Leita í fréttum mbl.is

Er ekki kominn tími til að breyta um?

Nú hefur fólk verið að hittast í 9 vikur á fundum um allann bæ. Mesta orkan á þessum fundum hefur farið í að láta ráðamenn, fjárglæframenn og aðra heyra það. En er ekki spurning um að fara að snúa við blaðinu. 

Væri ekki sterkt nú að fara að koma með tillögur sem fólk getur komið sér saman um!? Tillögur sem að allt þetta reiða fólk getur sætt sig við? 

Tillögurnar þurfa að vera raunhæfar:

 

  • Þær geta því miður ekki innhaldið að skuldir verið feldar niður hjá fólki
  • Þær geta ekki falið í sér afnám verðtryggingar stax því þá verða bæði íbúðarlánsjóður og bankarnir fljót gjaldþrota. Því að þessar stofnanir þurfa jú að borga af lánum sem þær tóku til að lána fólki. 
  • Þær þurfa að vera manneskjulegar þannig að tryggt sé að almennigur fái þá aðstoð sem hægt er til þess að geta lifað sómasamlega miðað við aðstæður
  • Þær þurfa að taka til framtíðar efnahagslíf okkar og þar með hvað sé heppilegast að gera varðandi krónuna.
  • Þær þurfa að taka mið af því hvernig hér er hægt að skapa virkt lýðræði. Þjóðaratkvæð(nota netið m.a.i, borgaraþing og þessháttar. Landið eitt kjördæmi og forsætisráðherra kosinn sér t.d.
  • Þær þurfa að taka á hvaða lög og hvaða reglur þarf að setja til að koma í veg fyrir að hér verið allt atvinnu og fjárfestingasviðið gjörspillt, krosseigna, skuldum hlaðið og á fárra manna höndum. (Erlenda banka og fjárfesta)
  • Af hverju er vilji hagfræðinga til að tjá sig nú ekki nýttur til að mynda vinnu hóp þeirra sem ynni að því að koma sér saman um eina tillögu sem miðar að því að við náum okkur eins fljótt á strik eins og hægt er?
Síðan þegar fólk er orðið sammála um öll þau svið sem þarfnast endurnýjunar hér. Þá fer fólk í sína flokka vinnur þessu tillögum brautargengi þar. Eða ef það gegnur ekki þá stofnar það flokk sem er þá nú þegar komin með stefnumál og markmð.
Af hverju ekki að nota reiðina/orkuna til þess að byggja upp í stað þess að rífa niður. Ef við pössum að þeir sem hafa brotið lög og hagað sér óvarlega nái ekki undir sig eignum sem við viljum ekki að þeir fái, þá getum við dæmt þá seinna. 

 


mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Mikið rétt, en það er skrítin þessi meinloka að ekki sé hægt að fella niður skuldir hjá fólki. Málið er einfaldlega þannig vaxið að það er ljóst að töluverðar skuldir einstaklinga og fyrirtækja, verða ekki borgaðar. Þær skuldir enda að stórum hluta á herðum okkar allra. Við höfum aðeins val um það hvaða leið þær koma.

Þær geta komið í gegnum gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja, en það þýðir mikla erfiðleika við að koma okkur af stað á nýjan leik. Með framleiðslutækin lömuð og stóran hluta þjóðarinnar dæmdan í efnahagslega útlegð, óháð því hvort fólkið sem fyrir þessu verður, mannar sig uppí að flýja land eða ekki.

Hinn möguleikinn er að við beitum sértækum aðgerðum til að koma í veg fyrir þessi gjaldþrot. Í því sambandi mæli ég með þessu viðtali við George Soros
http://www.pbs.org/moyers/journal/10102008/watch.html

Annars finnst mér líka rétt að þjóðfélagið velti aðeins fyrir sér ábyrgð þeirra sem lána fé. Það eru skrítin viðskipti þar sem öll ábyrgðin er öðru megin. Fólkið sem tók lánin var ekki að gera neitt annað en það sem ætlast var til að fólk í þeirra stöðu og á þeirra aldri gerði.

Friðrik Aspelund (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband