Leita í fréttum mbl.is

Áður en þú æsir þig!

Hélstu virkilega að erfiðleikanir framundan væru bara tilbúnir? Þessu yrði bara reddað með lánum frá IMF?Þegar talað var um erfiðleika hjá fólk Þá voru það einmitt svona hlutir sem þurfti að gera. Vonandi er þetta bara tímabundið. Það er allt til þess vinnandi að ná tökum á ásandinu nú. Og nú er unnið að því að koma krónugarminum í gang og þá verður að stoppa að gjaldeyrir streymi úr landi.

Við verðum að halda í þann litla gjaldeyri sem við höfum til þess að kaupa til landsins nauðþurftir. Og við erum ekki búin að fá nein lán ennþá. Held að nú á næstu dögum og vikum fari fólk fyrst að finna fyrir kreppuni.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Lilja Mósedóttir: "Hún sagði að vaxtahækkun sé algengt viðbragð IMF þó vitað sé að vaxtahækkun auki fjármálakreppuna. Hún bendir á að vaxtahækkun norskra stjórnvalda í kjölfar bankakreppunnar þar hafi leitt til aukinnar kreppu. Fleiri fyrirtæki hafi orðið gjaldþrota og fleiri hafi orðið atvinnulausir."

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 28.10.2008 kl. 09:45

2 Smámynd: Apamaðurinn

Heldur þú í alvöru að þetta verði til þess að styrkja gengið? Til að aðgerðir seðlabanka hafi áhrif þarf bankinn að hafa einhvern trúverðugleika. Það hefur íslenski seðlabankinn ekki, enda er lýðum ljóst fyrir löngu að aðalbankastjórinn er fífl. Eða, með öðrum orðum, myndir þú eitthvað frekar fjárfesta í Simbabvedollurum þótt seðlabankinn þar hækkaði vexti?

Apamaðurinn, 28.10.2008 kl. 09:46

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já ég er hjartanlega sammála því að það sem háir okkur er ótrúverðugur Seðlabanki. En það sem verður að gera nú er að hægja á því að menn og fyrirtæki séu að skipta út krónum fyrir gjaldeyri í stórum stíl. Og með svo háa vexti þá hvetur þetta menn til að geyma og koma með krónur í ávöxtun.

Vildi aftur á móti að nú þegar yrði skipaður nýr seðlabankastjóri og þá helst að erlendur sérfræðingur yrði fengin til að gegna því nú tímabundið. Og þá yrðir horft til þess að fá virtan fræðimann í stöðuna.

En maður spyr sig ef að þetta verður til þess að væntanleg lán okkar renna ekki beint til útlanda aftur í formi fjárfestinga eða fjármagnsflutnings eða uppgreiðslu á Jöklabréfum þá verður þetta til þess að hér verði ekki skortur á nauðsynjum eins og matvöru vegna þess að við værum búni með dýrmætan gjaldeyri.

Minni svo á að við værum ekki í þessari stöðu með gjaldeyri ef við værum með evru.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.10.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Johnny Bravo

Hvað veistu um stýrivexti?

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:08

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Johnny Bravo. Takk fyrir að segja þetta á mannamáli. Ég var að reyna að segja svipað en kom þessu ekki í orð. Er sammála þér!

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.10.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband