Sunnudagur, 7. desember 2008
Þið afsakið ég er svo vitlaus
Hvað eiga menn við með þak á hækkun höfuðstóls? Eru menn að tala um % eða upphæð? Ef ég skulda 40 milljónir í húsinu mínu hvað eiga þeir þá við varðandi höfuðstólinn. Má hann hækka um ákveðið margar milljónir eða ákveðna prósentu? Ef það er krónutala: Er einhver sanngirni þá í því að sá sem er með lán upp á 15 milljónir geti lent í því að lánið hans hækki um kannski 3 milljónir en sá sem er með 40 milljónir hækki um sömu upphæð. Hvar á að setja mörkin?
Væri ekki nær að íbúðarlán verðtryggð yrðu bara fryst alveg í næstu 5 mánuði. Á meðan að málin yrðu skoðuð og hvernig þau þróast. Og tíminn notaður í vandaðar aðgerðir sem eru úthugsaðar?
En ég er sammála með hækkun vaxtabóta og nauðgunaruppboð. En síðan er alltaf spurning hvaðan peningarnir eiga að koma til að borga þetta?
Smá viðbót hér má sjá allar tillögur Vg í heild. Tek sérstaklega eftir þessum liðum
- Umtalsverðu viðbótarfjármagni verði strax veitt til sveitarfélaganna.
- Opinberum bönkum og lánastofnunum verði gert að styðja atvinnufyrirtæki gegnum yfirstandandi erfiðleika með skuldbreytingum, nauðsynlegri rekstrar- eða endurfjármögnun.
Og enn og aftur verð ég að spyrja hverjir eiga að borga þetta? Þetta kostar aukna skatta og getur verið að það sé óhjákvæmilegt en hverjir og hvað mikið þurfa að borga. Held að þessar tillögur séu upp á nokkur % hækkun skatta ef þetta lendir flatt á okkur öllum
Og svo kemur fram hjá þeim:
Samfélag: Tryggja þarf hækkun atvinnuleysisbóta, húsaleigubóta og vaxtabóta. Virkja þarf allar stofnanir samfélagsins til að taka þátt í endurreisn samfélagsins og styrkja þarf sérstaklega stöðu ungmenna og ungs fjölskyldufólks.
Efnahags- og ríkisfjármál: Dreifa þarf skattbyrðinni á réttlátari hátt og skera um leið niður ríkisútgjöld, m.a. með sparnaði í rekstri stofnana, með því að skera niður hernaðarútgjöld og utanríkisþjónustu og með því að lækka laun æðstu ráðamanna og fella úr gildi eftirlaunalög byggð á sérréttindum. Breikka þarf tekjustofna sveitarfélaganna til að efla sjálfstæði þeirra og sjálfsforræði. Ganga þarf út frá því að halli á ríkissjóði og sveitarfélögum sé óhjákvæmilegur á meðan á kreppunni stendur. Komast verður að niðurstöðu um framtíðargjaldmiðil Íslands.
Og aftur erum við að tala um milljarða tugi eða hundruð. Hvaðan eiga peningar að koma í þetta? Ekki svo gott að taka lán fyrir land sem hefur ekkert lánshæfismat. Veit að þeir vilja að við semjum ekki við Breta um IceSave og ekki taka lán hjá IMF, þannig að ég spyr hvar eigum við að ná í þessa peninga?
En Vg er farið að vinna heimavinnuna sína. Reyndar var maður að hlusta á Silfur Egils og Sprengisand í dag og hugmynd Vg um að taka upp aðra mynt en evru einhliða telja sérfræðingar út í hött. M.a vegna eigna útlendinga hér sem mundu tæma allan þann gjaldeyri sem við þyrftum að kaupa til að skipta út krónunni. Þannig að við hefðum þá ekkert upp á að hlaupa.
Við verðum að fara að senda alla flokka í baklandið sitt. Þar sem að þeir móta framtíðarsýn fyrir Ísland og leiðir að þeim. Við verðum síðan að fá að kjósa milli þeirra eftir því hvaða framtíðarsýn þeir boða og hvernig þeir ætla að vinna að henni.
Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Peningarnir til að borga þetta? Þeir eiga að sjálfsögðu að koma úr sama stað og þessar hækkanir. Þegar hækkanirnar eru búnar til úr engu þá á að sjálfsögðu að borga fyrir þær með peningum úr engu. Verðtrygging býr til peninga úr engu, sem er það sama og gerist þegar ríki fer að prenta seðla. Þetta hugtak hljómar bara svo saklaust að fólk samþykkir þetta. Á að berjast gegn verðbólgu en hefur þveröfug raunáhrif.
Anna (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 15:33
Verðtrygging eru náttúlega vextir ef það er ekki verðtrygging þá eru vextir náttúrulega um 20% eða meira þannig að ég kaupi það ekki. Ef að lán væru þá hér með segjum 20% vöxtum þá mundi 20. milljóna lán hækka um 4 milljónir á ári. Og afborganir væru rosalegar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2008 kl. 16:45
P.s. eina leiðin sem ég sé mögulega til að losna við verðtryggingu er að taka upp gjaldmiðil sem er stöðugur. Þá yrði verðtrygging aðeins valkostur ekki normið.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2008 kl. 16:46
Og E.s. ef að lánastofnanir sæju fram á afnám verðtryggingar þá mundu þær væntanlega ekki lána í íKr. Því þá væru þær að tapa fé í verðbólgu bálið.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2008 kl. 16:48
Ef verðtryggingin væri afnumin myndu lánastofnanir ekki lána fyrr en eftir verðbólguskotið. Krónan hefur alveg möguleika á að vera stöðug, efnahagsstjórn síðustu ára hefur bara ekki boðið upp á það. Og sökum verðtryggingarinnar þá tökum við ekki eftir þessari óstjórn því það sem við erum að borga fyrir óstjórnina dreifist á 40 ár í formi hækkaðs höfuðsstól. Það er búin að vera viðvarandi verðbólga undanfarin ár útaf þenslu í þjóðfélaginu. Stýrivextir höfðu engin áhrif því lántakendur urðu ekki varir við hækkanir á þeim því íbúðalán eru á föstum vöxtum og verðtryggð. Svo með því að halda verðtryggingunni ertu að takmarka áhrif stýrivaxta til að stýra verðlagi. Hvernig getum við annars haft áhrif á verðlag?
Víst yrði lánsfjármagn mjög dýrt meðan verðbólgan væri að ganga yfir, held að engin sé að neita því, en höfum við efni á að halda verðtryggingunni og missa fjölda fólks úr landi? Það er það sem gerist ef ekkert verður gert.
Anna (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 19:25
Ég ítreka að ég er á móti verðtryggingu. En ég er bara að reyna að sjá stöðuna eins og hún er. 80 til 90 alls íbúðarhúsnæðis er í dag með verðtryggð lán. Þau hverfa ekki þó að verðtryggingu sé aflétt nema að bankar verði skyldaðir til þess. En þá mundi væntanlega þurfa að taka upp háavexti í staðinn. Annars yrðu bankarnir fljótt gjaldþrota því þeir þurfa að borga af sínum lánum erlendis og við Seðlabankann. Og þá er okkur fátt til bjargar. Þó við eigum flesta bankana í dag þá verða þeir að vera réttu meginn við núllið annars verðum við að dæla í þá peningum sem aftur hækka skattana.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.12.2008 kl. 19:30
Eitt sem ég vil mótmæla varðandi vaxtatalið hjá þér: ef vextir eru 20% þá ertu að borga 4mkr á ári í vexti. Hinsvegar ef lánið hækkar sökum verðbólgu um 4 miljónir þá leggst það á höfuðstólinn og þú þarft að borga vexti af því. Þannig að það er verið að vaxta vextina þína. Hvar er sanngirnin í því? Ef við segjum svo að verðbólgan sé þetta slæm í tvö ár og það leggjast 8mkr á höfuðstólinn, lánið er bara 3 ára gamalt þegar óðaverðbólgan hættir en þá þarftu að borga vextina af þessum 8mkr í langan tíma. Því þá eru þeir að sjálfsögðu reiknaðir útfrá 28mkr láni eftir verðbólguna, ekki þessum 20mkr sem þú tókst að láni. Vextir af 8mkr í 37 ár er umtalsvert.
Ps. ég veit að núverandi lán verða að standa eins og þau eru, en hægt væri að koma til móts við þá lántakendur með því að ríkið taki á sig hluta af verðbólgunni sem nú geysar. Til að koma í veg fyrir að allir fari á hausinn. Sárt, satt er það, en hvað annað er til ráða?
Anna (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 19:34
ég sá mér ekki fært að sitja hjá þar sem ég tel mig hafa nokkra þekkingu á fjármálum. Væri fjármálastofnunum gert skylt að lána án verðtryggingar myndu vextirnir ekki einungis verða vextir á húsnæðislánum í dag plús vænt verðbólga. Þeir yrðu vextir á húsnæðislánum í dag + vænt verðbólga + álag vegna væntrar rýrnunar verðmætis höfuðstóls framtíðarinnar.
Svo ég taki þetta saman, nettó áhrifin yrðu þau að vextir á lánum yrðu það háir að þessir tveir valkostir, verðtryggt og óverðtryggt lán, yrðu jafngildir fyrir bankann. Ef ég væri að verðleggja slíkt lán myndi ég einnig leggja ofan á álag vegna óvissu um verðbólgu í framtíð og hafa endurskoðunar ákvæði vaxta á 5 ára fresti. Það er ekkert hægt að galdra burt kostnaðinn af verðbólgu með því að banna verðtryggingu.
blahh (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.