Leita í fréttum mbl.is

Bíddu skv. bloggurum og og fjölmiðlum hefði maður nú haldið að þetta væri mun hærra!!

Þó ég viti að það sé hræðilegt að missa vinnuna og hvert prósent atvinnuleysis sé einu of hátt, þá hefði maður haldið skv. látunum í fjölmiðlum, borgarafundum, bloggurum og fleirum að hér væru tugþúsunda manna sem hefðu tapað vinnunni, sparifé sínu, húsunum og fleiru. En svo mælist atvinnuleysi hér í Nóvember ekki nema 3,3%. Ég veit að enn eiga einhverjir eftir að skrá sig og fleiri eiga eftir að missa vinnuna. En umræðan hér er samt eins og hér séu tugþúsunda atvinnulaus.

Held að fólk ætti nú kannski ekki að vera ýkja og gera ástandið verra en það er. Það kemur engum til góða. Réttar upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir fólk og þar sem að menn eru að kvarta yfir að ríkið sé að gefa villandi upplýsingar og mynd af ástandinu þá verða fjölmiðlar og aðrir að gæta að sér. Er ekki talað um að menn geti talað upp kreppu og slæmt ástand þannig að það bitni á mun fleirum.


mbl.is Atvinnuleysi í nóvember var 3,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Atvinnuleysi er að nálgast tveggja stafa tölu á Suðurnesjum.

Svo getur þú alveg slakað á....tölurnar eiga eftir að hækka jafnt og þétt um hver mánaðarmót. Manstu t.d allar hópuppsagnirnar? Það fólk er enn á uppsagnafresti

Engin ástæða til að tala atvinnuleysi niður ;)

Heiða B. Heiðars, 10.12.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband