Leita í fréttum mbl.is

Lífeyrissjóður sem lánaði Jóni Ásgeiri?

Var að lesa á http://eyjan.is/ordid/

13. nóvember, 2008 - Rita ummæli »

Fékk Jón Ásgeir lífeyrissjóðslán?

Orðið á götunni er að Landsbankinn hafi ekki þurft að lána Jóni Ásgeiri Jóhannessyni krónu svo að hann gæti látið Rauðsól sína kaupa fjölmiðlahluta 365 hf.

Hvernig fór hann að?

Fór hann kannski bara í eigin vasa? Eða á hann digra sjóði á leynireikningum í skattapardísum?

Orðið á götunni er að í þetta sinn hafi traustur lífeyrissjóður hlaupið undir bagga. Jón Ásgeir hafi getað framvísað skuldabréfi árituðu frá honum í bankanum og allt smollið saman.

Lífeyrissjóðirnir eru búnir að brenna miklum fjármunum vegna trúar á íslenska viðskiptamódelið. Nú eru margir þeirra orðnir þreyttir og vonsviknir. En ef þetta hefur við rök að styðjast eins og Litli Landsbankamaðurinn vildi meina hefur að minnsta kosti einn lífeyrissjóður ekki bilað í trúnni þrátt fyrir áföllin.

Kannski ætti Ágúst Ólafur að spjalla við forráðamenn lífeyrissjóðanna?


mbl.is Dregur ekki ósk sína til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband