Leita í fréttum mbl.is

Ekvador ekki svo glaðir með dollara!

¨Finnst að menn hafi nú ekki talað mikið um þessa frétt af www.visir.is

 

Tímaspursmál er hvenær Ekvador kastar fyrir róða Bandaríkjadal sem þjóðargjaldmiðli hefur Bloomberg fréttaveitan eftir Alberto Ramos, S-Ameríku-sérfræðingi Goldman Sachs bankans í New York í Bandaríkjunum.
Sérfræðingurinn dregur þessa ályktun af því að landið ætli ekki gera upp skuldir sínar vegna alþjóðlegrar skuldabréfaútgáfu upp á 3,9 milljarða dala og eigi nú í viðræðum við útgefendur um skuldaafslátt.

Alberto Ramos segir notkun Ekvador á dalnum sem gjaldeyri þýða að Rafael Correa, forseti landsins, hafi ekki tök á að veita peningum í hagkerfi landsins vegna þurrðar á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum um leið og tekjur hafi hrunið af olíuútflutningi landsins. Hann segir forsetann andsnúinn dollaravæðingu landsins, sem átti sér stað árið 2000, og kunni að nota efnahagsástandið til að hverfa frá henni.

„Ég myndi ekki veðja á að dalurinn verði hér í notkun eftir þrjú til fimm ár," segir hann.

Þá er haft eftir sérfræðingum annarra banka að einhliða upptaka dalsins í löndum á borð við Ekvador, Panama og El Salvador, sé ávísun áúrræðaskort hjá stjórnvöldum þegar hægi á í hagkerfinu.

Sérfræðingur Barkleys-banka telur líklegt að gjaldeyrishöft verði innleidd í landinu áður en að því komi að dalnum verði kastað. Það sé ekki einfalt mál því kynna verði þá til sögu nýja mynt sem engin eftirspurn sé eftir.


mbl.is Evran komin yfir 171 krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og vandræðin stafa af því að:

1) Dollarinn er á einhvern dularfullan hátt verri verðmætamiðill en t.d evran?

2) Af því að það er vitleysa að vera ekki með eigin gjaldmiðil?

Hvaða ályktanir eigum við svo að draga þegar Ítalía kastar evrunni?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 00:26

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ítalir eru ekkert að evrunni! Þó að einhverjir "sérfræðingar séu að spá því" Minni á að við erum varla með "eigin" gjaldmiðil hér nú. Við vorum að samþykkja að taka hundruði milljarða að láni í erlendri mynnt til að geta átt í einhverjum skiptum við önnur lönd sem ekki vilja líta við krónunni.

Einhliða upptaka Dollars þýðir að þú ræður engu um þróun hans og allar ákvarðanir eru teknar af öðrum sem og að Bank of America er ekki seðlabanki okkar og því engin banki til þrautavara. Í ESB og með evru hefðum við eðlileg seðlabankaviðskipti við Evrópubanka og hann yrði banki til þrautarvara.

Og síðan með Dollara að gengi hans endurspeglar stöðu mála í USA en ekki á því svæði sem við eigum okkar viðskipti á.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.12.2008 kl. 01:01

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ítalar eru ekkert að fara að kasta evrunni. Þetta er bara eitthvað bull sem Gunnar Rögnvaldsson var að vitna í á bloggi sínu. Í tenglinum sem hann vísaði í kom fram að þetta er ekki greining, heldur hugaræfing, frekar eiginlega eins og djók í fjármálaheiminum. Um þessa hugaræfingu segir meðal annars:

"The Copenhagen-based online trading and investment specialist's predictions are an annual attempt to predict rare but high impact 'black swan' events that are beyond the realm of normal market expectations. Compiled as part of the bank's 2009 Outlook, the thought exercise this year present a dismal view of the global financial landscape."

Menn geta alveg eins snúið sér yfir til biblíunnar til að spá fyrir 2009.

1. Við erum ekkert 3. heims ríki í Suður Ameríku eða Afríku og við tökum ekki upp neinn helvítis dollara. 2. Dollarinn hefur verið ofprentaður með glæfralegum hætti undanfarinn ár svo að Seðlabanki Bandaríkjanna er nú orðinn aukaleikari í ferli hans og ræður ekki við eitt eða neitt. Þetta mun hrynja allt til andskotans á endanum og með því að halda áfram að lækka vexti þá eru þeir bara að gera vandann stærri og stærri í gjaldmiðlakreppunni jafnvel þó það hjálpi þeim tímabundið í efnahagskreppunni. 3. Við fengjum ekki stuðning frá frá Ameríska seðlabankanum. Ef við tækjum upp Evru og okkur vantaði Evru, þá stendur ECB á bakvið okkur.

Jón Gunnar Bjarkan, 19.12.2008 kl. 06:23

4 identicon

Magnús: Þú hlýtur að vera búin að komast að því núna að Evrópski Seðlabankinn hefur ekki sama þrautavarahlutverk og SÍ, Federal Resevre (Bank of America er venjulegur viðskiptabanki) eða aðrir seðlabankar. Hann veitir vissulega lausafjárlán gegn veði ef að ekkert er fáanlegt á millibankamarkaði en lengra nær það ekki (reyndar höfðu íslensku bankarnir aðganga að þessari þjónustu, þó ögn minni en Evrópskir).

Seðlabanki Evrópu hefur ekki heimild til þess að koma með fjármagnsinnspýtingu í banka til að verja hann hruni og varðveita þannig stöðugleika. Þetta hlutverk er enn í höndum einstakra aðildarríkja.

Hvað varðar stýrivexti þá verður stýrivaxtastig ECB jafn óviðeigandi fyrir okkur og Ítali, hvort sem við yrðum með evru eða dollar. Það er ekki til nein evrópsk hagsveifla - það er þess vegna sem þeir eru svona fúlir þarna suður frá.

Hvað varðar Ítalíu þá er óþarfi að þrasa mikið. Það kemur nógu snemma í ljós.

Það sem ég var að spyrja um var hvað þú ætlir að segja þegar Ítalía gengur út úr evrunni.

Jón Gunnar: Úr því að evruríki fá evrur eftir þörfum úr sjóðum evrópska seðlabankans; hvers vegna er þá írska stjórnin að fara að sækja 10 milljarða evra í lífeyrissjóði þarlendra til að endurfjármagna bankanna (í bili)?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já, Hans Haraldsson, hann veitir lausafjárlaun gegn veðum, akkúrat. Einmitt það sem Íslensku bankarnir voru að sækjast eftir en Seðlabanki Íslands gat ekki veitt. Og Íslensku bankarnir höfðu ekki aðgang að þessari sömu þjónustu eða "ögn minni." Þetta er ástæðan fyrir því að t.d enginn talar um stærð bankakerfisins í Lúxembourg miðað við þjóðarframleiðslu, einfaldlega vegna þess að það skiptir ekki nokkru máli þar sem þeir nota Evruna.

Svo segirðu:

"Seðlabanki Evrópu hefur ekki heimild til þess að koma með fjármagnsinnspýtingu í banka til að verja hann hruni og varðveita þannig stöðugleika. Þetta hlutverk er enn í höndum einstakra aðildarríkja." Hvað er lán til banka annað en fjármagnsinnspýting? En ef einhver heldur virkilega að ECB hafi rétt til að gefa bönkum, fyrirgefðu spýta inn fjármagni með þínu orðalagi, með því að kaupa handónýta lánapakka eða aðrar óeigur fyrir almannafé eins og til stóð í Bandaríkjunum, þá hefur ECB engan rétt á því enda fráleitt að hann ætti að vera standa í slíku rugli. Ef lönd innan ESB og evrusvæðisins vilja gera það hinsvegar fyrir sína banka þá er mér alveg nákvæmlega sama en ef ég væri þegn ESB þá myndi ég ekki vilja að seðlabanki Evrópu væri í slíkum rekstri.

Afhverju Írar eru svo, eftir því sem þú segir, að sækja 10 milljarða evru í lífeyrissjóði þarlendra til að endurfjármagna bankanna hef ég bara ekki hugmynd því ég hef ekki kannað málið. En hvort bankar eru endurfjármagnaðir með fé ríkis, skuldum ríkis eða eignum lífeyrissjóða, kemur út á það sama, það eru allt eignir fólksins.

 Það sem þú ert rugla hérna saman er fjármagnsflæði á gjaldeyrir og eignarhald í bönkum. Evrópski seðlabankinn er ekki að fara að kaupa segjum 30% í írskum banka, en Írland vill, eftir því sem þú segir, greinilega auka eignarhald í bankanum og ætla sér þá að nota eignir til að kaupa hluti, verði þeim að góðu, ekki myndi ég vilja gera það. Hinsvegar er svo skortur á gjaldeyrir eins og gæti orðið tilfellið ef einhverjir fæðingarhálfvitum myndi takast að nauðga dollaranum upp á þjóðina, þá myndum við þurfa að kaupa dollarana sem kostar mikla peninga, og ef svo gert yrði áhlaup á bankana þá stæði Seðlabanki Íslands eins og svo oft áður eins og þorskur á þurru landi með enga dollara til að láta af hendi.  

Jón Gunnar Bjarkan, 19.12.2008 kl. 18:23

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hans þú ert að vitna m.a. í einhvern "Sérfræðing" hjá Saxo banka sem er fjárfestingarbanki í Danmörku sem segir í spá sinni að hann sé viss um að Ítalía gangi úr ESB og evru. Það eru fáir sem halda þessu fram. Federal Reserve ætlaði ég að segja ekki Bank of Amerca.  Evrópubankinn lánar seðlabönkum aðildarlandana og hefur gert nú síðasta misseri.

Ef við hefðum tekið upp dollar t.d. núna þá hefðum við þurft að eiga um 400 til 500 milljarða króna í dollurum til að mæta þeim peningum sem eru inn í landinu sem Krónubréf og Jöklabréf sem og eign erlendra aðila í ríkisskuldabréfum.

Ef við viljum lifa við kjör svipuð og flest lönd í nágreni okkar þá verðum við að taka upp sama gjaldeyri og þau nota eða binda sig við. Það komur á jafnvægi á svo mörgum sviðum. Þá verðum við ekki lengur fyrir barði á sveiflum evru gagnvart krónu sem gerir verðlag hér stöðugra. Við fáum vaxtastig sem verður mun nærra því sem gerist í ESB því það þarf ekki að nota vexti til að halda gjaldeyri í landinu.

Ég sé bara ekkert að því að við könnum hvaða möguleika við ættum í aðildarviðræðum. Alveg eins og fólk fer á milli búða til að finna hagstæðustu kjörin, milli banka til að finna bestu kjör. Við vitum hver staða okkar er núna, við vitum hvað býður okkar næstu misseri. En ef við gerum ekkert í okkar málum annað en að reka seðlabankastjóra og nokkra fleiri og ætlum að hafa allt eins það var, þá flytur fólk bara héðan sbr. Færeyjar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.12.2008 kl. 18:35

7 identicon

Magnús: Til að taka af allan vafa þá byggi ég hvorki á því sem Saxo Bank eða Gunnar Rögnvaldsson hafa sagt heldur því sem Silvio Berlusconi hefur sagt; ef ECB fer ekki að taka ríkara tillit til suður-evrópskra aðstæðna fara Ítalir úr evrunni... og ECB fer ekki að taka aukið tillit til suður evrópskra aðstæðna.  Ef hann situr áfram byrja Ítalir að draga sig út úr evrunni einhvern tímann á næsta ári.

Annars er ég alveg sammála þér um að það sé ekki æskilegt að taka upp dollar, ekkert frekar en evru.

Hagsveiflur verða til staðar þótt við tökum upp evru. Það er ekki krónan sem sveiflar efnahagslífinu heldur öfugt. Ég get ómögulega séð hvernig það að fækka hagstjórnartækjunum ætti að ýta undir stöðugleika.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 01:37

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta er bara pólítík. Nákvæmlega eins og þegar Sarkozy reyndi að fá Trichet til að lækka gengið á Evrunni. Trichet lætur ekkert undan svona skammtíma þrýstingi pólitíkusa sem hugsa fyrst og fremst um að láta allt leika í lyndi á meðan þeir eru við stjórnvölinn en gefa síðan skít í hvað gerist eftir að þeir eru komnir á eftirlaun.

Bandaríkin og Ísland eru fullkominn dæmi um hvernig þessu er öfugt farið, öll peningamálastjórnun hefur miðast við skammtímasjónarmið. Það er lítið vandamál að velta vandamálunum alltaf fram fyrir sig með seðlaprentun og lágum stýrivöxtum en vandamálin fara ekkert með þeim hætti, þau verða bara stærri og bólan verður bara sífellt stærri. Trichet fer heldur óvinsælli leið(og hefur loks hlotið lof fyrir það eftir að hugmyndafræði Greenspan hrundi til grunna eins og hún lagði sig) en sem er mikið hagstæðari fyrir almenning, langvarandi stöðugleiki með jöfnum hagvexti, atvinnusköpun og verðbólgu.  

Jón Gunnar Bjarkan, 20.12.2008 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband