Leita í fréttum mbl.is

Hefur Steingrímur spáð í hvða IceSave peningarnir fóru í?

Ef við skoðum það að bankarnir hafa nú í á annað ár átt erfitt með að fá lán. Og að Landbanki kaus að hafa IceSave skráð hér, þá hafa peningarnir streymt frá Breskum innistæðueigendum hingað og m.a. fjármagnað byggingar hér, yfirdrætti og kreditlán. Þannig má segja að hluti þeirra sé hér í byggingum, bílum, og ýmsum framkvæmdum. Eins þá höfum við þá væntanlega ferðast fyrir þá og étið þá líka. Veit að þetta er kannski ekki stór hluti af þeim en samt þó nokkuð miðað við skuldastöðu heimila.

Síðan þegar við erum að tala um hvað lendir á okkur þessari litlu þjóð er kannski gott að hugsa til þess að þeir sem lögðu inn á IceSave voru hvað 300 þúsund í Bretlandi, 50 þúsund í Hollandi og eitthvað í Belgíu sem og Þýskalandi og Lúxemborg. Þannig má segja að við höfum verið að lifa og framkvæma fyrir eignir 500 þúsunda saklausra einstaklinga erlendis. Þetta eru fleiri en við erum.

Fyrst að við vorum ekki búin að koma þessu IceSave úr landi er kannski gott ef við losnum við að borga meira en 20.500 evrur fyrir hvern reikning. Getum ekki varið það held ég ef við borgum ekkert. Væri eins og við værum að stela þessum peningum. Því að þeir hafa að hluta til farið í lán og framkvæmdir hér. Sem og í endurfjármögnun lána bankans sem notuð voru til íbúðarlána fyrir fólk.


mbl.is Sakar ráðherra um óheilindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Menn þurfa nú ekki nema taka einn bíltúr niður í Borgartún til að sjá hvert allir þessir peningar hafa farið. Mörg hundruð milljóna króna atvinnuhúsnæði í fínasta ástandi rifinn upp frá grunni og glæsihýsi reist upp í staðinn milljarð. Síðan voru náttúrulega íslendingar að kaupa lúxusjeppa eins margra milljóna manna markaður, almenningssamgöngur hafa verið jaðarfyrirbæri hér á landi. Rándýrar eldhúsinnréttingar, 50 tommu LCD sjónvörp og allt þetta kjaftæði.

Nú eftir að búið er að féfletta mörg hundruðir þúsund Evrópubúa ætla svo menn að segja að við eigum ekki að borga neitt og heimtum meira segja lán frá ESB löndum og sjóðum en verðum brjáluð ef þau afhenda okkur ekki bara óútfylltan tékka. Geir Haarde talar um að ESB hafi núna sýnt okkur vígtennurnar. Maður hefur nú ekki einu sinni kynnst annarri eins heimtufrekju hjá 6 ára börnum.

Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband