Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn að endurskoða afstöðu sína til ESB?

Var enginn annar en ég sem hjó eftir að Geir tók ekki þvert fyrir ESB og evruna að þessu sinni. Hann sagði að þessa hluti þyrfti að skoða en það væri betra þegar við værum komin út úr þessu brýnu vandamálum. Held með góðu móti megi vona að þetta bendi til að menn séu að vinna að því að snúa við afstöðu flokksins smá saman. Geir viðurkenndi aðeins að hann og sjálfsstæðismenn bæru ábyrgð þessari stöðu en vildi þó kenna EES samning og bankakreppu í heiminum um mest.

Hann benti á sem rétt er að ef við höldum vel á málum þá gætu bankarnir orðið að verðmætum sem mætti síðar nota til að grynnka verulega á skuldum okkar.

Fínt mál að hann sagði að Bretar fengju ekki að kúga okkur og að upphæðir sem rætt hefur verið um að við ætlum að fá lánaðar eru ekki eins háar og þær tölur sem gegnið hafa um þjóðfélagið.

Honum á hinsvegar ekki eftir að líðast ef hann menn og stofnanir sem ekki hafa staðið sig í að fylgjast með fjármálakerfinu og leggja til reglur, ekki axla ábyrgð. Hann viðurkenndi að t.d. Landsbankinn hefði verið að nýta sér einhverjar holur í lögum og reglugerðum til að stofna IceSave.

Fínt viðtal hjá Sigmari og hann var passlega ágengur. Það er ekki við hann að sakast að við fegnum ekki öll þau svör sem leitað var að.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að LÍ hafi verið að spila leikinn á mörkunum og fundið einhverja smá holu á lögunum.

Það ábyrgðarleysi er ekki hægt að klína á Geira og co. Enda var Icesave stofnað fyrir stuttu og allur þessi fjöldi viðskiptavina óx einfaldlega svona svakalega hratt, að mér skilst (1-1,5 ár).

Nota bene, það er virkilega stuttur tími fyrir hið opinbera að átta sig á hlutunum, búa til nýjar reglur og koma þeim í gagnið.

Og hvað þá tryggingasjóð sem skv. einhverju viðtali fær sitt 1% einu sinni á ári, alltaf í mars...

KK (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já þetta var gott viðtal.

En takið eftir því hvernig almenningur talar í þessu landi, við tölum eins og sjálfstæðisflokkurinn ráði því hvort við göngum inn í ESB eða ekki. Þeir eiga ekki að hafa neitt með það að segja, þjóðin á að fá að ráða þessu. Ætli við séum ekki eina þjóðin sem fær ekki að kjósa um að hefja aðildarviðræður eða ekki. 

Jón Gunnar Bjarkan, 22.10.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband