Leita í fréttum mbl.is

Var logið að Viðskiptaráðherra?

Miðað við þetta samtal Árna Matt og Darlings þá hafa Íslenskir ráðherrar og bankamenn átt fund með Bretum um málefni Landsbanka þar sem ekki var sagt rétt frá.  Og ástandið sagt mun betra en það var.  Og á Silfri Egils er birt færsla af síðu viðskiptaráðherra sem nú er farin þar sem að ljós kemur að hann mat stöðuna í ágúst miklu betri en hún reyndist vera. Var Björgvin illa upplýstur af Seðlabanka og fjármálaeftirlitinu. Og/eða var logið að þeim frá bankanaum.

Síðan í Kastljós kvöldsins var athyglisvert viðtal við Jón Daníelsson frá London school of economics. Hann sagði að skýr merki um banka í erfiðleikum með lausafé sé eins og hegðun Landsbanka og Glitnis var. Að fara um allt og bjóða háa vexti reyna að ná sem mestu inn.

Eins sagði hann að krónan hefði verið hér allt of há og 2006 hefði gefist kjörið tækifæri til að koma á raungengi þegar að krónan féll þá en það ekki nýtt. Margt fleira sem vert er að hlusta eftir hjá honum eins og hvað varða viðbrögð sem við ættum að sýna í Bretlandi. T.d. var þá sláandi að hann marg hafði samband hingað heim til fá upplýsingar vegna fullt af viðtala sem hann hefur verið beðinn um út í London við stóra fjölmiðla en hann gat ekki fengið neinar. Hér má sjá viðtalið.

Svo kannski spurning af hverju ríkið er ekki að nota mann sem hefur sérhæft sig í fjármálakreppum m.a.


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég spyr, hverju lofaði viðskipta ráðherra eiginlega? að selja bessastaði?

Fannar frá Rifi, 23.10.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Calvín

Við sitjum uppi með eintóm flón sem ráðherra. Ef enginn segir af sér eftir þetta þá er öllum orðið sama.

Calvín, 23.10.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú er komin yfirlýsing frá Björgvin um að hann kannast ekkert við að hafa tjáð sig um stöðu Landsbanka á þessum urædda fundi:

Innlent | mbl.is | 23.10.2008 | 22:49

Yfirlýsing viðskiptaráðherra

Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands sagði í samtali sínu við Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra að þegar hann hitti Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra í London í september hafi hann sagt um stöðu Landsbankans að ekkert væri að óttast. Björgvin hefur gefið út yfirlýsingu um þessi orð Darling.

Yfirlýsingin frá Björgvini hljómar svona í heild sinni:

„Vegna fundar sendinefndar Viðskiptaráðuneytis, Fjármálaráðuneytis og Fjármálaeftirlits með Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands 2. september síðastliðinn og frá var sagt í Kastljósi í kvöld er rétt að fram komi að efni fundarins var fyrst og fremst hvernig mætti breyta útibúi Landsbankans í Bretlandi í dótturfélag. Slík niðurstaða hefði losað íslenska tryggingasjóðinn undan hugsanlegum skuldbindingum við breska sparifjáreigendur. Viðskiptaráðherra hefur oft og ítrekað vísað til þessa í opinberri umræðu síðustu daga.

Íslensk og bresk stjórnvöld hafa um nokkurt skeið verið sammála um mikilvægi þessa og snerist fundurinn um hvernig ná mætti saman um þessa lausn, sem fjármálaeftirlit beggja landanna höfðu unnið að ásamt Landsbanka Íslands. Var það ferli vel á veg komið þegar bankinn fór í þrot.

Fram kom á fundinum að fjármálaeftirlit beggja landa hafa verið sammála um að færa þurfi innlán Landsbanka í Bretlandi til þarlends dótturfélag og þar með undir innistæðuvernd breskra laga. Lögð var áhersla á að framkvæma þyrfti slíka ráðstöfun á raunsæjan hátt. Stjórnvöld í báðum löndum þyrftu að vinna þétt saman að þessu. Íslensk stjórnvöld væru mjög áfram um að leggja sitt af mörkum til að finna ásættanlega lausn.

Viðskiptaráðherra hélt engu fram um stöðu Landsbankans að öðru leyti í samtali sínu við Allistair Darling.“

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.10.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

auðvitað gerir hann það. heldurðu að hann myndi vinna eitthvað gegn systurflokk ykkar?

Fannar frá Rifi, 24.10.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband