Leita í fréttum mbl.is

Oboðslega eru menn uppörvandi þarna frá London

Þegar maður hlustaði svo á viðtal við Jón Daníelsson á rás 2 áðan þá var hann nú samt á því að þetta gæti nú virkað til að hækka gengið á krónunni. Hann talar um að þessir vextir muni leggja heimili og fyrirtæki í rúst. En kannski allir búnir að gleyma því að þetta eru nú þó aðeins um 2,5% hækkun frá því sem vextir voru hér í 3 mánuði á undan þ.e. 15,5%.

Mér finnst rangt af manni að fara svona hamförum í fjölmiðlum og halda því fram að heimili í massavís fari á hausinn sem og fyrirtæki. Það er óþarfi að valda meiri hræðslu en þarf.

Hann talar um lausnir eins og frystingu lána og innkomu ríkisins í þau. En það er einmitt komið í gang. Meira að segja verðtryggðu lánin eru í skoðun þó að afborganir hækki þar minna. Því þar hleðst verðbólgan við höfuðstólinn.

Hann er með hugmyndir um að prenta peninga í massa vís og dæla inn í kerfið. Hann talar um að við eigum ekki að hafa áhyggjur af verðbólgu. EN við höfum það. Við sem vorum komin til einhvers vits og ára þegar verðbólga var hér í hæstu hæðum munum það óöryggi og kjararýrnun sem fylgdi því.

Finnst líka furðulegt þegar að sérfræðingar eru að gera lítið úr sérhæfði starfsfólki IMF sem eru þó sérhæfðir til að koma inn í svona mál. Það væri t.d. gaman að vita um raunveruleg dæmi sem Jón hefur unnið að því að leysa sem líkjast okkar vanda. Ekki bara á papír.


mbl.is Hækkun stýrivaxta mun ekki virka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Og IMF hefur alltaf haft rétt fyrir sér í gegnum tíðina?

Sigurður Haukur Gíslason, 28.10.2008 kl. 18:25

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er djarft af Jóni Daníelsyni, að fullyrða að hækkun stýrivaxta muni ekki virka. Hann verður minntur á þessa fullyrðingu síðar. Hvar var þessi maður annars, fyrir fall bankanna ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2008 kl. 18:31

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei en þeir hafa reynslu af þessu. Sem og að þeir hafa fengið að fara í öll göng hér hjá okkur. Og Jón slær í og úr með hvort að þetta virki sbr. viðtal við hann í Síðdegisútvarpi rásar 2

Jón segir hugmyndina rétta um að hækkun vaxta styrki krónuna til skamms tíma. Það hafi hins vegar miklu alvarlegri afleiðingar fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu og óvíst að þetta takist. Jón segir það því heppilegra að halda vöxtunum lágum, auka peningaframboð og taka verðbólguskellinn til skamms tíma og grípa til aðgerða til hjálpar heimilum og fyrirtækjum í landinu.  www.ruv.is

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.10.2008 kl. 18:33

4 identicon

Það sem IMF hafa "reynslu" af er að skilja eftir sig sviðna jörð og kosta milljónir manna lífið í þriðja heiminum vegna ofurtrú á Keynes óháð ytri raunveruleika. Jón Daníelson veit einfaldlega sögu þessarar stofnunar og er að greina frá eðlilegum efasemdum um að þeir séu skyndilega orðnir einhverjir bjargvættir eftir allt sem þeir hafa borið ábyrgð á í gegnum tíðina.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvar dóu milljonir Gunnar!!!!!!!!!

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.10.2008 kl. 18:45

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Aldei þessu vant er ég sammála þér Magnús Helgi. Það er engin carry on trade (jöklabréf) í gangi á gjaldeyrismörkuðum í heiminum núna enda eru þeir sprungnir í loft upp með braki og brestum svo það er töluverð von til að þessir vextir munu bíta núna og stuðla að því að verðbólga lækki hratt og gengi komist fyrr í lag. En lækkun verðbólgu er forsenda alls bata.

Sumir stórir gjaldmiðlar hafa fallið/sveiflast um 50% á innan við 30 dögum.

Breytingar á innan við 30 síðustu daga

------------------------------

AUDJPY -49.87%

NZDJPY -40.06%

CADJPY -39.67%

GBPJPY -31.90%

AUDUSD -31.22%

EURJPY -30.17%

NZDUSD -22.53%

USDCAD+18.22%

CHFJPY -18.14%

GBPUSD -15.46%

USDJPY -14.18%

EURUSD -13.96%

Heimurinn er hreinlega allur í steik

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2008 kl. 19:06

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gaman að við náðum saman um eitthvað Gunnar R í Danmörku.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.10.2008 kl. 19:18

8 identicon

HRUN HRUN HRUN!!  Nú gerist það næst að fasteignaverð fellur ROSALEGA.  Allir sem kaupa fasteignir um þessar mundir eru BJÁNAR.  það kannski hljómar brjálæðislega en 60% lækkun er EKKI ósennileg, jafnvel 70-75%.  Markaðurinn er núna að fyllast af illseljanlegum ef ekki óseljanlegum kjallaraíbúðum sem fólk kemur til með að sitja uppi með og algjörlega án vonar um sölu á þeim.  Ástandið almennt er miklu miklu verra en fólk gerir sér grein fyrir.  MIKLU MIKLU VERRA!

Doddi í Skuldalandi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband