Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur er ekki í takt við raunveruleikann

Er nú að verða þreyttur á Steingrími. Það er alveg sama hvað er gert hann er á móti því án þess að benda okkur á nokkrar leiðir út úr vandanum. Nú segir hann náttúrulega

Það væri gaman að heyra í þeim sem mest fögnuðu aðkomu IMF því það þarf enginn að velkjast í vafa um hvaðan fyrirmælin koma," segir Steingrímur og áréttar að vissulega sé erfitt ástand í gengismálunum. „En þetta er samt alveg rosaleg aðgerð gagnvart öllum sem eru með innlendar skuldir. Þetta er því bara á kostnað heimilanna og minni fyrirtækja sem eru með íslensk lán og það er þá ofboðslega dýru verði keypt að fara þessa leið."

Steingrímur telur að það hefði verið miklu nærtækara að beita mun harðari takmörkunum í gjaldeyrisviðskiptum. „Ég held að það sé ekkert annað í stöðunni hvort sem er að beita takmörkunum á stærri fjármagnshreyfingar og ég veit nú ekki annað en að það standi til hvort sem er. Þetta finnst mér því mjög harkalegt," segir Steingrímur og bætir við: „Ég óttast að þetta sé bara forsmekkurinn af því sem koma skal þegar þessi kalda hönd leggst á stýrið."

Hvað er maðurinn að segja? Er ekki þegar nær algjört stopp á gjaldeyrisstreymi til og frá Íslandi. Hvað á hann við harðari takmarkanir? Veit hann ekki að hér liggja ennþá óinnleyst jöklabréf og fleira. Held að hann ætti að hætta að slá sig til riddara nú. Hann mundi bregðast eins við ef hann væri við völd.

Gylfi segir í þessari frétt:

Þá sagði hann aðstæður vera þannig nú að hækkun stýrivaxta virðist skynsamleg. „Verðbólga er allveruleg og við þær aðstæður getur verið varhugavert að hafa stýrivexti undir verðbólgustigi,” sagði hann. „Þetta virðist einnig rökrétt í ljósi þeirra erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir varðandi gjaldeyrisöflun. Við slíkar aðstæður eru aðgerðir sem fæla kaupendur frá krónunni það sem við þurfum síst á að halda."

En hinsvegar eru aðgerðir Seðlabanka að lækka vexti fyrir viku og hækka þá aftur núna merki um að þeir séu nú ekki alveg vissir um hvað þeir eru að gera. Þeir lækkuðu vexti vegna þrýstings áður en þeir vissu nákvæmlega hvernig staðan er hjá okkur. Bendi líka á yfirlýsingar þeirra síðust vikur um a nú séu gjaldeyrisviðskipti að komast í lag sem þeir hafa stunað aftur og aftur.

Og þetta skilar árangri strax:

Viðskipti voru á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði með íslensku krónuna að nýju í morgun eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 6 prósenta vaxtahækkun. Að sögn Reutersfréttastofunnar var gengið 240 krónur fyrir evru en opinbert gengi Seðlabankans er 152 krónur.

 


mbl.is Harkalega skipt um gír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sterlends

Samkvæmt fréttum síðustu daga þá leit út fyrir að ríkisstjórnin væri búin að tala við alla í heiminum til að fá lán. Öll Norðurlöndin, Rússland, USA og fleiri lönd en enginn vill lána okkur neitt. Svo í fréttum í dag kemur norski fjármálaráðherrann og segir að Norðurlöndin beri skylda til að hjálpa hvort öðru í neyðartilfellum, og neyðartilfelli sé klárlega á Íslandi um þessar mundir! Var eitthvað talað við td Norðmenn? Geir talaði um lán frá Rússlandi uppá fjóra milljarða evra. Peningur sem var bara í flugi á leiðinni til Íslands.......en það kannaðist enginn embættismaður í Rússlandi við neitt slíkt! Hvað er Geir búinn að tala oft um það að "gjaldeyrismálin lagist eftir helgi"? Það er örvænting og ölæði í gangi hjá Flokknum. Í skyndihjálp er talað um að halda ró sinni í neyðartilfellum...kannski er Steingrímur bara svarið eftir allt saman.

sterlends, 28.10.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú það var búið að tala við þá og Seðlabankastjóri þeirra sagði að auðvita mundu þeir taka jákvætt í það þegar við værum búin að láta IMF taka út efnahagsstöðu okkar. Það eru um 2 vikur síðan þeir sögðu frá þessu. Geir sagði strax í upphafi að það væri búið að fara um allt að reyna að fá lán. Og síðar kom í ljós að allir bentu okkur á IMF og síðan kæmu þeir inn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.10.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Seðlabankar vilja nefnilega fá greitt til baka og taka ekki óþarfa áhættur með peninga úr varastjóðum þeirra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.10.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband