Leita í fréttum mbl.is

Ætli svona fréttir séu kannski undirbúningur að samningum um raforkuverð

Kannski er þetta bara allt eðlilegt en maður fer að velta fyrir sér ef að þessum nýju álverum verður sem allar líkur eru á, hvort að þessi krísa verður til þess að við gerum samninga um allt of lágt orkuverð til langs tíma. Nú eru þingmenn og aðrir búnir að lýsa því yfir að umhverfismat sé bara sparðatíningur og við getum fórnað öllu fyrir stóriðju. Þó að sumir bendi á að það mundi kosta okkur óhagstæðan vöruskiptajöfnuð nú, skuldaaukningu á röngum tíma. Þetta heyra menn náttúrulega erlendis og túlka þetta þannig að við séum á hnjánum og tilbúin að nærri gefa orkuna ef þeir halda áfram að byggja álver. Ekki góð samningsstaða sem við erum komin í vegna gaspurs í landsbyggðaþingmönnum okkar.
mbl.is Fylgjast náið með niðursveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er búið að semja um raforkuverð... og sennilega er Tómas svona pollrólegur yfir ! ! ! 37 ! ! ! prósenta lækkun, því verð á raforku lækkar ábyggilega um 70% í staðinn, eða álíka.

sem sé, allstaðar eru góðir menn á ferli, sem selja auðlindir okkar fyrir slikk, og okkur í skuldaánauð.

þetta sökkar

Gullvagninn (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 22:29

2 identicon

Það eru lausir kjarasamningar hjá flestum stóriðjum á næstunni...

Kristinn (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hagfræðingarnir Þorsteinn Siglaugsson og dr. Sigurður Jóhannesson Zoëga, hjá Hagfræðistofnun HÍ sá síðarnefndi, hafa báðir komist að þeirri niðurstöðu út frá forsendum og framlögðum gögnum Landsvirkjunar að þegar orkusamningar voru gerðir vegna Kárahnjúkavirkjunar þá var fyrirséð, þrátt fyrir hátt álverð á heimsmarkaði þá, að virkjunin myndi ekki standa undir sér. Ljóst var að almenningur yrði að borga brúsann vegna atvinnusköpunargæluverkefna framsóknarmanna í bland við þingmenn austurlands.

Nú þegar álverð hrapar þá er ljóst að við munum borga enn meir en áður með raforkunni til álveranna - gleðilegar fréttir fyrir heimilisbókhald íslendinga ekki satt ? Sendum Halldóri Ásgrímssyni þakkarbréf.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.10.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband