Leita í fréttum mbl.is

Og hvað vill fólk þá gera í staðinn?

Tekju ríkisins eru að dragast saman nú þegar og enn meira á næsta ári. Við erum ekkert að fara að borga af lánum til AGS og IceSave á næsta ári. Samt er útlit ljóst að með framlögum til að halda bönkunum gangandi og svo venjubundnum rekstri ríkisins er 160 til 180 milljarðar í mínus á næsta ári. Þetta er halli á fjárlögum eins og við höfum svo oft þekkt hér áður. Síðan vill fólk ekki að nein þjónusta sé skert og væntanlega eru þau ekki sátt við að skattar séu hækkaðir. Hvað vill fólk þá að sé gert? Spurning hvað eiga þau við með:

"Frumvarpið festir í sessi þá ætlun ríkistjórnarinnar að láta almenning í landinu borga brúsann fyrir fjármálaóreiðu, ábyrgðarleysi og óheilindi fjárglæframanna og vina þeirra í núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn í stað þess að sækja þá til saka sem raunverulega ábyrgð bera.

Hvernig heldur fólk að það sé tekist á við kreppu? Það er einmitt að allir verða að leggja á sig auknar birgðar. Þannig er það bara. Ef þjóð á að komast út úr kreppu þá kostar það hana mikla tímabundna erfiðleika. Í Finnlandi kvað svo rammt að þessu að bjóða þurfti upp á heitar máltíðir í  ókeypis í öllum skólum því að þangað komu börn sem ekki höfðu fengið heitan mat frá því þau borðuðu í skólanaum síðast. Og biðraðir við hjálparstofnanir voru margir kílómetrar eftir heitri súpu.

Hvað bjargar það skuldastöðu okkar að sækja þá til saka? Alveg er þetta makalaust! Halda menn að við getum bara sagt öllum skuldunautum: "Ja við ætlum ekkert að borga. Við ætlum að rukka nokkra menn og gjaldþrota fyrirtæki þeirra um þessa skuld og borgum þá kannski eftir 7 eða 8 ár þegar málaferlum lýkur .En úps kannski eiga þeir ekkert handa okkur nema skuldir"

Minni á að skv. þessari áætlun okkar og AMG er gert ráð fyrir að við greiðum þeirra lán niður á 4 árum frá 2012 til 2015. Og að þeirra lán er ekki nema 25% af því sem við fáum lánað. Önnur lán eru frá löndum í kring um okkur. Og eins að stefnan er að þurfa ekki að draga á þessar lánalínur að fullu sem þýðir að við borgum aðeins fyrir það fé sem við þurfum að nota. Sumt verður bara áfram í formi lánalína. Og halla á ríkissjóð höfum við oft upplifað áður þó hann hafi kannski ekki verið svona gríðarlegur. USA er með gríðarlegan halla á ríkissjóði og búið að vera lengi. Þessu er mætt þar með því að prenta peninga. Það er ein af þeim hugmyndum sem eru upp hér.

Svona áskoranir sem fela ekki í sér neinar hugmyndir að öðrum lausnum ætti fólk ekki að skrifa undir.

Síðan er ágætt að hugsa líka út í það þó við hefðum bjargað bönkunum frá gjaldþroti. Þá voru þeir ekki búnir að lána almenningi hér í tæpt ár og eins og staðan er í Evrópu þá væri hér kreppa hvort eð er. Því að flestir bankar sem voru að lána Íslensku bönkunum eru sjálfir í miklum erfiðleikum. Og því eru líkur á að hér væri allt að skreppa saman. Bankarnir væru að draga úr starfsemi og flytja sem mest af henni erlendis og fyrirtæki að loka því þau fengju ekki lán og krónan hefði líka haldið áfram að falla. Þetta held ég að sé nokkuð ljóst að væri að gerast hér. Þó ekki eins rosalega og gerðist í október en samt í þá átt bara hægar.


mbl.is Forseti hafni fjárlagafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú, minn kæri, ert auli.

Sorrí með það.

Einar (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk EInar! Gott þegar manni er bent á galla sína á svona penan og málefnalegan hátt! Takk!

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.12.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband