Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar góðar hugmyndir hafa komið nú um helgina!

Af hverju er það ekki skoðað í alvöru hvort að kröfuhafar í gömlubankana fáist til að breyta kröfum í hlutabréf? Með því fengju þeir einhver verðmæti upp í lánin sín og við fengju erlenda banka hér að málum. Þetta eru m.a. sterkustu bankar Evrópu og USA. Það yrði þá þeirra hagur að efla bankana og ná til baka með því tapinu. Og við værum trygg fyrir að sama gengið kæmist ekki hér að völdum í fjármálalífinu aftur. Eða að eigendur Ice Save reikninga yrði boði slíkt hið sama og leyst úr deilum.

Það hefur komið fram að það sé raunhæft að taka einhliða upp evru. Það gæti kostað okkur minna en gjaldmiðilsbreytingin 1980. Sérfræðingurinn sem stóð að þessu fyrir Svartfjallaland segir að þetta sé möguleiki sem við gætum nýtt okkur og gert þetta á nokkrum vikum. Hann hvetur okkur til þess þar sem að krónunni verður ekki bjargað? Og síðar mundum við laga okkur að skilyrðum ESB áður en við gengjum þangað inn. Þetta mundi spara okkur lánið sem við erum að reyna að taka nú.

Eins hefur verið bent á að þetta lán sem við erum að taka nú gæti horfið á nokkrum vikum ef að eigendur jöklabréfa fara að innleysa þau.

 


mbl.is Segja að eignir hafi verið umfram skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband