Leita í fréttum mbl.is

Svona af því að ég veit að andstæðingar ESB aðildar taka viljandi ekki eftir þessu!

Þá vill ég benda sérstaklega á þetta sem Olli Rehn segir:

Rehn kvaðst finna til með Íslendingum í þeirri kreppu sem þjóðin glímdi nú við. „Ég finn persónulega fyrir þessu,“ sagði Rehn, en á tímum efnahagskreppu í Finnlandi á tíunda áratugnum hefði hann unnið sem ráðgjafi hjá finnskum stjórnvöldum. „Ég fæ enn martraðir þegar ég hugsa til þessa tíma. Ég myndi ekki vilja að landið mitt gengið í gegnum slíkt aftur,“ sagði Rehn.

Lausn Finna á þessum tíma hafi verið að sækja um aðild að ESB. „Ég sé ekki eftir því. Við gátum nýtt ESB-aðildina til þess að koma á stöðugleika í efnahagsmálum,“ sagði Rehn.

Og svona til gamans er vert að benda á hvað umræðan breytist. Var að skoða blogg Heimssýnar sem eru andstæðingar aðildar að ESB þar segir Ragnar Arnalds í apríl. [hann er jú í stjórn Seðlabanaks] 26. apríl:

Skoðanakannanir um ESB-aðild sveiflast upp og niður og í þetta sinn hafði gengisfall krónunnar mikil áhrif. Alþjóðlegir markaðir verðfelldu krónuna vegna vandræða stóru íslensku bankanna sem erlendir keppinautar gerðu að skotmarki og stimpluðu sem risa á brauðfótum vegna þess hve mjög þeir hafa þanist út á fáum árum.

En bankarnir rétta brátt úr kútnum og gengi krónunnar nær aftur jafnvægi. Þótt of lágt gengi valdi erfiðleikum er alltof hátt gengi hálfu verra; það veldur stöðnun og atvinnuleysi þegar til lengri tíma er litið. Við getum hrósað happi meðan efnahagslífið er ekki gikkfast í ofurháu gengi evrunnar sem einmitt nú er stóra vandamálið á evrusvæðinu.

En núna í október talar Ragnar um að það sé nær vonlaust að Ísland verði nokkurn tíma með lága vexti og lága verðbólgu og getum því aldrei tekið upp evru þar sem við gætum ekki uppfyllt skilyrðin nema veð stórfeldu atvinnuleysi. Hvað eru menn sem hafa verið í stjórn Seðlabanka í 11 ár og með öðrum skapað þetta ástand sem er í dag að tjá sig um efnahagsmál.. Hvaða framtíðarsýn er þetta hjá Heimssýn? Dreymir þessum mönnum um að við Íslendingar verðum til framtíðar þrælar vaxta og verðbólgu?

Ef við settum vextina niður á þann botn sem dýpstur er í ESB, eins og eitt skilyrðið kveður á um, þá ryki verðbólgan snarlega langt upp fyrir verðbólgumörkin sem okkur yrðu sett. Af þessari ástæðu yrði feikilega erfitt fyrir Íslendinga að uppfylla bæði þessi skilyrði samtímis. Líklega væri eina ráðið til að svo geti orðið að skapa hér svipað ástand í atvinnumálum og lengi hefur ríkt innan ESB, þ.e. stórfellt atvinnuleysi í langan tíma.

Er Ragnar að halda því fram að háir vextir hafi virkað á verðbólgu hér?


mbl.is Ísland gæti keppt um að verða 28. ríki ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er margt óhagstætt við inngöngu í ESB.  En fyrst þú nefnir seðlabankann sem sökudólg.  Þá langar mig að telja aðeins upp fyrir þig hvað hann hefur gerst sekur um.

Seðlabankinn og síðasta ríkisstjórn, sköpuðu frábært umhverfi þar sem við íslendingar höfðum aðgang að hagstæðu lánsfé.   ( mér þykir það nú bara nokkuð vel af sér vikið )

Það erum síðan við íslenska þjóðin, og svokallaðir auðmenn sem okkar ástkæri forseti hyllir svo í gríð og erg.  Sem gjörsamlega knésettu íslensku þjóðina.

Eigum við ekki bara líka að fara að kenna ríkisstjórnini um það að alltof margar stelpur verða óléttar of ungar ?  Er það ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að hver einasti þegn noti getnaðarvarnir ?

Það er orðið alveg fáránlegt hvað fólk er fljótt að kenna ríkisstjórnini um allt og getur ekki litið í eigin barm.

Vissulega á ríkisstjórnin sinn þátt í þessu öllu saman en hann er engu stærri en minn og þinn hlutur.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

studdir þú ekki aðkomu IMF og IMF lánið? seðlabankinn var að lækka vexti og svo kemur þú ESB sinnanir og biðja um háavexti vegna krafna IMF.

ég myndi biðja þig um að ákveða þig en þú ert í samfylkingunni og þar ákveðamenn ekki neitt og eru ekki sammála sjálfum sér um eitt né neitt. 

Fannar frá Rifi, 10.12.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

ESB heldur, að nú sé bara eftir að draga þorskinn Ísland á land, en það skal ekki verða. Menn ættu að kynna sér hvernig Liðhlaupanum frá Arkansas - Bill Lewinski Carter, með hjálp IMF tókst að flæma frá völdum Suhartu forseta Indónesíu. Ekki það að ég hafi haft dálæti á Suharto, en er ekki handbragðið hið sama, sem við þekkjum frá Gordon Bulldog Brown og ESB ?

Undan ESB-skrímslu getum við komist, með Myntráði og gjaldmiðili sem studdur er við US Dollar. Hér má lesa um útfærsluna: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.12.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úr skýrslu sem Neytendasamtökinn létu vinna fyrir sig:

Helstu niðurstöður eru:
· Með aðild að ESB yrði Ísland um leið aðili að tollabandalagi ESB. Því myndu þeir tollar sem enn eru milli Íslands og ESB landanna falla niður og munar þar mestu um landbúnaðarvörur. Þetta myndi skila sér í lægra verði á þessum vörum. Tollar gagnvart ríkjum utan ESB gætu í sumum tilvikum hækkað.

· Með aðild að tollabandalaginu myndu netviðskipti við fyrirtæki innan ESB verða ódýrari og einfaldari. Slíkt myndi auka samkeppni gagnvart ýmsum innlendum fyrirtækjum.

· Ljóst er að samhliða aðild þyrfti að endurskipuleggja íslenskan landbúnað á sama hátt og Svíar og Finnar gerðu áður en þessi lönd gengu í ESB. Draga þyrfti úr stuðningi við íslenskan landbúnað en nú er sá stuðningur með því hæsta sem gerist. Það er hins vegar ljóst að við eigum góða möguleika að ná samningum varðandi stuðning við innlendan landbúnað miðað við þá samninga sem Finnar náðu fram, þar sem allt Ísland fellur undir skilgreiningu um landbúnað á harðbýlu svæði eða heimsskautalandbúnað. Vegna þessa eru möguleikar á að fá meiri styrki til íslensks landbúnaðar frá ESB en lönd sunnar í álfunni fá. Einnig er mögulegt að íslensk stjórnvöld fengju heimild til að styrkja landbúnað sinn meira en gildir um önnur lönd innan ESB.

· Talið er að matvælaverð geti lækkað um allt að 25% með inngöngu Íslands í ESB.

· Með aðild að myntbandalagi ESB má gera ráð fyrir að vextir á íbúðarlánum myndu lækka töluvert. Erfitt er hins vegar að segja til um hve mikil sú lækkun yrði. Minnt er á að hvert prósentustig hefur mikla þýðingu fyrir heimilin.

· Með aðild að ESB og myntbandalaginu myndi viðskiptakostnaður lækka og ætti slíkt að leiða til lægra vöruverðs.

· Ætla má að með aðild myndu viðskipti og fjárfestingar erlendra aðila aukast hér á landi og þar með yrði samkeppnin meiri.

· Með aðild að ESB myndu Íslendingar geta sótt í ýmsa sjóði sem ekki er mögulegt í dag. Þar má nefna styrki til landbúnaðar og til byggðamála. Einnig yrði samstarf við lönd ESB öflugra á ýmsum sviðum eins og í mennta- og menningarmálum, rannsóknum og félagsmálum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2008 kl. 12:07

5 identicon

Magnús, þessir tollar sem þú ert að tala um eru settir af íslenska ríkinu.  Við getum fellt þá niður án inngöngu í ESB.

Eins og þú segir líka þá myndu erlend fyrirtæki herja mikið á íslenskann markað.   Það hefur í för með sér að við munum auka innflutning.   Íslensk fyrirtæki verða lélegri og útflutningur minnkar.   Hvaða afleiðingar hefur það í för með sér ?

Mín skoðun er sú að við þurfum að efla landbúnað á íslandi,  auka framleiðslu á kjöti.  Það mikið að við getum haft verðið á kjöti mjög lágt á Íslandi, flutt kjötið út og grætt stóra peninga þar.

Ísland þarf að vera orðið sterkt útflutningsríki þegar og ef við sækjum um aðild að ESB. 

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:13

6 Smámynd: Ragnar Arnalds

Þetta er skrýtinn pistill hjá þér, Magnús! Ég er ekki í stjórn Seðlabankans og hef aldrei verið. Sú fullyrðing er aðeins þessi venjulega fölsunarárátta áköfustu ESB-sinna því að auðvitað veistu betur. Ég er fulltrúi stjórnarandstöðunnar í bankaráðinu og lögum samkvæmt fer bankaráðið ekki með stjórn bankans heldur þriggja manna bankastjórn. Bankaráðið tekur ekki ákvarðanir um stýrivexti eða gengi.

Ég get ég ekki séð að ég þurfi að taka neitt aftur af því sem ég sagði í þessari tilvitnuðu grein. Reyndust ekki bankarnir risar á brauðfótum? Að þeir kæmust allir í þrot í sömu vikunni gat auðvitað enginn séð fyrir. En er ekki bankakerfið að rétta úr kútnum á nýjum grundvelli og er ekki gengi krónunnar aftur á uppleið?

Ég færði rök að því að Íslendingar myndu ekki geta uppfyllt skilyrði til upptöku evru með samþykki stofnana ESB um langa framtíð. Við höfum sennilega aldrei uppfyllt öll skilyrðin samtímis og uppfyllum ekkert þeirra eftir hrun bankanna og himinháar skuldir ríkissjóðs sem því fylgja. Þeir sem hvetja til ESB-aðildar með þeim rökum að við getum tekið upp evru eru því að veifa tálbeitu framan í landsmenn.

Þeirri spurningu hvort háir stýrivextir hafi hamlað gegn verðbólgu er auðsvarað. Að sjálfsögðu gerðu þeir það. Að halda öðru fram er barnaskapur. En þeir dugðu ekki til. Þeir urðu líka til þess að halda genginu full háu sem með öðru hélt aftur af verðbólgunni um skeið og þegar sú stífla brast kom uppsafnað verðbólguskot yfir okkur.

Bankahrunið felldi síðan krónuna. Vonandi mun verðbólga og vextir lækka mjög á komandi ári. En ég hef enga trú á að hér verði vaxta- og verðbólgustig á við það lægsta sem þekkist í ESB eins og gerð er krafa um við upptöku evru. Ef við viljum skipta um gjaldeyri verður því að velja aðra mynt.

Ragnar Arnalds 

Ragnar Arnalds, 10.12.2008 kl. 12:20

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þessi tilvitnun mín er í skýrslu Neytendasamtakana. En í dag erum við mjög öflugt útflutningsland miðað við höfðatölu. Finnar og Svíar sömdu um sér stuðning við Landbúnað sem byggir á styrkjum fyrir bændur á norðlægum slóðum. Þetta er allt sem hægt er að skoða í samningaviðræðum. Ef niðurstaðan yrði óásættanleg þá nær þetta ekki lengra.

En af hverju að bíða? Eigum við að taka áhættu á að innan einhverja ára lendum við aftur í svona ástandi með óbreytt ástand og varnir. Eða eigum við núna að fara að huga alvarlega að því að tryggja okkur stöðugleika.

  • Hef lesið að Svíar telja að staða þeirra sé betri í þessari kreppu vegna þess að þeir eru í ESB. Þeir eru jú með gríðarlegan útflutning.
  • Finnar sömuleiðis
  • Írski Forsætisráðherra þakkað Guði fyrir að þeir væri í ESB en ekki í sömu aðstöðu í Ísland.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2008 kl. 12:21

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ragnar ég kannski svara þessu seinna betur.

Hér hefur verðbólga nær óslitið verið hærri en í öllum nágranalöndum okkar, gengi krónunar hefur sveiflast upp og niður um tugi prósenta og var m.a fallið um tugi prósenta í vor. Og á öðrum tímum hefur verið haldið upp fölsku gengi hér á krónunni sem átti enga innistæðu eða stoð í raunveruleikanum. Þessi gjaldmiðill og stjórn hans hefur dregið að sér lánsfé og drekkt þjóðinni og fyrirtækjum í skuldum vegna fjárfestinga og framkvæmda sem við í raun áttum ekki fyrir.

Flestir á því að króna gangi aldrei hér sem sér gjaldmiðill ef við ætlum að halda sömu lífsgæðum. 

Hagfræðingar halda því fram að gjöf okka á auðlyndum eins og fiski sé upphafið af þessu framkvæmdarfylleríi. Nokkur hundruð menn sem hirða allan arð af henni og neyta að borga nokkuð fyrir. Allir á móti ráðleggingu Hafrannsóknar og LÍÚ beytir þrýsingi til að stjórna úthlutuðum kvóta. Sé ekki af hverj að það að bera ákvörðun okkar undir samþykki ESB ætti að skipta miklu máli? Gæti verið sterkara þegar þarf að taka erfiðar ákvarðanir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.12.2008 kl. 12:34

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Menn ættu aðeins að staldra við og hugsa málið. Að minnsta kosti 100 lönd eru í nákvæmlega sömu stöðu og við, hvað varðar vanda af vanþróuðu hagkerfi, sem ekki ræður við sveiflur á gengi gjaldmiðilsins. Vanþróað hagkerfi merkir, að þessi þjóðfélög fá yfir sig holskeflu af verðbólgu, ef gjaldmiðillinn lækkar.

Til samanburðar getum við litið til Dollara-svæðisins, sem ekki haggast þótt Evran hreyfist, sem er þó nærst-stærsta myntsvæðið. Þessu má líkja við olíu-tunnu (Ísland) og olíu-skip (Dollara-svæðið), á úfnu úthafi. Blasir ekki við, að þessum vanþróuðu hagkerfum er nauðsyn að binda gjaldmiðil sinn við olíu-skipið og það tryggilega?

Eini kostur okkar Íslendinga er að tengja gjaldmiðil okkar við Dollar, með beinni upptöku hans, eða á þann frábæra hátt sem Myntráð leyfir.

Dollar Strax !

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.12.2008 kl. 12:59

10 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ósköp leiðist mér hvað margt fólk gefur sér það fyrirfram að ekki náist sanngjarn aðildarsamningur við ESB. Ef Ísland þyrfti að afsala sér einhverjum fiskveiðiheimildum í framtíðinni (sem er ekki fullreynt), hvað fengist þá í staðinn? Það er eins og fólk vilji ekki hugleiða það. Það væri hægt að útbúa langan óskalista sem kæmi á móti því sem við legðum til. Svo snýst ESB líka um samtryggingu og frið í álfunni sem er vissulega hagur okkar eins og allra hinna.

Ég hætti að styðja VG fyrir nokkrum árum eftir að hafa mætt á umræðufund á þeirra vegum þar sem Ragnar Arnalds hraunaði yfir söfnuðinn og hleypti engum öðrum skoðunum að en sínum eigin. Ég spurði hann þar hvort hann gæti ekki séð einhverja ljósa punkta við hugsanlega aðild Íslands að ESB og svaraði hann því til að það væru engir ljósir punktar!

Íslendingar eru upp til hópa svo illa haldnir af mikilmennskubrjálæði að þeir trúa því enn að þeir séu öðrum þjóðum fremri á flestum sviðum. Af hverju í ósköpunum leggja málsmetandi menn steina í veg fyrir aðildarviðræður sem þjóðin ætti svo að sjálfsögðu að fá að kjósa um? Talandi um forsjárhyggju!

Sigurður Hrellir, 10.12.2008 kl. 13:24

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er undarlegt viðhorf Sigurður Hrellir, að horfa einungis til eins möguleika, eins og þú gerir. Festing við Dollar með Myntráði er ljósárum betri lausn en ESB-aðild, en þú vilt samt vaða í kosningu um ESB. Væri ekki að minnsta kosti eðlilegra, að kjósa á milli tveggja kosta ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.12.2008 kl. 15:33

12 Smámynd: Sigurður Hrellir

Loftur, trúlega er það vegna þess að ég tel okkur litla samleið eiga með BNA. Dollarinn hefur verið óstöðugur síðustu ár og sagt er að Kínverjar hafi það í hendi sér hvort hann stendur eða fellur. Svo veit ég ekki betur en að viðskipti Íslendinga séu mun meiri við ESB lönd en BNA. Eitt er þó víst, að Ísland mun ekki verða hluti af BNA.

Sigurður Hrellir, 10.12.2008 kl. 15:42

13 identicon

Sigurður, Loftur er að tala um upptöku gjaldmiðilssins ekki inngöngu í Bananalýðveldið.   Annars þykir mér ESB ekki álitlegur kostur.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 15:51

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þar kom að því að Sigurður Hrellir opnaði huga sinn. Hann er ákafur í að fórna sjálfstæði þjóðarinnar, hvað sem það kostar. Hjalið um Evru er bara yfirvarp.

US Dollar er ekki bara gjaldmiðill Bandaríkjanna heldur eini alþjóðlegi gjaldmiðillinn. Nálægt 75% af notkun Dollars fer fram utan Bandaríkjanna. Um 65% allra opinberra gjaldeyrissjóða er í Dolurum. Viðskipti með allar hrávörur fer fram í Dollurum.

Hvaða trúaratriði er á ferðinni hjá þér Sigurður ? Þú Hrellir engan með svona vitleysu. Síðustu ár hefur Dollarinn ekki verið óstöðugur, heldur hafa aðrir gjaldmiðlar verið óstöðugir gagnvart Dollar.

Engu máli skiptir fyrir Dollara-svæðið hvort Evran hoppar upp eða niður. Bandaríkjamenn vita ekki hvað Evra er, því að hún kemur á engan hátt við hagsmuni þeirra.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.12.2008 kl. 16:04

15 identicon

Loftur, það er aftur á móti ekki alveg rétt hjá þér.  Þeas að dollarinn hefur lækkað.  Og hann gerði það undir lok tímabilsins hjá Bush.  Og hann gerði það líka í kjölfar 9/11 þegar stríðið var að hefjast.

Hitt er hinsvegar rétt að bandaríkjamenn vita ekki hvað evra er og það er ekki vegna þess að þeirra gjaldmiðill og þeir sjálfir séu svo æðislegir heldur er það vegna þeirra eigin hroka.   Þeir eru sjálfskipaðir alheimsstjórar.  Það má til gamans geta hvað stefna þeirra í olíumálum er göfug.  Þeir eiga nóg af henni sjálfir.  En þeirra stefna er að flytja inn olíu og nota olíu frá öðrum löndum þangað til þeirra olía er ein eftir svo að þeir einir eigi olíu.
Þeir eru meira að segja sjálfskipaðar alheimslöggur líka og voga sér að smygla sprengiefnum og sprengjum framhjá tollvörðum á flugvellinum okkar. banka síðan á dyrnar hjá þeim til að sýna þeim hvað þeir gátu labbað með í gegn.  Og þegar þeir eru böstaðir þá er það ekkert tiltökumál.  Þú getur rétt ímyndað þér hvað yrði gert ef einhver annar myndi láta sér detta þetta til hugar á leið til ameríku.  Þess er skemmst að minnast þegar íslensk kona var trítuð eins og hryðjuverkamaður fyrir að hafa verið 3 daga framyfir VISA leyfið sitt þegar hún fór þangað til að versla fyrir jólin í fyrra.

En það er vonandi að Obama reisi þessa þjóð eitthvað við.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:24

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gagnvart hverju lækkaði Dollarinn, Arnar ? Viltu sýna okkur fram á þessa staðhæfingu.

Ég sé að árin 1977-2007, hefur USD styrkst um 32% gagnvart Áströlskum Dollar og 60% gagnvart Ítalskri Líru, en lækkað gagnvart Bretsku Pundi um 13%. 

Hvort sem þér tekst að færa einhver rök fyrir fullyrðingu þinni eða ekki, er það samt megin atriði, að nær enginn á Dollara-svæðinu verður var við gengisbreytingar annara gjaldmiðla gagnvart Dollar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.12.2008 kl. 17:29

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Loftur af því þú er að tala um dollara þá sýnist mér að gengi hans miðað við evru hafi sveiflast um 20 til 30% 2005 til 2007 þ.e. að dollari lækkaði gagnvart evru. Og við eigum mest viðskipti í evrum. Þannig að hjá okkur hefðu orðið verulegar sveiflur 2005 til 2007 ef við værum með dollar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2008 kl. 08:37

18 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón Frímann. Á Ítalíu var Evran tekin upp formlega 1999, en engin Evru-mynt var samt slegin fyrr en 2002. Líran var því í notkun á þeim árum.

Skiptihlutfallið var 1936,27 Lirur = 1 Evra og er það enn. Lírunni verður hægt að skipta út fyrir Evru í Bank of Italy til 29.febrúar 2012. Þótt Líran sé því ekki lögeyrir er hún samt lifandi og tilbúin að taka við af Evru, þegar Evran hrynur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.12.2008 kl. 10:20

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eftir að við höfum fest Íslendska Dalinn (ISD) við USD, verða nær öll okkar viðskipti í US Dollar. Evrópu-menn munu sætta sig við að versla í alþjóðlegum gjaldmiðli, á sama hátt og við gerum nú gagnvart Evru.

Ef Evran eða aðrar myntir sveiflast gagnvart Dollar, mun það setja einhvern þrýsting á viðskipti við þau myntsvæði. Væntanlega munu báðir aðilar taka á sig mismun, ekki bara annar.

Það sem þó skiptir okkur meira máli er, að í heildina verður Dollara-svæðið ekki vart við sveiflur annara gjaldmiðla. Verðbólgu-áhrif gjaldmiðilsveiflna verða hverfandi. Að auki er afkoma atvinnugreina háð mörgum öðrum atriðum en gjaldmiðla-sveiflum. Ég veit að þú áttar þig á því Magnús.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.12.2008 kl. 10:35

20 identicon

Loftur ég held að þú einfaldlega ert alltof fastur á þessari skoðun þinni að þú sjáir ekki þá galla á henni sem við bendum á.

Minnir ólýsanlega á sögupersónu úr Nætur og Dagvaktini.  Ert meira að segja með háskólapróf frá Svíþjóð og kennsluréttindi.

PhD stendur líka fyrir Permanent Head Damage, þeas fólkið verður of upptekið og of stolt af þessum lærðu gráðum sínum að það gleymir að taka tillit til alls annars.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband