Leita í fréttum mbl.is

Sjálfsagt að biðja um þetta Steingrímur - En hafðir þú einhverjar aðrar lausnir?

Ég er orðinn þreyttur á þessu ástandi. Hér er fólk í umvörpum að huga að því að flytja til annarra landa. Við erum illa upplýst og ekkert gert til að að hafa samráð um lausnir.

Hér koma svo menn og deila á þær lausnir sem eru komnar en hafa ekkert annað sem maður sér raunhæft að bjóða. Það er nokkuð ljóst að Vg hefur þá hugmyndafræði að vera á móti öllu og þá komi að því að lokum að þeir hafi rétt fyrir sér í einhverju. En það sem vantar er að þeir bjóði upp á aðrar lausnir sem eru raunhæfar eða framkvæmalegar. T.d. þegar að þeir bentu á að við skildum bara tala við Noreg og þeir mundu redda okkur. En skv. því sem við lesum eru Norðmenn sammála öðrum þjóðum að leiðin í gegnum IMF sé sú leið sem við þurfum að fara. Og í gegnum IMF komumst við ekki nema að semja við EB um IceSave. Og þá eru allir brjálaðir yfir þvi. Þeim finnst að við eigum að nota öll þau mistök sem við finnum í EES samningum til að neita að greiða. Og þá hefðum við eyðilagt framtíðarviðskipti við Bretland, Belgíu, Holland, Þýskaland, Lúxemborg og ESB. Veit ekki hvað þessir menn vilja að sé gert.

Hinsvegar finnst mér að hér hafi vantað að ríkisstjórn skipaði hóp okkar færustu manna til að vinna að lausnum og framtíðarsýn. Hóp sem mundi upplýsa okkur reglulega á mannamáli, koma sér saman um skynsamlegar lausnir og það væri síðan ríkisins að fara eftir. Helst fyndist mér að stjórnmálamenn hefðu sem minnst átt að koma að því nema framkvæmdinni. Þetta fólk er náttúrulega ekki með þekkingu eða menntun til að að leysa úr þessu.

Og síðan er furðulegt að persónugervingar þessarar kreppu hér eru bara enn við störf. Í bönkunum, í Seðlabanka, í fjármálaeftirliti og embættis og stjórnmálamenn.

Þó það sé sárt að beita sér gegn vinum sínum verða stjórnvöld að andskotast til að fara í það verk að hreinsa til.


mbl.is Steingrímur J. krefst upplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband