Leita í fréttum mbl.is

Hvað gengur visir.is og Stöð 2 til?

Forsætisembættið hefur um 8 manns í vinnu. Þeir á Stöð 2 persónugera kostnað embættisins þannig að þetta virðist allt vera kostnaður Ólafs sjálfs. Hvað er að þessum mönnum?

Hvað eig þeir eiginglega við með fyrirsögn eins og þessari:

Talar í símann fyrir 19 þúsund á dag - alla daga vikunnar

Og eins:

Gera má ráð fyrir að forsetinn hafi hringt mikið til útlanda á árinu en símreikningur er á sjöttu milljón króna. Teknar voru myndir af Ólafi fyrir 1,6 milljónir og tók embættið leigubíla fyrir 1,4. Það var ferðast á árinu, þó lítillega innanlands eða fyrir 400 þúsund en til útlanda fyrir 9,6 milljónir og þá ekki gist frítt en hótelkostnaður er fyrir rúmlega fimm milljónir.

Í yfirlýsingu frá embætti Forseta segir:

Gefið er í skyn að forsetinn sé einn ábyrgur fyrir símakostnaði á vegum embættisins en þar er um að ræða síma- og fjarskiptakostnað vegna starfsemi á forsetaskrifstofu og allra átta starfsmanna embættisins.

Síðan talar Stöð 2 og visir.is um að teknar hafi verið myndir af forsetanum fyrir 1,6 milljónir. Þetta er líka algjörlega út í hött þar sem inn í þessu eru myndatökur af öllum atburðum sem eru haldnir á Bessastöðum eins og segir í athugasemd frá embættinu:

Myndatökur á vegum embættisins eru einkum af trúnaðarbréfsafhendingum erlendra sendiherra og heimsóknum fulltrúa erlendra ríkja til Íslands.

Og síðar segir í athugsemdum:

Gefið er í skyn að veisluhöld fyrir erlenda þjóðhöfðingja eða handboltaliðið hafi kostað 9 milljónir króna. Tekið er á móti 6.000-8.000 gestum á ári hverju á Bessastöðum og er risnukostnaðurinn vegna heimsókna þessa mannfjölda.

Framsetning á kostnaði vegna ferðalaga innanlands og erlendis er einnig ýmist rangur eða villandi. Einnig er rangt að tala um að bensínkostnaður eigi við um bifreið forsetans, heldur er um að ræða kostnað vegna allra bifreiða embættisins, þar með taldar þjónustubifreiðar.

En það er athugsemd á visir.is frá ritstjórn sem kórónar málið:

Athugasemd frá ritstjóra:

Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 vill taka það fram að allar tölur sem fram koma í fréttinni eru réttar. Þær eiga við um embættið í heild sinni, en ekki forsetann persónulega.

Af hverju tala þeir í fréttinni þá eins og þetta sé kostnaður vegna Ólafs sjálfs. Eins og "Talar í símann fyrir 19 þúsund á dag - alla daga vikunnar" og "Teknar voru myndir af Ólafi fyrir 1,6 milljónir"

Það er ekki víst að traustið aukist á fréttastofu þeirra ef þeir fara að láta svona.

 


mbl.is Forsetaembættið mótmælir frétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Fréttastofa Stöðvar 2 hafði ekki gert svona mistök alla öldina þangað til Óskar Hrafn tók við.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 6.12.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það eina sem hægt er að lesa úr þessari frétt að mínu mati er einmitt það sem MMR könnunin sem birt var í dag segir. Stöð 2 er varla með 50% áreiðanleika samkvæmt rannsókninni og vísir með rétt um 30%.

Ég slökkti á sjónvarpinu eftir þessa frétt og beið eftir RÚV fréttunum.Var ekki sáttur

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 6.12.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ég las þetta inni á visi.is en ég double tékkaði hvort ég væri ekki inni á dv. is í staðinn.

Carl Jóhann Granz, 6.12.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband