Leita í fréttum mbl.is

Hvar er allur hagnaðurinn sem við eigum að fá af orkunni okkar?

Ég hef verið að velta fyrir mér að nú hafur Landsvirkjun selt raforku til stóriðju frá 1966. Maður hefði nú haldið að fyrirtæki sem síðustu ár hefur margfaldað orkusölu til stóriðju auk þess sem að orkuverð í heiminum hefur margfaldast, ætti því að skila okkur gríðarlegum arði eða safnað í ógurlega sjóði. En það er ekki beint hægt að sjá það nú.

Nú hefur verið bent á að skattar, orkusala og laun starfsmanna í Reyðaráli skili okkur nettó um 5 milljörðum. Maður sér ekki að Kárahnjúkar skili okkur eða LV nema rétt til að standa undir sér miðað við að þeir eru með 120 milljarða lán á bakinu eftir þetta. Og síðan bætast við lán vegna annarra virkjana en Búrfellsvirkjun sem tók um 40 ár að verða skuldlaus.

Miðað við hversu orkuverð er hátt í dag og vaxandi höfum við ekki efni á að binda í svona löngum samningum.

Fólk gleymir t.d. nú þegar það er að tala um útflutning á áli sem er vaxandi að því fylgir líka aukinn innflutningur á hráefni og rekstrarvörum. Ólíkt t.d. fiskveiðum sem kallar á hlutfallslega miklu minni innflutning á rekstravörum.

Þannig að okkar markmið hlýtur að vera að selja þessa orku til þeirra bjóða hæst og því væri nú þessvirði að skoða sæstreng til útlanda og fara nú að fá almennilegt verð fyrir þessa orku. 


mbl.is Mikið undir vegna erlendra lána LV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband