Leita í fréttum mbl.is

Spurningar til þeirra sem vilja kosningar strax!

Ég er einn af þeim sem er óánægður með stjórn mála nú að undanförnu. Ég er ekki sáttur við hversu mjög þjóðin og jafnvel Alþingi hafa verið höfð lítið með í ráðum. Ég er á því að fljótlega eiga fara fram kosningar t.d. næsta vetur. En ég hef verið að velta fyrir mér hvað fólk sem er að boða stjórnina burt strax er að fara.

  • Hvað vill fólk fá í staðinn?
  • Nú þegar er einn nýr flokkur sem er að komast á koppinn. Og fyrir honum stendur Sturla Jónsson vörubílstjóri með fleirum. Eru það mennirnir sem fólk vill til að bjarga landinu út úr kreppunni
  • Er það framsókn sem það vill að komi hér að málum? En var framsókn ekki við völd hér frá 1994 þangað til í fyrra og kom að sölu banka og stjórn mála hér sem hefur haft þessar afleiðingar.
  • Er fólk að láta sig dreyma að prófkjör og val á fólki á lista flokka taki bara smá stund? Og verða það ekki flestir þeir sem voru í efstu sætum síðast? Þarf ekki að gefa nýju fólki tíma til að kynna sig og sinn málstað og vinna sér fylgi.
  • Hvaða bull er þetta í fólki með IMF lánið. Það er talað eins og það lán eigi að borga næstu áratugi. Veit fólk ekki að þetta fé á að reyna að nýta sem minnst og á að vera að fullu greitt 2015 til baka.?
  • Hvað á fólk við þegar það segir það undirlægjuhátt að semja um IceSave? Hverskonar hugsunarháttur er það að við ein þjóða ætlum að túlka EES reglur þannig að við þurfum ekkert að borga þeim sem lögðu fé inn í Íslenska banka. Hvað hefði þetta fólk sagt ef að ríkisstjórn hefði neitað líka að borga íslendingum sínar innistæður í bönkunum?
  • Finnst að fólk ætti áður en það boðar byltingu og moka fólki út að koma með raunhæfar tillögur um hvað það vill að taki þegar að búið er að bola stjórni frá. Það þarf nefnilega að stjórna landinu á meðan og tillögur um breytingar þurfa því að vera fullmótaðar.
  • Hér eru menn með hugmyndir um: Ekkert lán frá IMF. Ætla menn þá að taka á þessu eins og Finnar sem spöruðu með því að loka skólum og fólk gat ekki keypt mat. 20% atvinnuleysi á meðan við erum að spara fyrir skuldum?
  • Hér eru aðrir sem tala um að taka upp dollara! Hvernig ætla menn þá að greiða 400 til 500 milljarða sem liggja hér í krónubréfum. Kannski að taka dollarann upp á genginu 150 krónur. Sem mundi þýða alveg gríðarlega kaupmáttarrýrnun.
  • Hér eru aðrir sem tala um að taka upp norskar krónur. En norski seðlabankinn þvertekur fyrir það. Enda gæti þetta þýtt fall norskukrónunnar þar sem við erum svo skuldug.
  • Og svona væri hægt að halda áfram.

Væri ekki nær að fólk færi að koma með lausnir frekar að því hvað við eigum að gera í framtíðinni? Björk og Háskólinn í Reykjavík eru byrjuð og fullt af hugmyndum frá aðilum hér og erlendis.

Það þarf að taka til hér. Hér þarf að ráða þjónustu okkar m.a. Seðlabanka mann sem nýtur virðingar fyrir þekkingu sína á efnahagsmálum. Síðan þarf að styðja við allar hugmyndir sem skapa störf til lengdar. Og eins þarf að vinna að áætlun sem gerir Ísland að landi sem fólk vill og nýtur þess að búa í. Og getur óhrætt gert hér áætlanir án þess að allt hrynji í hausinn á þeim.

Minn draumur er að við stefnum hratt í átt að inngöngu í ESB og tökum upp evru.


mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þú hefur greinilega ekki mætt á þessa fundi eða fylgst sérlega vel með.

Krafna er að ríkisstjórnin segi af sér og þjóðstjórn taki við. Kosningar fari fram næsta vor.

Hvernig dettur fólki í hug að þjóðstjórn gæti verið verri en þessir kjánar sem hafa rústað okkar efnahagslífi. Villtu kanski þakka þeim fyrir með því rétta þeim 5.1 milljard USD og sjá hvaða meiri skaða þau geta valdið? Ég þykist sjá að þú ert ekki slíkur áhættufíkill og því hlýtur þú að styðja þessa kröfu

Sævar Finnbogason, 22.11.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Google- Bear ef þú kýst fólk á þing. Þá þarf væntanlega meirihluti þeirra að taka ákvarðanir. Og þá væri gaman að vita hvað stæði eftir af því sem kaust það inn fyrir.

Utanþingsstjórn stjórnar væntanlega í umboði Alþingis. Væri gaman að sjá hvernig hún kæmi málum í gegn. Og hverjir eiga að velja þá menn sem eiga að vera í stjórn.

Þjóðstjórn: Ekki hef ég séð að Vg og Sjálfstæðismenn hafi getað unnið saman á þingi. Hvernig væri það þá þegar þau yrðu saman í stjórn.

Sævar hvað átt þú við með að ég hafi fylgst illa með? Ég veit allt um þjóðstjórn. Hvað heldur þú að það hjálpaði að Frjálslyndir, Vg og Framsókn kæmu þarna inn?

Vg vill að við tölum við Noreg. Framsókn hefur stutt flest af þvi sem ríkisstjórnin hefur gert. Frjálslyndir vilja útlendinga burt og kvótann til okkar. Hvaða spekingar eru í þessum flokkum sem vantar í stjórnina núna?

Og ég var að horfa á þennan fund i beinni. Þar hélt ræðumaður því fram að það væru brot á stjórnarskrá að Björn Bjarna hefði deilt á einhverja blaðakonu fyrir að reyfa skoðanir sínar. Og þessi ræðumaður hélt því fram að þetta væri brot á stjórnarskrá. Þessi ræðumaður var lögfræðinemi. Ef hún heldur því fram að Björn hafi brotið tjáningarfrelsi stjórnarskrárnar þá er hún ekki vel að sér í lögum. Má Björn ekki tjá sig?

Og þjóðstjórn þarf alltaf meirihluta þingmanna á bakvið sig. Við vitum t.d. nú að meirihluti þingmanna vill t.d. sækja um aðild að ESB og hvernig ætti Vg að geta verið í þjóðstjórn sem sækir um aðild að ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: A.L.F

Þú afsakar en ég get ekki tekið undir með ESB þvælunni. Gott dæmi er Lettland, það er í ESB en þurfti samt lán frá IMF. ESB bjargar engu. Við erum ekki í samningstöðu núna, ESB mun því taka okkur inn undir hræðilegum skilmálum fyrir þjóð okkar.

Betra væri að fara að samningsborðinu með Norðmönnum og óska eftir að við verðum sambandsríki.

A.L.F, 22.11.2008 kl. 18:58

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú talar um að:"

  • Skítlétt að hætta að kjósa flokka og kjósa fólk í staðinn.  Þá ætti að vera auðvelt að raða eftir fylgi." Ef þú ert að meina að kjósa fólk persónukosningu inn á þing þá væntanlega skipar það sér þar í fylkingar sem virka eins og flokkar í dag. Ef þú ert að tala um að raða á lista í kosningum þá er það náttúrulega svipað og þegar fólk kýs í prófkjörum.
  • Ef þú ert að tala um að raða fólki í kosningum þ.e. merkja hverja fólk vill efst á lista og svo framvegis þá er ég fylgjandi þvi. Annars erum við ekki svo langt frá hvorum öðrum í raun. Nema að ég hef áhyggjur af því að kosningar þurfi að undirbúa. Auk þess sem að tími fer í kosningabaráttu. Því væri ég fylgjandi því að kosningar yrðu næsta haust.

    Nú í dag hugsa ég að ef t.d. Samfylking mundi rjúfa þingið þá mundi Sjálfstæðisflokkurinn fara í samstarf við annað hvort Vg eða Framsókn og Frjálslynda og þá værum við í sömu eða verri súpu.

    Ég teldi líka að með þessum tíma fengju menn t.d. tækifæri á að mynda nýja flokka sem biðu upp á raunhæfa valkosti. T.d . Umbótaflokkur: Sem biði upp á:

    • Baráttu fyrir áfnámi spillingar í stjórnkerfinu
    • Endurbótum á réttarkerfinu
    • Framtíðarsýn fyrir Þjóðina t.d. inngöngu í ESB
    • Jafnrétti og sanngirni í þjóðfélaginu.
    • Flokkur sem myndi berjast fyrir lýðræðislegum aðferðum eins og koma hér á reglulegum þjóðarakvæðagreiðslum um öll stærstu málin

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband