Leita í fréttum mbl.is

Ætli það sé nær lagi að bankarnir felltu sig sjálfir?

Bankar sem:

  • Skuldsetja sig svona rosalega
  • Bankar sem lána ótæpilega í verkefni sem aðrir eru tregir til
  • Bankar sem reyna að leysa úr lausafé vanda með því að fara út um allan heim að taka við innlánum. Í stað þess að selja eigur t.d. síðasta vetur
  • Bankar sem borga stjórnendum hærri laun og bónusa en þeir þurftu því að það var engin eftirsókn eftir þessum stjórnendum
  • Bankar sem að uppistöðu lánuðu eigendum og vinum í skuldsett fyrirtæki sem vart mátti blása á til að þau færu í greiðslu þrot.

Held að þeir geti ekki kennt seðlabönkum annarra landa um. Kannski Seðlabankanum hér en ekki öðrum.


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þýðir ekkert að vera með of miklar einfaldanir. Rætur vandans liggja í regluverki eftirlitsstofnana vestan hafs og austan, og í lágum vöxtum, lausung og lánaþenslu eftir áhyggjur og þrengingar eftir hrun tvíburaturnanna. Bent hefur verið á að ofvöxtur bankanna hér heima byggðist á þeim reglum sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu - og að allir þeir stjórnmálamenn, með Jón Baldvin í fararbroddi, sem samþykktu samninginn um evrópska efnahagssvæðið bera hér höfuðábyrgð. Stjórnendur einkavæddu bankanna fóru sér svo greinilega of geyst og voru seinir að bregðast við athugasemdum um fyrirkomulag sparnaðarreikninga í Bretlandi (hefðu átt að stofna dótturfélag þar í staðinn fyrir útibú). Það er líka rétt að forystumenn seðlabanka í Bretlandi, ECB og Bandaríkjanna, auk tiltekinna Norðurlandabanka - ekki allra - voru okkur fremur erfiðir. Það verður að líta á heildina - kerfið sem Jón Baldvin og fleiri skópu - ásamt því hvernig menn nýttu sér kerfið.

Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En áttu þessir bankamenn ekki að miða stærð sína við það baklandi sem þeir höfðu. Sem og að fara ekki þá leið að skuldsetja sig í botn til að lána mönnum sem stunduðu skuldsettar yfirtökur. Þeir máttu gera sér grein fyrir að það mátti ekki mikið út af bregða til að þeir kæmust í vandræði.

Bankar annarra landa höfðu strangari reglur þó þeir væru á EES svæðinu eins og við. T.d. á Spáni. Þar er bönkum af Seðalabanka Spánar bannað að fara út í vafasamar fjárfestingar. Og þeir standa nú sterkir miðað við aðra og kaupa upp hefðbundna innlánsstarfsemi banka t.d. í Bretlandi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.10.2008 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband