Leita í fréttum mbl.is

Ísland aðhlátursefni víða um heiminn

Það er gott að einhverjir sjái um að létta mönnum lundina í heiminum. En mikið vildi ég að það væru ekki við. Við höfum ekki enn formlega fengið að vita hvort að ríkisstjórnin biður IMF aðstoð þó allir sjái að það er væntanlega búið þar sem að stafsmenn IMF hafa verið hér í hálfan mánuð. Það veit engin hvað á gera, hvaða framtíðarsýn er verið að móta og í raun ekki neitt. En svo leka allskonar sögur sem Geir ber til baka en reynast svo réttar.

Og nú eru Japanir ekkert inn í þessu!


mbl.is Japanar þekkja ekki til viðræðna IMF og Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

þú ert náttúrulega tilbúinn að láta 9000 milljarða skuldir bankanna falla á skattgreiðendur?

Fannar frá Rifi, 21.10.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það hefur engin krafist þess Fannar. Ekki búa til vandamálin fyrirfram. Það er verið að talu innlán og sérstaklega í IceSave. Hitt eru bara lána milli banka sem þar sem allir eru tapa. Ekki bara við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.10.2008 kl. 10:29

3 identicon

Rólegur... það var FT sem hélt þessu fram, ekki Íslendingar.  Afhverju ættum við að vera aðhlátursefni?  Ég veit ekki betur en að IMF hafi fulla hyggju að bjóða Íslendingum aðstoð.  Geir er bara ekki tilbúinn að skuldsetja komandi kynslóðir.

Frosti (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Í kvöldfréttum sagði Geir að það vantaði bara að plaggið bærist frá IMF, þeir ættu eftir að fá það samþykkt hjá stjórn sjóðsins, - muni ég orð hans rétt.

Gott hjá Frosta að koma þessu að, þetta um Japani eru getgátur FT, sem Geir bar til baka og sagði að væri aðeins það, það er að segja getgátur.

Það er ekki hægt að staðfesta hlutina á meðan þreifingar eru enn í gangi, þær hljóta alltaf að fara fram á bak við tjöldin eðli málsins samkvæmt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 10:50

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hann segir meira um okkar mál í erlendum fjörlmiðlum. Og ég hefði nú talið að maðurinn ætti fyrst og fremst að sjá til þess að við séum upplýst. Hér er fólk hrætt og óttast að það verði gríðarleg kaupmáttarskerðing og verðbólga. Þetta er staðreyndir og fólk þarf upplýsingar og leiðbeiningar strax um hvernig rétt sér fyrir fólk að undirbúa sig og lifa með þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.10.2008 kl. 14:19

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvað áttu við að hann segi meira í erlendum fjölmiðlum? Gætirðu bent mér á viðtöl eða tilvitnanir í hann í erlendum blöðum, hvar það er að finna? Mér þætti fróðlegt að sjá það.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 15:50

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hef undanfarnar vikur lesið ummæli höfð eftir honum í hinum ýmsu erlendum fjölmiðlum bæði breskum og Bandarískum þar sem hann skýrir málið mun ítarlega út. Kannski að það séu blaðamenn þar sem kunna að spyrja. Ég skal þegar tími vinnst til safna einhverjum tenglum saman. Síðast heyrði ég í fólki í Bretlandi sem horfði á þátt á Channel 4 þar sem hann skýrði stöðuna mjög vel.

En þú sættir þig semsagt við að við séum að taka 600 milljarða að láni sem þýrði afborganir upp á tugi milljarða á ári ásamt því að fall bankanna þýðir að þjóðartekjur hrapa. Og þú villt ekki fá að vita neitt fyrr en það er búið að skrifa undir. Þetta segja menn að þýði allt að 30 til 40% kaupmáttarrýrnun, hækkun skatta, hærri vexti og þú ert bara rólega þangað til að búið er að ganga frá þessu?

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.10.2008 kl. 16:02

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, kannki hefur honum fundist liggja meira við að skýra stöðuna ítarlega fyrir erlenda fréttamenn, í ljósi þess hve orðspor landsins hefur beðið mikinn hnekki (eða hnekk?) og látið þá frekar íslenska blaðamenn sitja á hakanum. Kannski hugsað sem svo að þeir hefðu sín ráð til að finna út hvað væri að gerast. Auðvitað er í mörg horn að líta hjá þessu fólki núna og ekki hægt að vera alls staðar á sama tíma. (Hann gæti náttúrlega samið við Örn Árna að mæta á blaðamannafundi fyrir sig? frekar en á samningafundi, held ég.)

Veistu, ég held að það sé ekkert annað í stöðunni úr því sem komið er, ekki að ég sé neitt ýkja sátt við það. Held við verðum að treysta ríkisstjórninni til að semja ekki af sér/okkur. Geir hefur sagt að ekki komi til greina að setja náttúruauðlindir að veði fyrir láni. Svo var ég að hlusta á Björgvin áfram þar sem hann útskýrir að það muni verða um lánalínur að ræða sem hægt verði að draga á, og þá vitaskuld aðeins greiddir vextir af þeim upphæðum, en ekki stórt lán í sjálfu sér.

Ég held að við eigum einskis annars úrkosta en að treysta ríkisstjórninni fyrir þessu, svo kemur í ljós hað gerist í næstu kosningum.Vegna þess hve mikið liggur á að greiða úr málum og að gjaldeyrisviðskipti komist í gang aftur, því á meðan liggja atvinnutækifæri okkar og viðskiptasambönd undir skemmdum og rýrna með hverjum einum degi sem líður.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 16:32

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

árram = áðan, átti þetta að vera.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 16:33

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En á endanum snýst þetta um þá sem hér búa. Við þurfum að taka á okkur allar þær þrengingar sem þessir gjörningar þeirra nú og fyrr hafa í för með sér. Og því held ég að það sé heilladrýgst að haga sér við svona aðstæður eins og við náttúruhamfarir. Þar er allt gert til að upplýsa fólk um hvað gerðist, hvernig brugðist var við og hvað á að gera næst. Allar höfuð upplýsingar kynntar um leið. Ég veit að sumt er ekki hægt að kynna á mínútunni og sum smáatriði er ekki hægt að segja frá en svona leyndarhjúpur kallar bara á kjaftasögur sem gerir fólk hræddara. Það er t.d. byrjað að tala um að hér verð launalækknair, skattahækkanir, hækkaðir vextir verulegur samdráttur og atvinnuleysi meðal opinberra starfsmanna og svo framvegis.

Held að alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé ekki neinni samkeppni þannig að hann mundi ekki hætta við þó að við værum upplýst. Það væri öðruvísi ef þetta væru margir aðilar sem væru að keppast um að aðstoða okkur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.10.2008 kl. 16:57

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Er ekki bara málið að fólkið í ríkisstjórninni veit þetta ekkert frekar en við hin, það er að segja hvernig allt verður?

Það kom fram í fréttum að það sem tefur samningsgerð um lánið að það þarf að vinna allar þjóðhagsspár upp á nýtt og mjög margir óvissuþættir þar inni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:33

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held að margt af þessu fólki (nema þeir sem stungu skýrslunum undir stól ) er í nákvæmlega jafn miklu sjokki og við hin. Og viti lítið meira um framtíðina.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband