Leita í fréttum mbl.is

Evrópuflokkur?

Hef verið að velta fyrir mér eins staðan er í dag þar sem að stjórnir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins 450px-La2-euroeru elveg á móti þvi að sækja um aðild að ESB og að taka upp evru, hvort ekki sér grundvöllur til að stofna tímabundið flokk ESB sinna. Sem væri flokkur fyrir þá sem ekki treysta sér að ganga í Samfylkingu. Evrópuflokkurinn gæti þá verið grundvöllur til einhvers tíma fyrir Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn að ganga í og bjóða sig fram í næstu kosningum. Þarna gæfist stuðningsmönnum þessara flokka kostur á að kjósa um valkost sem endurspeglaði vilja kjósenda.

Síðan geri ég ráð fyrir að þessi flokkur mundi taka umtalsvert fylgi af framsókn og sjálfstæðisflokk og jafnvel yrði þá grundvöllur fyrir að Samfylkingin og Evrópuflokkurinn gætu náð til þess meirihluta að koma okkur í samningaviðræður við ESB

Eins er ég að velta fyrir mér hvort að þörf sé á að skapa hér umbótaflokk. Flokk sem hefur að markmið að skera hér upp stjórnkerfi okkar og skapa hér þjóðfélag sem ekki er svona gegnsýrt af einkavinavæðingu og hagsmunapoti.

 


mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa nú getað starfað saman í stjórnmálum. Sjálfstæðismenn vita að þeirra ýtrustu hægri hugmyndir eru gjaldfeldar og ekki nothæfar, sem og ýtrasta sveitamennska Framsóknar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.10.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Tori

ESB hentar ekki smáþjóð. Íslendingasagan hefur kennt okkur það að þrátt fyrir öll áföll hefur okkur liðið best sem sjálfstæð þjóð.

Tori, 25.10.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hef nú ekki bein séð það. Og þetta eru öfugmæli núna þegar við förum hamförum til þjóða hér erlendis til að biðja um aðstoð. Bendi á að Malta er af svipaðri stærð og við hvað varðar fólksfjölda. Ég heyrir ekki um að þeir séu að verða gjaldþrota. Og þeir gengu til samninga við ESB og gengu þar inn nú fyrir nokkrum árum.

Við erum hér með örmynt sem bæði með handafli og eins af markaði hefur reglulega verið notuð til að lækka laun almennings hér á landi með því að fella hana. Bendi t.d. á að í dag þarf 40 kr til að kaupa 1 danska krónu.

Við höfum m.a. í gegnum tíðina þurft ganga á hönd Noregs aftur, farið undir stjórn Dana og í mánuð vorum við í hönum Jörunds. Til að við höldum sjálfstæði okkar er nauðsynlegt að komast í samvinnu og samstarf við aðrar þjóðir og þá er ESB tilvalið. Þar yrðum við eitt af 28 sjálfstæðum ríkjum en nytum þess að ESB ríki standa saman og aðstoða bæði beint og í gegnum kerfi ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.10.2008 kl. 18:53

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég hef ekki heyrt neinn einasta hagfræðing halda öðru fram en að smáþjóðir hagnast mest af inngöngu inn í ESB.

Ég skil bara ekki afhverju við séum eina þjóðin í Evrópu sem fái ekki að kjósa um aðildarviðræður, okkur er hreinlega haldið í pólitískri gíslingu í þessu landi. 

Jón Gunnar Bjarkan, 25.10.2008 kl. 20:55

5 Smámynd: Tori

Hvernig er staðan á Írlandi og í Ungverjalandi? Hvortveggja ESB aðilar.

EES nægir okkur.

Tori, 26.10.2008 kl. 03:36

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var að lesa nú um dagin viðtal við Forsætisráðherra Írlands þar sem hann sagði að þeir gætu þakkað fyrir að vera í ESB því annars væru þeir í sömu aðstöðu og við.

Ungverjaland er ekki komið með evru. Ég er ekki að halda því fram að ESB sé lausn á öllu. En ég er alveg viss að með því að ganga þar inn þá eru kostirnir mun fleiri en gallarnir. Við mundum fá sterkan gjaldmiðil, lækkað matarverð, stuðning frá sterkum Seðalbanka. Og svo margt annað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.10.2008 kl. 07:58

7 Smámynd: Tori

Er seðlabanki ESB að styðja við enska pundið?

Tori, 26.10.2008 kl. 16:28

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bretar eru ekki mynsamstarfi ESB. Og kjósa að vera utan þess. Þeir eru jú eitt af stærstu hagkerfum heims og verja pundið sjálfir. EN ESB hefur heitið því að verja t.d. dönsku krónuna sem er beintengd við evru.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.10.2008 kl. 17:02

9 Smámynd: Tori

Danir voru að hækka vexti. Það verður gaman að fylgjast með hjálp ESB. Eru Danir í myntsamstarfi ESB?

Þó svo Bretar telji sig geta varið pundið sjálfir hefur það hríðfallið undanfarið. Er þá enginn ESB galdur þar?

Ekki misskilja mig.EES var að mestu gott fyrir viðskiptalífið, en ég er ekki jafn viss um næstu skref, þó ég væri fylgjandi EES samningnum.

Tori, 27.10.2008 kl. 00:23

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég veit ekki hvað þú heldur að ESB sé? Þetta eru 27 ríki sem hafa með sér samstarf og samræma ýmislegt.  Danir voru að hækka stýrivexti til að verja krónuna sem var að lækka.  Skil ekki hvað þú átt við með Bretana. Þeir eru ekki í myntsamstarfi og með evru að eigin ósk.  Það eru líka 12 aðrar þjóðir í Evrópu sem eru ekki með evru. T.d. Svíþjóð sem er með sænskar krónur sem eru þó tengdar við evru. Finnar eru með evru. Þetta er bara þeirra val.

Við erum aftur á móti með sér mynt í 300 þúsund manna þjóðfélagi. Þetta er minnst hagkerfi í heimi með sjálfstæða mynnt. Öll þjóðarframleiðsla okkar á ári er minni en velta sumra vogurnarsjóða. Því væri slíkum vogunarsjóðum í lófa lagið að leika sér eins og þeir vilja með krónuna og er talið að þeir hafi gert það. Krónu- og jöklabréf voru gefin út af einmitt svona sjóðum sem og bönkum og ríkjum í Evrópu til að græða á háum vöxtum hér. Svo mikið var gert af þessu að Seðlabanki hér gat ekki lækkað vexti hér því þá hefðu þessi bréf komið til innlausnar eitthvað um 3 til 500 milljarðar.

Nú er krónan svo lág og engin vill hana í augnablikinu og við erum að taka lán upp á 700 milljarða til að reyna að koma henni af stað aftur. Í Danmörku þarf nú að borga 40 íslenskar krónur fyrir eina Danska. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.10.2008 kl. 00:49

11 Smámynd: Tori

Eru Danir í myntsamstarfi við ESB? Er krónan þeirra fest við evru eða er það sem Danir eru að reyna að gera?

Tori, 27.10.2008 kl. 01:10

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Danir eru eru með sína krónu tengda við evru þannig að þeim ber að danska krónan fylgir evrunni. Þó eru vikmörk upp á +/- 2,5% Og nú þegar danska krónan hafði lækkað miðað við evru þá þurftu þeir að hækka vexti til að halda henni innan markana. Á meðan þjóðir með evru hafa lækkað vexti þá þurfti Danir að hækka þá. Og margir þeirra segja að full þörf sé á að skoða að taka bara upp evru.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.10.2008 kl. 01:31

13 Smámynd: Tori

Það verður spennandi að fylgjast með dönsku krónunni.

Tori, 27.10.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband