Leita í fréttum mbl.is

Velkomin í hópinn

Framsókarmenn í Norðausturkjördæmi þurfa nú að fara að koma vitinu fyrir formann sinn og þær hræður sem enn reyna að hamla gegn þessu þjóðþrifamáli.

ESB aðildarumsókn verður að fara að komast á dagskrá og það sem allra, allra fyrst

Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi telja að í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu skuli nú þegar hafinn undirbúningur, samningsmarkmið skilgreind og síðan farið í samningaviðræður um inngöngu í Evrópusambandið. Niðurstöður skulu lagðar í þjóðaratkvæði.


mbl.is Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Hjartanlega sammála þér.

Kreppa Alkadóttir., 26.10.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Tori

Hver eru samningamarkmiðin?

Tori, 27.10.2008 kl. 00:52

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Markmið okkar hljóta að vera:

  • Sérstakir styrkir fyrir landbúnaðinn í stað niðurgreiðslunar sem við erum með núna. Þetta er í gildi í Svíþjóð og Finnlandi. Og eru skilgreindir sem stuðningur við landbúnað á norðlægum stöðum.
  • Nú og við komum til með að leggja áherslu á að við höldum okkar fiskveiðum í kring um Ísland í ljósi þess að við ein höfum hér veiðireynslu.
  • Við verjum aðrar auðlindir okkar af fylstu hörku.
  • Við leggjum áherslu á að fá sem fyrst stuðning ESB og Evrópubankans til að ná sem fyrst markmiðum til að geta tekið upp evru. Og jafnvel að það gerist á sérstaklega skömmum tíma þar sem við búum við laskaðan gjaldmiðil í dag.
  • Þá leggjum við áherslur á ýmsar tryggingar fyrir að að Ísland fái sérstöðu sína sem lítið harðbýlt land fá ívilnanir sem tryggi að byggð haldist um allt land. 
  • Við viljum stuðning og sérákvæði sem hjálpa okkur við að vernda og viðhalda menningu okkar og sérkennum.
  • Við kæmum til með að sækja það stíft að við fáum til baka ekki minna en það sem við leggjum ESB til.
  • Ýmislegt hægt að setja þarna inn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.10.2008 kl. 01:42

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og svo ferðu að semja – og semja af þér! – gleymandi því einnig, að allar undanþágur frá meginstefnunni erfu einungis tímabundnar. Og vitandi að það er Evrópubandalagið sem stefnir að því markvisst að verða yfirríki með víðtækum valdheimildum, eigin her, forseta, stjórnarskrá, fána og sameiginlegum rétti til nýtingar allra auðlinda.

Að þú skulir voga þér að birta breytta mynd af Jóni Sigurðssyni með þessari stuttu og strákslegu færslu þinni! Hann unni réttindum þjóðar sinnar, vildi endurheimta þau frá Dönum, en ekki senda þau suður til Belgíu.

Þú kallar þá menn hæðnislega "hræður" sem berjast fyrir sjálfstæði okkar og fullveldi! Ekki svara vert, enda engin rökin. Meirihluti óbreyttra Framsóknarmanna hefur aldrei gefið í skyn, að hann vilji elta áttavillta Samfylkinguna í þessu máli. Svo vísa ég þér og þínum á grein mína Örugglega ekki samhljóða ályktun; endimarkið líkast til andstætt vilja meirihluta Framsóknarmanna – og á brag minn þar!

Með annars góðri kveðju, 

Jón Valur Jensson, 27.10.2008 kl. 04:51

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Valur sem betur fer fyrir Ísland er það ekki ég sem færi að semja. Heldur yrðu það okkar færustu menn. T.d. menn sem unnu góða hluti þegar við sömdum um EES.

En talandi um Jón Sigurðsson þá fékk ég þetta lánað einhverstaðar. Menn hafa nú leikið sér með myndir áður. Minni t.d. á hinar ýmsu myndir sem menn gera sér af Jesú. Þar sem að alskyns menn eru hengdir á kross mismunandi eftir kirkjum og eftir listamönnum.

Og en á ný spyr ég hvort að þú lítir á Danmörk sem ríki sem sé ekki fullvalda né sjálfstætt? Eða Svíþjóð, Finnland, Spán, Frakkland, Bretland, Portúgal, Þýskaland og svo mætti áfram telja.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.10.2008 kl. 08:42

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. Kannski má frekar túlka þessa mynd sem að Jón Sig sé þreyttur á íhaldsemi og afturhaldi. Við mundum tilheyra Danmörku ennþá ef að konungsinnar hefðu fengið að ráða á 19 og 20 öldinni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.10.2008 kl. 08:45

7 Smámynd: Tori

Hverjum dettur í hug að við ein fáum að sitja að öllu okkar? Efast um að það fengist nema yfir eitthvert aðlögunartímabil.

Hef áhyggjur að því sama og kemur fram hjá þér Magnús í samningamarkmiðum þínum. Fámennið hér gerir það að verkum að erfitt verður að verjast. Nú er mikið talað um útlendinga í störfum hér, sem hafa í raun bjargað mörgu, en hvernig yrði þetta sem fullgildur aðili í ESB?

Tori, 27.10.2008 kl. 10:56

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jónas Haraldz sagði þetta ágætlega. Hann sagði að hann vissi ekki betur en að allar þjóðir sem hafa sótt um að ganga í ESB hafi fengið samning við ESB sem þær gátu sætt sig við.

Minni að lokum á að það er svo þjóðrnar sjálfar sem ákveða að ganga inn. Samningur um inngöngu í ESB er ekki gildur nema með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.10.2008 kl. 11:12

9 Smámynd: Tori

Sammála því. Allt verður að vera upp á borðinu!

Tori, 27.10.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband