Leita í fréttum mbl.is

Lykilstarfsmenn skulduðu bankanum jafn mikið og Noregur er að lána okkur

Þetta sýnir svo um er villst að þeir sem stýrðu bankanum voru gjörsamlega búnir að missa alla glóru. Og ekki voru eigendurnir skárra. Held að Bakkavarar menn ættu nú snarlega að hætta afskiptum af sínum fyrirtækjum og reyna að finna einhverja sérfræðinga til að stjórna fyrir sig til að bjarga því sem bjargað verður. Að hafa ekki fylgst betur með hvað menn eru að gera í banka sem þeir eiga stóran hlut í bendir til þess að árangur þeirra í viðskiptum fram að þessu hafi verið heppni sem síðustu ár snérist í höndunum á þeim og þeir kunnu ekkert til verka.

Ef menn eru að reka fyrirtæki þá leyfa þeir starfsfólki ekki að blanda sínum fjármálum svona gríðarlega inni reksturinn. Því þá geta þeir ekki treyst að ákvarðanir starfsmanna séu með hag annarra eigenda í fyrirrúmi.

Um 80. milljarðar!!!!!!!!! Það er ljóst að það voru fjárglæframenn eða kannski fjárglæpamenn við stjórn. Og minnir á þá umræðu að það þurftir að borga þeim svo hátt kaup til að þeir yrðu ekki fengnir til starfa í erlendum fyrirtækjum. Það hlýtur þá að vera slegist um þá núna.

Þessir skuldsæknu starfsmenn eiga ekkert heima í ríkisbanka. Það er ekki hægt að treysta þeim. Þeim þótti þetta allt í lagi og af hverju ættum við að treysta þeim til að byggja upp heilbrigða banka.


mbl.is Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir. Fyrir nokkrum árum montuðu þeir Kaupþingsmenn sig á því að hagnaður bankans næmi 85 milljörðum. Arður af hlutabréfum var hins vegar í lágmarki.

Greinilegt er að bankakerfið hefur verið meira og minna eins og hver önnur svikamylla.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2008 kl. 17:25

2 identicon

Stefna Davíðs þegar hann tók við stjórnartaumunum var "að virkja eignagleðina" sem á mannamáli merkir að gefa græðginni lausan tauminn.

Þetta hefur tekist svo ekki verður um villst.

Hans verður fyrst og fremst minnst fyrir hvernig til tókst.

"Sjálfstæðismenn græða á daginn og grilla á kvöldin". (Prófessor !!! Hannes Hólmsteinn Gissurar. ) 

101 (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:30

3 identicon

.. og gleymum ekki meðreiðarsveinum hans í þessari vegferð, þeim Jón B. Hannibalssyni og Halldóri Ásgrímssyni og svo öllum hinum

 "Sjálfstæðismenn græða á daginn og grilla á kvöldin". (Prófessor !!! Hannes Hólmsteinn Gissurar. )

101 (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:34

4 identicon

Er ekki frekar langsótt að pota Jóni Baldvini inn á lista með þeim. Hann sem barðist fyrir allt öðruvísi stjórnarfari, en þessir 2 menn sem þú nefndir, hafa staðið fyrir.

  Ég skrifa þetta á mistök hjá þér!

Jóhannes (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:46

5 identicon

Þetta byrjaði allt í Viðeyjarstjórninni. Þar hófst undirbúningurinn.

101 (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:52

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst það nú langsótt að rekja þetta aftur til 1992. Held að rótin liggi þegar að Framsókn og Sjálfstæðismenn fóru í að einkavæða bankana. Í stað þess að láta erlendasérfræðinga sjá um hlutafélagavæðingu og síðar sölu fóru flokkarnir að skipta með sér þessum eignum og seldu þá síðan fyrir slikk til manna sem aldrei höfðu rekið banka áður. Bendi t.d. á línuritið sem Stefán Ólafs sýndi hjá Agli Helgasyni. Þar sást smá kippur í þjóðarkskuldum  þegar hluti bankana var seldur og þeir hlutafélagsvæddir. Síðan þegar þeir voru endanlega seldir fyrir 6 árum jukust skuldirnar í risa stökkum.

Ekkert var gert til að hemja þá og engar reglur um krosseignartengsl. Bindiskildu aflétt af Seðlabanka og kröfur um eigið fé nær engin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.11.2008 kl. 18:24

7 identicon

Ef ég man rétt þá kom regluverkið frá EES samningnum sem Jón B. kom á og barðist fyrir af mikilli elju að jaðraði við þráhyggju.

Minnist þess ekki að eftirmenn Jóns B. og sá flokkur sem hann er í hafi barist mikið gegn einkavæðinunni eða sett stein í göt hennar.  

Held jafnvel að þeir hafi greitt atkvæði sitt með en ekki á móti.

En það má vera að ég fari rangt með.  

101 (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 18:30

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var ekkert sem hamlaði því að settar væru frekari reglur eins og flest ríki hafa gert. Bendi líka á ummæli Geirs í dag. Það vantaði reglur og eftirlit.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.11.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband