Leita í fréttum mbl.is

Bíddu hverskonar verkstjórn er þetta eiginlega?

Maður hefði nú haldið að fyrsta verk ríkisstjórnar væri að hittast á hverjum degi á meðan við göngum í gegnum svona ástand. Þar væru aðgerðir mótaðar og sér í lagi svona aðgerðir. Geir tókst í dag eins og endranær að tala um að heræfingar og flug Breta væri seinni tíma mál. Honum tókst líka að gera Össur að ómerkingi í fjölmiðlum. Er það það sem við þurfum helst? Það virðist allt vera seinni tíma mál hjá Geir. Og þessi fögnuður hans yfir yfirlýsingu Breta varðandi aðra reikninga en Landsbankans er orðin hjákátlegur í ljósi yfirlýsinga upp á hvern dag að gjaldeyrismálin eigi nú að vera komin í lag.

Held að við mundum ekkert finna fyrir því þó að Bretum væri gefið frí. A.m.k. að fyrirlægi yfirlýsing um að hingað kæmu þeir ekki ef að Breta héldu áfram að neita að láta okkur fá fjármagn sem við eigum í löglegum reikningum í Bretlandi.

Það var rétt hjá Össuri að þjóðarstolt okkar leyfi það ekki að Bretar komi hér ef öll samskipti okkar við þá eru í uppnámi. Geir segir að við höfum beðið Nató um þessa viðveru þeirra hér. Nú þá bara biðjum við þá um að fresta því um ókominn tíma.

Egill Helgason er með góða hugmynd:

Bresku þoturnar

Það væri nú svolítið sniðugt að kyrrsetja bresku þoturnar í Keflavík.

Við gætum svo skilað þeim aftur einhvern tíma á næsta ári.

Eða þegar breska stjórnin lætur af tuddaskap sínum.


mbl.is Höfum ekki sagt NATO að Bretar séu óvelkomnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stjórnarslit í uppsiglingu? Bíðum þar til Solla kemur heim frá NY...

Hugmyndin að kyrrsetningu herflugvélanna er hinsvegar ein sú besta sem ég hef heyrt lengi. Kannski er það einmitt herkænskubragð hjá Geir-laug að láta sem minnst uppi í von um að hinn konunglegi breski flugher muni ganga í gildruna... efast samt einhvernveginn um að hugmyndaflugið sé það viðamikið. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband