Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg áhersla hjá útgerðarmönnum

Þetta finnst mér merki um að í samtökum útgerðarmanna eru menn sem eru illa meðvitaðir um stöðu sína og landsins.

Halda menn að við séum í aðstöðu nú til að fá öll umhverfissamtök upp á móti okkur í viðbót við álitið sem við höfum nú ekki hjá alþjóðasamfélaginu. Menn verða nú að átta sig á að við græðum ekkert á því m.a. að eiga frystiskemmur fullar af hvalkjöti sem enginn vill kaupa.

Þessir menn eru bara ekki í lagi. 


mbl.is Vilja áframhaldandi hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Hvað er öðruvísi við að borða hrefnukjöt eða hreindýrakjöt?  Eða nautakjöt?  Eða annan mat sem er veiddur við landsteinana eins og ýsu?

Hrefnukjöt er eiginlega ófáanlegt eftir að veiðar eru hættar.  

Að sögn vísindamanna þá er óhætt að veiða 400 stykki og mér finnst að við eigum að athuga það.

Jón Á Grétarsson, 1.11.2008 kl. 01:21

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er ekkert að því að borða þetta kjöt. Ég er að hugsa um að við þolum ekki vel nú að fá á okkur nú mótmæli umhverfissamtaka ofan á allt annað.

Ja og svo persónulega finn ég næstum alltaf lýsisbragð af hvalkjöti þannig mér finnst það ekki gott. En sé ekkert að því að veiða þessi dýr eins og önnur á meðan það er gert á sjálfbærann hátt. En ég er á móti því að gera það þegar við stöndum höllum fæti gagnvart almenningáliti í heiminum. Það mundir geta komið niður á sölu á öðrum vörum og fiski. Nú erum við fræg fyrir að vera þjóð sem ætlar ekki að borga skuldir. Og ef svo bætist við að við séum þjóð sem slátrum "góðu" og "greindu" hvölunum þá væri það eitt rothöggið enn fyrir okkur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband