ríki.
Það nær þá ekki lengra.
Einar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 19:56
Einar: Það eru fiskimiðin sem koma til með að halda í okkur lífinu á næstunni.
Magnús: Krónan fellur af því að við eigum ekki evrur. Við ættum ekki fleiri evrur í myntbandalaginu. Til þess þar að selja einhverjum eitthvað. Við fáum ekki evruprentvél til þess að nota eftir hentugleikum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.