Leita í fréttum mbl.is

Ekki er allt sem sýnist!

Var búinn að skrifa langa færslu þar sem ég efaðist stórlega um jafnaðarmennsku Samfylkingar með því að samþykkja að leggja á flata hækkun tekjuskatts. En var svo að hlusta á Stöð 2 þar sem að það var kynnt að persónuafsláttur og skattleysismörk hækka bæði skv. verðlagsþróun og 2000 umfram það. Þannig að í raun lækka skattar á alla undir 400 þúsundum. Svona geta fréttir ruglað mann. Þar með er ekki sagt að ég sé sáttur við Samfylkingu að öllu leyti. Ég var mjög hrifinn af þvi sem Göran Person sagði í gær með það að láta þá sem það gætu bera meiri birgðar. Og eins það að fólk yrði að vera vel upplýst um hvað væri verið að gera. Og framkvæmdarátætlun sem tæki til þess hvernig við kæmumst út úr þessu, við hverju við mættum búast og henni yrði fylgt eftir til fullnustu. Nú í dag finnst manni t.d. fráleitt að:

  • Ráðherrar skuli ekki vera upplýstir um mál sem geta orkað tvímælis. Sbr. KPMG málið og flein þar sem að Viðskiptaráðherra kemur af fjöllum.  En ég var t.d. búinn að lesa um fyrir 2 vikum.
  • Að Seðlabankastjóri sem vinnu auðsjáanlega gegn stjórninni hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað, skuli fá að sitja áfram. Hann er jú sennileg búinn að kosta okkur hundruð milljarða með þvermóðsku og yfirlýsingum. Ásamt því að hann stóð sig t.d. ekki í afla okkur gjaldeyris þegar að á þurfti.
  • Ýmist leynimakk og feluleiki eins og t.d. varðandi ESB mál í samstarfinu við Sjálfstæðismenn.
  • Furða mig líka á að ekki skuli vera komið á alvöru samstarf við launþegahreyfingar.
  • En aðallega finnst mér að flokkur sem er tiltölulega nýr ætti að vera búinn að koma upp leiðum til að upplýsa almenning mun betur um gang mál og næstu skref og við hverju fólk eigi að búast. Það er að skaffa nóg fóður í opna og upplýsta umræðu. Ekki að fólk byggi umræðuna á kjaftasögum, lekum frá ýmsum og almennu þekkingarleysi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband