Leita í fréttum mbl.is

En hvað getum við gert?

Það er nokkuð ljóst að Seðlabankanum verður að umbylta. Hvort sem það verða þeir sjálfir stjórn og stjórar sem segja af sér að við setum um það lög.

En með ríkisstjórn er annað mál. Hverjir eru kostir okkar ef stjórninni yrði slitið:

  • Framsókn í stjórn: Halda menn að Guðni, Bjarni Harðar séu menn sem eru tilvaldir til að bjarga málum? Held varla. Skv. þessari grein Aliber eru vandamál okkar einmitt uppkomin í valdatíð xD og xB
  • Vg: Þeir eru á móti alþjóðlegu samstarfi í hvaða mynd sem er! Steingrímur eða Ögmundur til að leiða okkur í gegnum breytingarnar? Allavega ekki með sjálfstæðisflokki því þá mundu þeir reyna að hanga á krónunni utan ESB og kosta okkur frekar sveiflur niður á við næstu misseri.
  • Frjálslyndir: Halda menn að Grétar Mar eða Guðjón réðu betur við þetta ástand?

Það er sennilega þörf á kosningum fljótlega. Og endurnýjun þingmanna. Eins væri mögulegt að ráða teymi erlendra sérfræðinga til að annast um efnahagsmál fyrir okkur tímabundið. Þ.e. taka völdin að einhverju leyti af ráðherrum eða í samstarfi við þá.

En þessi grein Aliber og fyrri aðvaranir ættu kannski að kenna mönnum að hrokafull afstaða okkar til varnaðarorða erlendis frá er nú búin að valda því að við reyndum ekkert fyrr en allt of seint til að koma okkur út úr þessari stöðu.

 

Ágætt yfirlit yfir hvernig við höfum meðhöndlað viðvaranir erlendra sérfræðinga síðustu ár á Silfri Egils

Góð setning hjá honum Aliber þegar hann segir:

RÍKISSTJÓRN Íslands og seðlabanki eru engu hæfari sem stjórnendur nútíma hagkerfis en þau væru sem stjarnvísindamenn. Þau skildu ekki að uppsveifla íslenska hagkerfisins árin 2005 og 2006 byggðist á skuldasöfnun – lán voru tekin til þess að standa í skilum með önnur lán – og nú vita þau ekki hvernig unnt sé að ná jafnvægi aftur eftir að pappírsauðurinn er horfinn. Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi í símaskrá gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld.


mbl.is Stjórnvöld skilningslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband