Leita í fréttum mbl.is

Yfirtaka reynd í Framsókn í Reykjavík?

Hef verið að lesa blogg eftir fólk sem var á fundinum. Og þarna virðist mikið hafa gegnið á. t.d. segir.

Anna Margrét Ólafsdóttir á sínu bloggi m.a.

Rétt fyrir kl. 8 í kvöld vorum við hjónin á leið á fund hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík þar sem velja átti fulltrúa á flokksþingið sem verður um aðra helgi.

Við lögðum bílnum við Þjóðleikhúskjallarann og gengum í átt að fundarstaðnum, húsi Framsóknarmanna á Hverfisgötunni. Þar sem við röltum þennan stutta spöl kemur á móti okkur fjölmennur hópur manna af erlendum uppruna á leið í Þjóðleikhúskjallarann og ég velti því fyrir mér hvort þar væri eitthvað í gangi. Þegar við komum í hús Framsóknar er okkur sagt að búið sé að flytja fundinn í Þjóðleikhúskjallarann sökum fjölmennis. Þessir útlendingar voru sem sagt á leiðinni á fundinn sem er bara fínt en ég hef það samt á tilfinningunni að þar hafi ekki einskær áhugi þeirra á flokknum og starfi innan hans ráðið ferð.

Síðan þegar hún mæti í "Kjallarann" þá eru 2 raðir á leiðinni inn. Önnur fyrir þá sem höfðu skráð sig í flokkinn þennan sama dag og var hún mun stærri.

Um fundinn segir hún:

 

Þessi farsi sem ég fylgdist með í kvöld, leikstjórnin og leikararnir olli mér miklum vonbrigðum svo ekki sé meira sagt og alls ekki til þess fallið að slá sýningarmet. Ég gef farsanum enga stjörnu. Fólk sem fordæmir opinberlega skítavinnubrögð innan flokksins og vill sjá nýjan lýðræðislegan flokk sem fólk á að geta treyst notar enn verri vinnubrögð sjálft og mér blöskrar slík framganga félaga minna.

Ég hef unnið af heilindum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík undanfarin þrjú ár og fundið fyrir gífurlegri stemmingu innan þess hóps sem er þar en eftir fundinn í kvöld er ég óróleg og áhyggjufull yfir framtíð og stemmingu hópsins.

Ég vona að ég muni aldrei aftur sitja svona fund á vegum Framsóknarflokksins, hann var ekki til sóma og vekur ekki tilefni til bjartsýni. Það er einhver skítalykt af þessu máli og á lyktin eftir að magnast eftir því sem nær dregur flokksþinginu.

Það var greinilegt að smölunin á fundinn var til að safna atkvæðum fyrir einn formannsframbjóðanda og það var a.m.k. ekki fyrir Pál Magnússon.

Salvör Gissurardóttir er líka með frásögn af fundinum þar sem hún segir m.a. 

Það er óhætt að segja að félagsfundur okkar Framsóknarmanna í Reykjavík hafi verið rafmagnaður. Straumurinn liggur til Framsóknarflokksins þessa daganna, margir ganga í flokkinn og það var greinilega  smölun í gangi á fundinn. Það voru miklar eldglæringar í lofti og það stefndi í að fundurinn yrði hreinlega yfirtekinn, tillaga stjórnar felld  og fundarstjóri settur af og keyrð í gegn tillaga  annarra um fulltrúa á kjörþing.

Hún talar um að fundurinn hafi endað í sátt en ég held að sú sátt skv. lýsingum sé nú ansi grunn.


mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Framsóknarspilling í kjallaranum er uppfærsla á gömlu leikriti sem var endurflutt í kvöld í Þjóðleikhúsinu, í dimmum kjallaranum. Enda þolir það sem þarna er að gerast ekki dagsins ljós. Meira hér: Ekkert breytist í spilltasta greni landsins

Ástþór Magnússon Wium, 7.1.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband