Leita í fréttum mbl.is

Ekki víst að það sé til góðs

Hafði birt þessa frétt áður sem ég las á visir.is og geri það hér aftur:

Tímaspursmál er hvenær Ekvador kastar fyrir róða Bandaríkjadal sem þjóðargjaldmiðli hefur Bloomberg fréttaveitan eftir Alberto Ramos, S-Ameríku-sérfræðingi Goldman Sachs bankans í New York í Bandaríkjunum.
Sérfræðingurinn dregur þessa ályktun af því að landið ætli ekki gera upp skuldir sínar vegna alþjóðlegrar skuldabréfaútgáfu upp á 3,9 milljarða dala og eigi nú í viðræðum við útgefendur um skuldaafslátt.

Alberto Ramos segir notkun Ekvador á dalnum sem gjaldeyri þýða að Rafael Correa, forseti landsins, hafi ekki tök á að veita peningum í hagkerfi landsins vegna þurrðar á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum um leið og tekjur hafi hrunið af olíuútflutningi landsins. Hann segir forsetann andsnúinn dollaravæðingu landsins, sem átti sér stað árið 2000, og kunni að nota efnahagsástandið til að hverfa frá henni.

„Ég myndi ekki veðja á að dalurinn verði hér í notkun eftir þrjú til fimm ár," segir hann.

Þá er haft eftir sérfræðingum annarra banka að einhliða upptaka dalsins í löndum á borð við Ekvador, Panama og El Salvador, sé ávísun áúrræðaskort hjá stjórnvöldum þegar hægi á í hagkerfinu.

Sérfræðingur Barkleys-banka telur líklegt að gjaldeyrishöft verði innleidd í landinu áður en að því komi að dalnum verði kastað. Það sé ekki einfalt mál því kynna verði þá til sögu nýja mynt sem engin eftirspurn sé eftir.


mbl.is Einhliða upptaka gjaldmiðils
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Rafael Correa forseti Ekvador er kommúnisti og heldstu vinir hans eru Hugo Chavez einræðisherra í Venesúela og Fídel Castro einræðisherra á Kúbu.

Að taka upp US Dollara er góð hugmynd, en það er til betra fyrirkomulag sem gerir sama gagn. Hér er um að ræða upptöku Íslendsks Dollars, með baktryggingu þess Bandaríska. Um þetta fjallaði ég í Morgunblaðinu í dag.

Hér er greinin: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/750298/

Og hér er meiri umfjöllun um málið: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.12.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband