Leita í fréttum mbl.is

Ég er bara að velta fyrir mér!

Nú var ég að hlusta á Geir sem segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar enn varðandi IMF. Hann sagði að enn væri verið að skoða málið en ljóst væri að ekki yrði um neyðaraðstoð að ræða heldur samstarf og lán. En eins og venjulega er verið að skoða málið. Gerir Geir sér grein fyrir að menn segja að á meðan við erum að hugsamáli tapast á hverjum degi upphæðir sem svara til allra framlaga til Menntamála á ársgrundvelli. Auk þess sem að orðspor okkar hrapar áfram. Hversu lengi ætla menn að skoða þetta? Á þetta að vera eins og með ESB málið að þetta verður bara dregið og dregið.

Þetta segir manni að það er bullandi ágreiningur innan stjórnarinnar. Eins að sennilega eru sérfræðingar IMF að leggja áherslu á að við göngum í ESB

Geir undrast kjaftasögur sem eru komnar á kreik hér. Við hverju býst hann þegar að öll upplýsingagjöf er í rúst sem og að hann og aðrir virðast halda að þjóðinni komi þetta bara ekkert við. Það séu þeir sem leysi þetta og svo sættum við okkur bara við niðurstöðuna.


mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að reka Davíð Oddson úr Seðlabankanum og kjósa nýja ríkisstjórn STRAX! Geiri rekur ALDREI samflokks mann sinn úr Seðlabankanum.

Össur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:20

2 identicon

Liklega ætlar lafhrædd rikisstjórnin "baralim ann" eins og mingvasan hennar langömmu sem við guttarnir brutum i barnæsku.

The outlaw (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Thee

Að fá IMF hingað er eins og að láta barnaníðing gæta barna sinna.

Thee, 19.10.2008 kl. 19:08

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þú talar náttúrulega af reynslu. Þetta eru svona svipuð rök og notuð er gegn ESB aðild.

Sjóðurinn hefur verið endurskipulagður, við getum bæði lagt til okkar áætlun sem þeir fara yfir og við getum hafnað aðstoð frá þeim ef okkur lýst ekki á það sem okkur er boðið upp á.

Það eru að tapast hér tugi milljarðar á dag. Aðrar þjóðir vilja ekki aðstoða nema að fyrir liggi áætlun um hvernig við ætlum að snúa við blaði og borga af lánum og þær vilja að alþjóðagjaldeyrissjóðurinn koma hér að málum áður en þær íhuga að lána okkur gjaldeyri.

Við myndum örugglega gera eins í þeirra sporum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.10.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband