Leita í fréttum mbl.is

Bíddu mega aðrir ekki hafa skoðun og hafa sig í frami en þeir sem fylgja mótmælendum

Finnst þetta nú furðulegt hjá fólki sem ætlast til að þau fái skilning á "Borgaralegri óhlýðni" og öðrum aðferðum. Þarna er 2 menn sem álpast þarna inn á mótmælasvæði með sínar skoðanir og það á að leggja þá í einelti fyrir þær.

Hvernig þætti þessu fólki ef að einhver færi að fara í vinnuna til þeirra og benda á að þau sem hylja sig með klútum séu að kasta steinum í lögreglu og efna til óláta, brjóta rúður og þessháttar.

 


mbl.is Afhenda uppsagnabréfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eldur Ísidór

Bíddu aðeins við þó kallinn.... ég er ekki fylgjandi spjöllum á eignum og þess háttar; en var það ekki fest á filmu að annar maðurinn veittist að kvenmanni þarna ?

Eldur Ísidór, 12.1.2009 kl. 13:01

2 identicon

ég held það sé nu full mikið í lagt að segja að hann hafi veist að henni........þá mætti sjálfsagt kalla það stórfellda líkamsárás hjá Steingrími J þegar hann greip í jakkafötin hjá Geir um daginn

hannes (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:13

3 identicon

Þér hefur ekki dottið í hug að lesa bréfin fylgja þarna fréttinni? Væri of erfitt að kynna sér málin til að taka upplýsta afstöðu?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:14

4 identicon

Nei.  Menn með "hægrisinnaðir" skoðanir mega ekki tjá sig. 

Viðar verkamaður (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:21

5 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Það er bara "VG-skoðunin" sem má, allt annað þarf að víkja.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 12.1.2009 kl. 13:27

6 identicon

Já, og það ógeðfeldasta í þessu er að bræðurnir eru lagðir í einelti fyrir þetta. Hér er hreinlega um pólitískar ofsóknir á hendur mönnunum að ræða.

Þeir eru nafngreindir, rægðir, það er sagt hvar þeir vinna, hvar þeir búa, hvað konur þeirra og börn heita, hvaða símanr. þeir eru með, hvernig bíla þeir eiga og hvaða bílnr. bílarnir þeirra bera o.fl.

Það er klárlega verið að brjóta á friðhelgi þessara manna, á meðan að skríllinn kemst upp með að eyðileggja og svína út opinberar byggingar, skemma tæjabúnað sjónvarpsstöðvar, vera með spellvirki og óeirðir þannig að almannahagsmunir eru í húfi, og það án refsingar.

Viðar verkamaður (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:33

7 Smámynd: Guðmundur Björn

Heimskan er orðin alger.  Fyrst að sletta rauðum lit á Stjórnarráðið vegna bardaga Ísraela og Hamas og nú þetta.

Guðmundur Björn, 12.1.2009 kl. 13:42

8 Smámynd: Eldur Ísidór

Ég veit aðeins það; að hefði þetta gerst hérna í Bretlandi, þá hefðu þeir báðir verið látnir FJÚKA úr sínum stöðum. Af hverju á þröskuldurinn fyrir svona athæfi að vera svona ´hár á Íslandi; og já, ég efast ekki um að hefði Steingrímur setið á breska þinginu og hnippt svona í Gordon brown, þá hefði hann þurft að fara líka....

Mótmælin eru já að fara úr böndunum; en af hverju skyldi það vera ? Þau hefðu aldrei þurft að fara +ur böndunum ef fólk hefði kjark og hug að AXLA ÞÁ ÁBYRGÐ SEM ÞEIM ER FYRIR LAGT!

Eldur Ísidór, 12.1.2009 kl. 13:46

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Óli ég las þetta: "Atburðurinn sem átti sér stað og náðist á mynd sýnir mann sem greinilega var ekki í andlegu jafnvægi. Sem starfandi læknir er það miklivægt að almenningur beri traust til mín sem fagaðila og sem persónu. Er mér það full ljóst að slíkt traust er nú rúið á milli mín og þjóðarinnar. Ekki einungis hef ég gerst sekur um brot á siðareglum lækna
heldur varpað skugga á heilindi læknaeiðsins með því að hóta ofbeldi og gera gys að þjáðu fólki."

Og þetta er rógur og alvarleg aðför að manninum. Og ert þú að halda fram að fólk sem riðst inn á hótel með blys og fleira skemmtilegt, riðst þar að fólki sem er að verja vinnustað sinn sé í andlegu jafnvægi. Hann má bara alveg hafa sína skoðun eins og aðrir.

Ekki það að ég sé sammála honum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.1.2009 kl. 13:48

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við ættum kannski að fara að reyna að finna út hverjir það eru sem fara þarna fremst í flokki meðal mótmælenda og senda skólastjórum framhaldsskólana og háskólana erindi og neyta að kosta námið þeirra? Þeir eru hvort eð er ekkert í skólanum.

Ef menn eru að mótmæla þá verða þeir að sætta sig við að aðrir geta haft aðra skoðun og mega viðra hana líka án þess að sæta ofsóknum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.1.2009 kl. 13:51

11 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Enginn kjarkur í grímuklæddum mótmælum.

Gunnar Þór Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 13:55

12 identicon

Djöfull er ég sammála bloggara!

Ójá (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 14:55

13 identicon

Þeir mega vitanlega tjá sig en helst ekki með því að steyta hnefa framan í fólk sem ekki hefur gert þeim neitt.

Ekkert hefur komið fram um að það hafi verið grímuklæddur maður sem kastaði þessum umrædda steini í lögguna, þ.e.a.s. ef þeim steini hefur á annað borð verið kastað. Engin vitni virðast hafa orðið að þeim atburði, engin mynd hefur fundist og enga frásögn hef ég séð sem styður þessa sögu. Nafn mannsins sem varð fyrir steininum hefur ekki komið fram, ekki sést nein mynd af áverkanum í fjölmiðlum og yfirhöfuð ekkert sem styður þessa frásögn. Er hugsanlegt að meira hangi á spýtunni?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 15:20

14 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Einmitt. Velkomið að tjá jafnvel heimskulegustu skoðanir, en það á ekki að tjá þær með hnefunum. Þetta var líka brot á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. en þessir herramenn eru kannski yfir slíkt hafnir, ég veit það svosem ekki.

Vésteinn Valgarðsson, 12.1.2009 kl. 16:07

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þeir voru ekki þarna sem opinberir starfsmenn. Þeir hafa jafn mikinn rétt á að mótmæla eins og aðrir. Eins og ég sé þetta þá álpast þessir bræður þarna inn í hóp af æstu fólki. Fólkið er að halda fram málstað sem þeir ekki styðja. Það kemur til orðaskpta og þá koma þarna að kvíkmyndatöklið mbl.is. Þeir lemja ekki neinn. Þeir aðeins ýta við einhverjum og kalla einhverja vitleysu eins og "kommadruslur". Og þeir mega steyta hnefa. Skárra væri það nú. Er það er merki byltingarmanna.

Það að fólk úr hóp sem m.a. hefur brotið dyr og hurðir. Kastað steinum og spítum í lögreglu. Rifið í sundur ljósleiðara, kynbeinsbrotið lögreglumann og fleira skuli snúa sér að 2 mönnum með sérstæðar skoðanir finnst mér út í hött.

Hér er hægt að sjá þetta vídeó

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.1.2009 kl. 16:42

16 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Eva: "Þeir mega vitanlega tjá sig en helst ekki með því að steyta hnefa framan í fólk sem ekki hefur gert þeim neitt. "

Starfsfólkið á Hótel Borg og Stöð 2 eru pottþétt sammála þessu, getur verið að þetta sé einmitt sú leið sem að hettuklæddir mótmælendur nota og að Ólafur Klemmm hafi eingöngu gert þau mistök að vera ekki grímuklæddur, svona fyrir utan að vera málsvari "rangrar skoðunnar" að mati grímuklæddra.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 12.1.2009 kl. 17:31

17 identicon

Ungfrú Heimur, ég hef ekki beitt nokkurn mann ofbeldi.

Pakk er það fólk sem spillir umhverfi sínu með því að fylla það af sorpi. Sorpi sem er tilkomið vegna skefjalausrar græðgi sem einnig er undirrót mannréttindabrota og umhverfisnauðgunar í öðrum heimshlutum. Sorpi sem er tilkomið vegna þess að dýrum var slátrað án þess að nokkur þörf væri á kjötinu og mold ræktuð til þess eins að grænmeti yrði kastað á haugana, allt í von um að nokkrir auðvaldsskíthælar gætu grætt aðeins meira og nokkrar feitabollur étið yfir sig einn daginn enn.

Ennþá meira pakk er þó fólk eins og þú, sem styður valdníðsluna og spillinguna sem undirtylla Davíðs Oddssonar og bróðir hans finna sig knúna til að verja. Það er engin friðarást sem knýr fólk eins og ykkur, þið bara viljið óbreytt ástand. Hvort það er vegna heimsku eða hagsmuna skal ósagt látið. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 17:43

18 identicon

þeir álpuðust ekkert inní þvöguna,þeirr vissu alveg hvað þeir voru að gera og fóru um með hótunum. þetta er alvarlegt mál þar sem þarna er á ferð hagfræðingur seðlabankans, annarstaðar í heiminum veri þetta heims frétt og hann látin fara á stundini. þetta er ekki til þess að auka trúveruleika seðlabankanns að einn hagfræðingur hanns sé gangandi um með ofbeldi og hótunum, þegar aðal vandamál seðlabankans er að hann hefur eingan trúverðuleika. hann er í þeirri stöðu annað en mótmælendurnir að hann gegnir ábirðar miklu opinberu hlutverki.

bjöggi (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 18:39

19 identicon

Ungfrú Heimur. Ég veit dæmi þess að starfsfólk stórverslana hafi beðið um leyfi til að fá að taka með sér heim það sem á að henda. Ekki leyfir arðræninginn það er liggur brottrekstur við, enda meirihluti starfsfólks ungmenni og útlendingar. Ég hef ekki vott af samviskubiti yfir því að nýta það sem auðhyggjan fleygir í siðleysi sínu.

Þú virðist bera mikið traust til langanna eins og flestir, enda er okkur frá unga aldri inrætt sú trú að lög séu heilög. Sannleikurinn er sá að lög eru sett af ósköp venjulegu og breysku fólkiog mörg þeirra eru ekki sett til að vernda almenning, heldur til að tryggja fámennum hópi meiri auð og meiri völd. Þar á meðal eru lög sem tryggja eiganda rétt til að halda verðlagi uppi, t.d. með því að neita að leigja út húsnæði sem hann hefur engin afnot af, eða neita að setja offramleiðslu á markað á lægra verði. Frekar skal pína fólk til að eyða eins miklu og mögulegt er, jafnvel þótt gróðapungurinn græði ekkert á því, bara til að breikkaörugglega bilið milli ríkra og fátækra.  Þetta kerfi, þar sem hluti laganna þjónar þeim tilgangi að viðhalda völdum fárra, er kerfið sem Klemezsynir eru að verja. Ég rís gegn slíku svínaríi með öllum tiltækum ráðum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 19:07

20 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En af hverju bjoggi var þá farið með "uppsagnarbréf á Landspítalann" út af bróður hans. Held líka að þátttaka í mótmælum eða andstöðu við mótmæli komi hagfræði og hagfræðing í Seðlabanka ekkert við. Sérstaklega á lögbundnum frídegi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.1.2009 kl. 21:18

21 identicon

Þú sérð nú best á bankahruninu hversu vel þetta þingræði virkar. Ég vil ekki þetta fulltrúalýðræði nei, vegna þess einfaldlega að það hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi og réttlátum lögum. Ég vil beint lýðræði, þar sem almenningur er virkur, upplýstur og tekur beinan þátt í ákvarðanatöku og mótun laga. Í slíku samfélagi hefði almenningur vitað hvað var á seyði í fjármálalífinu og ef hann hefði vitað, hefði hann getað tekið í taumana. Afsökun nánast allra núna er sú að enginn vissi neitt, allra síst þeir sem bjuggu til kerfi sem gerði það löglegt að féfletta þjóðina, og þetta eiga víst að heita fulltrúar fólksins.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 23:17

22 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úps ég held nú að þingræðið hafi nú ekkert með hrun bankana að gera. Það er nokkuð ljóst að þingmenn eins og við trúðum ekki að svona gæti gerst.

Ég held að það sé hugsanlega að hér hafi skapast of mikið ráðherra og ráðuneytaræði. Þar sem að þingið varð að afgreiðslustofnun. Þingræði er hins vegar það sem nær allar þjóðir nota og vilja nota. Þannig á að vera tryggt að það sem ákveðið er endurspegli vilja meirihlutans.

En okkur hefur tekist að klúðra málum alvarlega með því að kjörnir fulltrúar eru ekki að vinna vinnuna sína. Þeir hafa ekki haft heldur upplýsingar nema frá t.d.Davíð sem er ekki starfi sínu vaxinn.

Hinsvegar er allt í lagi að við almenningur verðum virkari í ákvarðanatöku. Það má t.d. setja skýr lög um þjóðaratkvæði og t.d. greiða atkvæði um öll stærstu mál t.d. 2x á ári eða oftar. Hef ekki skilið nú þegar að um 80 til 90% heimilia eru nettengd að ekki sé hægt að koma upp skotheldu kerfi til að kjósa vefrænt. Þeir sem það kysu gætu greitt sín atkvæði hjá sýslumönnum.

En í öllum löndum þarf einhver að stjórna og því verður það alltaf fulltrúar meirihluta þingmanna sem mynda stjórn eða eða minnihlutastjórn sem hefur stuðning frá öðrum þannig að hún hafi meirihluta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.1.2009 kl. 23:48

23 identicon

Komið þið sæl !

Magnús Helgi ! Enn sannar þú; sem fyrr, grunsemdir mínar, um raggeitar hátt þinn, þá á hólminn er komið, á einni ögurstunda Íslands sögunnar.

Aumlegur er; holtaþokuvæll þinn.  

Það er með þig; eins og Ágúst Ólaf - Sævar Helgason - Ólínu Þorvarðar dóttur - Hólmfríði Bjarnadóttur, gæti talið fjölda krata enn.

FLOKKURINN - FLOKKURINN - FLOKKURINN; munið þið kyrja, unz yfir lýkur. Skítt; með fólkið í landinu, bölvaðir hræsnararnir ykkar, Magnús minn.

Með afar nöprum kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 01:14

24 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Óskar Helgi þú heldur þig bara í sveitinni. Ég sé ekki hvað flokkar koma þessu máli nokkuð við. Ég var upprunalega að blogga um að menn mættu hafa sínar skoðanir eins og mótmælendur án þess að fólk færi beint að ráðast að atvinnu þeirra! Síðan hef ég talað um að þingmenn hefðu misst það vald sem Alþingi á með réttu yfir til Ráðherra og ráðuneyta.

En þú óskar vilt sjálfsagt taka upp stöðuna eins og hún var hér á 19 öld þar sem að bændahöfðingjar réðu öllu og hjúin voru í ánauð hjá þeim.

Ég aftur vill að að við fylgjum þróuninni í heiminum og allt kapp sé lagt á að búa almenningi sem best kjör. Ég vill ekki sjá land eins og á miðri 20 öldinni þar sem útgerðamenn réðu öllum plássum hér á landinu. Og allir sem þar bjuggu unnu hjá þeim eða voru atvinnulausir.

Ég vill ekki sjá ástand eins og var milli 1960 til 1980 þar sem að samið var um launahækkanir og þær síðan teknar til baka samdægurs með því að fella gegnið. Allt skv. pöntun frá útgerðarmönnum og atvinnurekendum.

Ég vill að fólkið fái hér meiri völd en ekki með ofbeldi heldur að það taki sig saman um að segja hvað það er sem það vill og vinni saman að því að koma vilja sínum í framkvæmd.

Ég kaupi ekki svona upphrópanir eins og "stjórnin burt strax" og þessháttar án þess að fólk sé búið að segja hvað það vill í staðinn og hvernig á að vinna að því.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.1.2009 kl. 02:07

25 identicon

Eva þú hræðir mig. Ég er skelfingu lostin yfir því að tiil sé fólk sem sé svona heilaþvegið af hatri á stórnsýslu. Stjórnvald er fyrirkomulag sem hefur þróast í samfélögum um aldir alda til að tryggja mögulega aðkomu almennings að ákvarðanatöku og að lágmarks lögum og reglum sé fylgt. Til að vinnandi fólk þurfi ekki að vera í vinnu í 20 - 40 klst á viku við að kynna sér efni sem verið er að taka ákvarðanir um höfum við þingmenn sem við treystum til að gera þetta fyrir okkur. Ef þú treystir engum þeirra áttu að finna þér flokk sem þú átt mest sameiginlegt með og hafa áhrif innan hans já eða bjóða þig fram. Ég óttast hins vegar að þú samræmist engum flokkum heldur vitir allt best sjálf og takir galnar ákvarðanir. Við hin myndum því sjálfsagt aldrei kjósa þig til ákvarðanatöku fyrir okkur og þess vegna ertu frústreruð. Þú ert hippi og og anarkisti og það er allt í lagi en ég efast um að þú fengir mörg atkvæði á þing sem fulltrúi almennings því til þess áttu ekki nægilega mikið sameiginlegt með þjóðinni, sem betur fer. Ég er samt sammála þér að ýmislegt fór úrskeiðis og að efla þarf þingið en við þurfum alls ekkert að umbreyta samfélaginu okkar.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 05:51

26 identicon

"Ungfrú Heimur. Ég veit dæmi þess að starfsfólk stórverslana hafi beðið um leyfi til að fá að taka með sér heim það sem á að henda. Ekki leyfir arðræninginn það er liggur brottrekstur við, enda meirihluti starfsfólks ungmenni og útlendingar. Ég hef ekki vott af samviskubiti yfir því að nýta það sem auðhyggjan fleygir í siðleysi sínu"

Eva hvernig heldurðu að hagkerfið okkar væri ef við værum 313000 Eva Hauksdætur sem keyptum ekkert af framleiðsluvörum og innflutningi heldur biðum eftir að því yrði fleygt? Hversu lengi yrði framleiðsla á matvörum? Hvernig myndum við reka heilbrigðisþjónustuna, skólakerfið, stjórnsýsluna og ég tala ekki um ef við værum svo bara öll með nornabúð og upp á fjöllum að mótmæla? Vissulega væru engir "arðræningjar" en þess í stað fengjum við eintóm "sníkjudýr" sem hirtu mat úr rusli eins og rottur.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 08:00

27 identicon

Ég held að það að bankarnir urðu of stórir sé afleiðing m.a. afleiðing af því að þjóðin stóð með auðvaldinu gegn Alþingi í fjölmiðlamálinu.   ég held nefnilega að tvent hafi gerst þá stundina.

1. auðvaldið sá hver máttur fjölmiðla var í mótun almenningsálits...  Eg held það það sé engin tilviljun að eignedur bankana áttu líka fjölmiðla.  þó svo að ALLIR geri sér grein fyrri því að maður græður ekki á rekstri fjölmiðla ( í krónum talið )

2. Hinir kjörnu fulltrúar sáu hvers konar útreið ákveðnir aðilar fengu í fjölmiðlamálinu og engin ( með viti ) þori hér eftir að feta þau fótspor.

Þegar allt kemur til alls þá eru þingmenn mennskir, þeir hafa takmarkaðan áhuga á að láta troða á sér ofan í svaðið og því hljóta þeir að forðast "óþarfa" bæglagang gegn auðmönnum.  Þetta vita auðmenn og gátu blásið kefin sín upp úr öllu valdi á kostnað skattborgara þessa og annarra landa.

Nú hvað EF Davíð hefði t.d. ákveðið að berjast að fullum krafti gegn þessar útþennslu.... hverskonar umfjöllun haldið þið að hann hafi fengið????????  Hann hefði verið úthrópaður enn og aftur fyrir að lemja á baugsmönnum....

Það sorglega er að almenningur á mjög ríka sök í þessu máli.  því almenningur stóð með auðvaldinu á örlagatíma. Og þar voru gefin skilaboð sem allir skildu.

nafnleysinginn (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 09:37

28 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sammála Nafnleysingja hér að ofan. Reyndar ekki varaðndi Davíð. Hann hafði nóg tækifæri á að upplýsa alvarleikan fyrir okkur og setja bönkunum stífara aðhald. Eins og aukna bindiskildu, og minnka millibankaviðskipti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.1.2009 kl. 09:41

29 identicon

Adda, ég trúi ekki á og hef aldrei sóst eftir samfélagi þar sem allir eru eins og ég og ég trúi því ekki að þú sért svo galin að vilja samfélag þar sem allir eru eins og þú. Samfélag ólíks fólks sem skiptist á skoðunum og á það helst sameiginlegt að vilja að öllum líði vel, virkar áreiðanlega betur en samfélag þar sem allir hafa sama smekk og áhugamál og keyra áfram á eiginhagsmunum.

Ég tók þá afstöðu skömmu eftir bankahrunið að ég ætlaði ekki að láta kúga mig til að greiða skuldir útrásarvíkinganna og annarra auðmanna sem fá skuldir sínar afskrifaðar. Eina leiðin til að komast hjá því er að taka eins lítinn þátt í hagkerfinu og mögulegt er. Það sem ég kaupi, kaupi ég hjá smákaupmönnum sem hafa enn ekki gefist upp fyrir valdníðslu Baugsmafíunnar og annarra glæpasamtaka. Ef þú vilt taka þátt í að borga brúsann þá er það þitt mál en ég vil frekar lifa á kartöflum eingöngu en láta kúga mig.

Stjórnvald var ekki þróað til þess að til að tryggja mögulega aðkomu almennings að ákvarðanatöku, heldur til þess að halda henni í lágmarki. Það er útbreiddur misskilningur að anarkistar álíti að enginn eigi að stjórna. Fólk hefur misjafna hæfileika og mismikinn áhuga á hverjum málaflokki og það er útilokað að vera sérfræðingur í öllu. Stjórnvaldsleysi merkir að þeir sem stjórna eiga ekki að hafa meiri völd en svo það á ekki að vera neitt mál að skipta þeim út. Til þess þurfa fleiri en 1-5 manneskjur að hafa vit á sömu hlutunum og almenningur þarf að vera vakandi fyrir því hvað er að gerast í kringum hann.

Flokkakerfið sem við búum við býður ekki upp á réttlátt samfélag. Ég hef engan áhuga á því að stjórna landinu, heldur vil ég opna kerfið þannig að sem flestir geti haft áhrif.  Mig langar að hafa áhrif vegna þess að fólk sjái vit í því sem ég segi, en ekki í skjóli valds og leynimakks. Mig langar að verða fyrir áhrifum frá öðrum af því að ég sjái vit í skoðunum þeirra en ekki líta á örfáar manneskjur sem leiðtoga sem hafi öll svörin og jarma upp í þær bara af því að þær gegni einhverjum embættum.

Annars finnst mér merkilegt hve algengt það er að fólk sem sér ekkert að því að svíkja undan skatti, svíkja út barnabætur fyrir einstæða þótt það sé í sambúð, þiggja atvinnuleysisbætur eða örorkubætur sem það þarf ekki á að halda og misnota velferðarkerfið á allan hugsanlegan hátt,  setur nefið upp í loftið gagnvart þeim sem svara offramleiðslusamfélaginu með því að nýta rusl, fremur en að kasta í það peningum.  Ég er ekki að saka þig um það enda þekki ég þig ekkert en þessi sjúka tegund af snobbi er mjög algeng.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:09

30 identicon

Kallarðu það skoðanir að ýta með handleggnum á háls annars manns? Það er hættulegt, getur stöðvað öndunarveginn og viðkomandi getur kafnað. Ólafur hefur kannski talið það í lagi fyrst hann var með lækni með sér!

Kallarðu það skoðanir að hrinda með hörku kvenmanni? Ég kalla það skíthælaskap.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 15:58

31 identicon

Eva, ég kýs flokk í því skyni að finna fólk sem á mest sameiginlegt með skoðunum mínum til að nota atkvæði mitt því ég má ekki vera að því að kynna mér hvert það mál sem liggur fyrir þinginu til hlýtar. Einnig til að tryggja það að öfgafólk eins og þú kjósir ekki ein og kaffærir minn rétt. Meira að segja þú hlýtur að vita að hver og einn einstaklingur má varla vera að því að taka upplýsta ákvörðun um hvert það málefni sem fyrir þinginu liggur og kjósa um það. Fljólega yrðu bara heitustu öfgamennirnir og óánægjuliðið eftir til að kjósa því aðrir gæfu sér ekki tíma til þess. Ef þú hefur sterkar skoðanir í pólítík og vilt hafa áhrif þá bíðurðu þig fram til þings. Ég vel mér þingmenn til þess að fara með þetta atkvæði til að tryggja það að fólk sem á ekkert sameiginlegt með skoðunum mínum en hefur tíma og áhuga á pólítík fari ekki með það. Þetta er tilgangur flokkakerfis. Ég er nefnilega upptekin í verðmætasköpun fyrir mig og þjóðfélagið. Ég vel flokk sem þú fyrirlítur því ég á mest sameiginlegt með honum. Það eru ekki bara ríkisbubbar í sjálfstæðisflokknum heldur er 90% af félögum þar fólk sem er í öllum stéttum og á það sameiginlegt að trúa á drifkraft og einstaklingsfrelsið en ekki auðvaldið eins og þú kallar það. Það þíðir ekki að ég sé sátt við allt það sem gerðist heldur að ég treysti frekar fólkinu sem hefur sömu hugsjónir og ég til þess að fara með stjórn. Ef ég vil hafa áhrif er hægur vandi að mæta á vinnufundi innan flokkanna því þar er svo sannarlega lýðræðisleg umfjöllun. Ég á ekkert sameiginlegt með fólki sem grýtir eggjum í Alþingishús okkar Íslendinga, varnar þjóðkjörnum fulltrúum inngöngu, ryðst inn á lögreglustöðvar, mótmælir  virkjunum og álfyrirtækjum og flýgur svo í álflugvélum í aðra heimsálfu af því ekki er nóg að mótmæla hér eingöngu. Ég vil frekar eyða orkunni í að leyta lausna, bjarga því sem bjarga verður og hafa málefnalega afstöðu sem ekki er alveg lengst í jaðrinum. Ég er nefnilega ekki öfgamanneskja eins og þú. Ég vil frekar vera lúsiðinn íslendingur, vel menntaður og vinnusamur sem vinnur við verðmætasköpun og skapar fólki atvinnu og ég á trúlega meira sameiginlegt með um 80% þjóðarinnar en þú. Ég sé lítinn mun á fólki sem misnotar almannatryggingakerfið og öðru fólki sem tekur ekki þátt í þjóðfélaginu og stundar niðurrifsstarfsemi. Hins vegar er ég hjartanlega sammála þér að þú mátt hafa þína skoðun og fjölbreytt mannlíf er sannarlega plús, en ég er samt afskaplega fegin að það eru fleiri einstaklingar líkir mér en þér. En ég get tekið undir með þér og þínum heilshugar í einni setningu; „Helvítis fokking fokk“.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 17:40

32 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Theódór þú gerir held ég full mikið úr þessu. Ég get nú ekki séð þessar aðfarir með þínum augum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.1.2009 kl. 17:47

33 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Magnús Helgi ! Allt; allt, er ásættanlegra, í fari fólks, fremur en hræsni sú, sem undirferli, hvert býr í fari frjálshyggju hyskisins;; gildir þá einu, hvort viðkomandi, séu meðlimir : Sjálfstæðisflokksins - Framsóknarflokksins, eða þá Samfylkingarinnar.

Sýnu alvarlegast er; þá þið frjálshyggjumenn, laumið ykkur í raðir, raunverulegra umbótasinna, ýmissa, en kyrjið FLOKKS söngvana, samt, þótt í felum kunni að vera, að nokkru.

Það er; mín meining, með athugasemd minni - hinni fyrri, Magnús minn !

Með sæmilegri kveðjum; en þungum þó, enn /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:34

34 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Magnús, það fór kannski framhjá þér, en Mbl.is birti um daginn myndband af Klemm-bræðrum með dólgslæti og ógnanir á Austurvelli. Það breytir engu hvort þeir eru á vakt eða ekki eða hvort þetta kemur hagfræði eða svæfingalækningum við eða ekki. Opinberum starfsmönnum ber að gæta að virðingu sinni, líka þegar þeir eru í fríi. Ég samdi ekki þessar reglur, þær er að finna í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

Létu einhverjir mótmælendur illa? Það getur verið. Það gefur engum rétt til að ganga bara að einhverjum mótmælendum og láta illa við þá.

Vésteinn Valgarðsson, 13.1.2009 kl. 22:33

35 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Óskar ég hef nú frá því ég man eftir verið vinstrimaður. Ég kaus til skiptis Alþýðubandalagið og Alþýðuflokk eftir því hvor þeirra ég taldi að mundi koma fram þeim lífsgildum mínum um að tryggja öllum sem mestan jöfnuð. Ég er harður á því að allir eigi að njóta þjónustu ríkisins í heilbrigðiskerfinu og í menntun óháð efnahag. Ég er fylgjandi að hér verði kerfi eins og í Danmörku þar sem heilsugæsla og tannlækningar eru gjaldfrjálsar.

Ég er hinsvegar ekkert á móti því að menn geti orðið ríkir ef að þeir greiða hlutfall af því til samneyslunar.

Ég er ekkert hrifinn af því sem hér hefur verið að þróast síðustu ár. En ég tel að byltingar eigi að fara fram þannig að þeir sem hafa skoðanir eða lausnir hópi sig saman og bjóði þjóðinni þessa möguleika í næstu kosningum. Ég er á móti mótmælum sem leggur fólk í hættu sem og mótmæli þar sem fólk er ekki að bjóða upp á aðrar lausnir. Er bara að mótmæla til að mótmæla.  T.d. eins og kosningar strax? Og hvað svo? Eða þjóðstjórn? Hver á að velja í hana? Eða starfsstjórn? Á þá að  vísa Alþingi frá? Ef ekki hvernig á starfsstjórn að koma einhverju í gegnum þingið?

Kosningar fljótlega? Jú það mundi ég vilja. T.d. í sumar eða haust. Þá hefur gefist tækifæri á að flokkar bæði nýjir og gamlir séu búnir að skoða og móta hvaða framtíðarsýn þeir vilja vinna að.  Davíð burtu? Já auðvita maðurinn hefur gert allt of mörg mistök og kostað okkur traust annarra þjóða.

Ef að Samfylingin stendur sig ekki að mínu mati á næstunni  þá segji ég mig úr flokknum og kýs annað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.1.2009 kl. 22:43

36 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Vésteinn ég vísaði í það hér að ofna. Ég er búinn að skoða það nokkrum sinnum. Bræðurnir eru æstir og ýta að eins við fólki og er ógnandi en ekki meir.

Opinber starfmaður í fríi ber ekki svona skildur. Láttu mig vita það ég er opinber starfsmaður. Skildur okkar ná ekki út fyrir vinnutíma a.m.k. ekki hvað þetta varðar.  Það gildir annað um lögreglu og fleir sérstéttir  þar sem eru gerðar auknar kröfur.

Hér er kaflinn um skildur opinberra starfsmanna

IV. kafli. Skyldur.
14. gr. Starfsmanni er skylt að rækja starf sitt með alúð og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við.
Starfsmanni er skylt að veita þeim sem til hans leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, þar á meðal að benda þeim á það, ef svo ber undir, hvert þeir skuli leita með erindi sín.
15. gr. Skylt er starfsmanni að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um starf sitt.
16. gr. Starfsmenn skulu koma stundvíslega til starfa, hvort heldur er að morgni eða eftir hlé. Heimilt er að setja upp tímaskráningarkerfi til að fylgjast með því hvenær starfsmenn mæta til vinnu.
Starfsmanni, sem verið hefur frá starfi án gildra forfalla, er skylt að hlíta því að dregið sé af launum allt að tvöföldum þeim tíma sem hann var frá starfi.
17. gr. Forstöðumaður ákveður vinnutíma þeirra starfsmanna sem starfa hjá stofnun að því marki sem lög og kjarasamningar leyfa.
Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni, nema þeim er gegnir lögreglustörfum eða annarri öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur fimmtungi af lögmæltum vikulegum vinnutíma.
18. gr. Hverjum starfsmanni er skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli málsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
19. gr. Skylt er starfsmanni að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því er hann tók við starfi. Starfsmaður getur kosið að segja upp starfi sínu vegna slíkra breytinga, enda skýri hann ráðherra eða forstöðumanni frá því innan eins mánaðar frá því að breytingarnar voru tilkynntar honum. Ef breytingarnar hafa í för með sér skert launakjör starfsmanns eða réttindi skal hann halda óbreyttum launakjörum og réttindum þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í embætti eða jafnlangan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi, sbr. 46. gr.
20. gr. Áður en starfsmaður hyggst, samhliða starfi sínu, taka við launuðu starfi í þjónustu annars aðila, ganga í stjórn atvinnufyrirtækis eða stofna til atvinnurekstrar ber honum að skýra því stjórnvaldi, er veitti starfið, frá því. Innan tveggja vikna skal starfsmanni skýrt frá því ef áðurnefnd starfsemi telst ósamrýmanleg starfi hans og honum bannað að hafa hana með höndum. Bera má slíkt bann undir hlutaðeigandi ráðherra.
Rétt er að banna starfsmanni slíka starfsemi sem í 1. mgr. segir ef það er síðar leitt í ljós að hún megi ekki saman fara starfi hans í þjónustu ríkisins.
21. gr. Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðumaður stofnunar veita honum skriflega áminningu. Áður skal þó gefa starfsmanni kost á að tala máli sínu ef það er unnt.

Eins og þú sérð þá er smá kafli í 21 gr sem gæti stutt mál þitt en þá er það mat forstöðumanns. Og þá ber að veita honum áminningu. En annað gildir um lækna þeir starfa skv. lögum um lækna

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.1.2009 kl. 22:52

37 identicon

Adda, er ekki komið í ljós hversu vel fólkinu sem þú kaust var treystandi til að fara með völd?

Þú kaust þetta fólk af því að þú reiknaðir með að það væri sjálfu sér samkvæmt. Þú ert sennilega heiðarleg sjálf og býst við því sama af öðrum. Ég trúi því að allt þetta fólk hafi farið á þing með hreinu hugarfari, í þeim tilgangi að taka skynsamlegar ákvarðanir með almannaheill í huga. Það er bara svo einkennilegt að um leið og fólk venst því að hafa mikil völd, þá spillist það. Það virðist bara vera mannlegt eðli. Það er þessvegna sem flokkakerfið bítur okkur alltaf í bakið. Auk þess náttúrulega virkar nýfrjálshyggjan ekki frekar en aðrar öfgastefnur.

Marga óar við tilhugsuninni um að þurfa að vera virkir þáttakendur í lýðræðinu en það er ekki eins flókið og erfitt og þú heldur. Þetta snýst ekki um að allir skilji hvert einasta smáatriði sem rætt er í þinginu, heldur að fólk fái tækifæri til að hafa áhrif. Í Sviss er t.d. þjóðaratkvæðagreiðsla um allt sem skiptir máli en það fer eftir málaflokkum hvort hann þarf að taka afstöðu eða ekki. Hann fær hinsvegar alltaf tækifæri til að taka afstöðu. Þú gætir t.d. látið öðrum eftir að ákveða eitthvað um t.d. skipulagsmál ef þú hefur engan áhuga á þeim, en þú fengir samt að hafa eitthvað um það að segja hvort við göngum í Evrópusambandið. Þannig myndu fulltrúar þínir ekki hugsa og tala fyrir þig, heldur sjá um vinnuna við að útfæra og hrinda ákvörðunum í framkvæmd.

Ef það eru öfgar að vilja opna stjórnkerfið fyrir almenningi þá hljóta það að vera öfgar í hina áttina að neita að segja þjóðinni hversvegna hryðjuverkalögum var beitt gegn Landsbankanum. Þú kallar það bara ekki öfgar af því að við erum vön því að leynimakk sé álitið eðlilegt. En spáðu í eitt; það var 'óánægjuliðið' og 'öfgamennirnir' sem áttuðu sig á því að leynimakkið og hringamyndunin væri að stefna okkur í voða, einmitt af því að við látum ekki aðra hugsa fyrir okkur. Í samfélagi sem byggir á virkri þátttöku í stað fámennis valds, hefðu öfgamennirnir komið í veg fyrir, ekki bara bankahrunið, heldur forsendur þess líka.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:53

38 identicon

Magnús Helgi:

Hvaða hluta af eftirfarandi málsgrein skilur þú ekki?

Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:56

39 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég sagði það að það væri mat yfirmanns hans hvort að þetta hefði áhrif á starf hans og þá á hann andmælarétt og svo er áminning möguleg. En á þetta þá ekki við alla sem þarna voru og eru í starfi eða námi. Maðurinn gerði ekkert nema að æsa sig og ýta við einhverjum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.1.2009 kl. 23:10

40 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er Ólafi til vanvirðu og álitshnekkis að ganga um steytandi hnefana utan í fólk sem hefur ekki gert honum neitt. Því á yfirmaður hans að veita honum áminningu. Þetta er augljóst.

Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2009 kl. 00:30

41 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er ekkert að mæla honum bót en þetta er ekki ígildi þess að ég mundi áminna hann. Og ekki bróðir hans. Ef að þetta væri áminningarvert þá væru yfirmenn að gera lítið annað en að áminna. Ég var t.d. í starfsmannapartý og einn drakk full mikið og henti pylsu í annan starfsmann. Átti ég að áminna hann og þá fyrir hvað? Þetta var ekki í raun brot í starfi. Ef að opinber starfsmaður er í hópi mótmælenda og riðst inn á Hótel Borg á þá að áminna hann?

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.1.2009 kl. 00:41

42 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Ég er svo 100% sammála skrifum Öddu Sigurjónsdóttur hér fyrir ofan og ég er reyndar alveg viss um að meirihluti þjóðarinnar er sama sinnis. Sumt öfgafólk er hreinlega ekki hægt að tala við og eða skrifast á við!

Katrín Linda Óskarsdóttir, 15.1.2009 kl. 01:21

43 identicon

 Magnús. Lestu betur yfir 14.15 og 21.gr lagana.  Og horfðu svo á þetta myndband af þeim bræðrum aftur og lestu svo yfir þessar lagareglur hérna líka .

40. gr. Embættismönnum er óheimilt að efna til eða taka þátt í verkfalli eða öðrum sambærilegum aðgerðum.

44. gr. Skylt er að veita starfsmanni áminningu skv. 21. gr. og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum er sagt upp störfum ef uppsögn á rætur að rekja til ástæðna sem þar eru greindar. Annars er ekki skylt að gefa starfsmanni kost á að tjá sig um ástæður uppsagnar áður en hún tekur gildi, þar á meðal ef uppsögn stafar af öðrum ástæðum, svo sem þeirri að verið sé að fækka starfsmönnum vegna hagræðingar í rekstri stofnunar.
Ef starfsmaður óskar skal rökstyðja uppsögn skriflega. Ef hún á rætur að rekja til ástæðna sem greindar eru í 21. gr. má bera hana undir hlutaðeigandi ráðherra.
45. gr. Starfsmanni skal víkja úr starfi fyrirvaralaust ef hann hefur verið sviptur með fullnaðardómi rétti til að gegna því starfi. Nú hefur starfsmaður verið sviptur þeim rétti með dómi í héraði, og skal þá í þeim dómi kveða á um hvort það ákvæði hans skuli þegar koma til framkvæmdar eða fresta því þar til ráðið verður hvort honum skuli skjóta til æðra dóms eða þar til úrlausn æðra dóms er fengin.
Starfsmanni skal og víkja úr starfi fyrirvaralaust ef hann hefur játað að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi sem ætla má að hefði í för með sér sviptingu réttinda skv. 68. gr. almennra hegningarlaga.

  53. gr. Brot á 40. gr. varða fésektum, nema mælt sé fyrir um þyngri refsingu í öðrum lögum.

Almenn hegningarlög:


[68. gr. a. Nú er manni synjað um opinbert starf eða opinbert leyfi til þess að stunda starf fyrir þá sök, að hann hafi framið refsiverðan verknað, og má þá bera synjun stjórnvalda undir dómstóla samkvæmt reglum um meðferð opinberra mála. Úrlausn héraðsdóms sætir kæru til hæstaréttar.


Nú hefur maður verið sviptur réttindum ótímabundið með dómi í opinberu máli, og er þá heimilt, þegar 5 ár eru liðin frá uppsögu dóms, að bera undir dómstóla samkvæmt reglum um meðferð opinberra mála, hvort fella skuli niður réttindasviptingu. Úrlausn héraðsdóms sætir kæru til hæstaréttar. Sérákvæði í lögum um brottfall réttindasviptingar skulu halda gildi sínu.]1)

Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 11:55

44 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Embættismenn eru væntanlega skipaðir í sínar stöður. Held að hagfræðingar Seðlabanka séu starfsmenn og því held ég að þeir hafi verkfallsrétt.

Og um brot í starfi hjá starfsmönnum ríkisins getur varla verið um að ræða þar sem hann var í sínum frítíma.

Við sjáum í þessu myndbroti aðeins þegar hann stendur í einhverjum æsing við eitthvað fólk. Við sjáum ekkert hvað gerist áður.

Við sjáum læknin bróðir hans ekki gera neitt nema rífa kjaft.

Fannst aðgerð eins og að mæta á vinnustað læknisins og halda því fram að hann hefði sýnt fram á að vera óhæfur í starfi full langt gegnið. Hann persónulega er ekki ábyrgur fyrir neinu nema að hafa verið ósammála fólki þarna og kalla þau "kommadruslur" 

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.1.2009 kl. 12:13

45 identicon

Læknirinn hefur verið ásakaður um að hafa haft ónotum í  fólk sem verið var að hlúa að og auk þess verið ásakaður um að hafa sparkað til fólks sem verið var hlú að því þarna liggjandi varnarlaust. Þetta er brot á starfsreglum lækna hvort sem þeir eru á staðnum í vinnu eður ey.

Hvað varðar myndbandið af þeim bræðrum þá sést til hagfræðingsins þar sem lemur til stúlku í brjóstkassann það fast að hún hrekkur til vegna þungans. Einnig leggur hann handlegg upp að hálsi eins mótmælandans þarna og setur sig í einhverskonar box stellingar en hættir við á síðustu stundu að reiða til höggs.  þessi atriði eru brot á 14 og 21 gr. lagana, eins og ég skil þau.

Hagfræðingurinn og læknirinn eru á launum hjá ríkinu, þannig að lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber þeim að hlíta.

Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 13:16

46 identicon

Auk þess virðast þeir vera mjög ölvaðir eða jafnvel undir annarlegum áhrifum. þetta heirir undir 14 og 21.gr lagana .

Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 13:21

47 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það væri þá hægt að reka marga opinbera starfsmenn. Ef að allir sem sæjust undir áhrifum áfengis væru að brjóta af sér. Það verður að gera greinarmun á því þegar menn eru í vinnu og utan vinnu.

Og þessi kjánagangur í þessum bræðrum var þeim ekki til álitisauka en samt ekki borttrekstrarsök. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.1.2009 kl. 13:31

48 identicon

Þetta er ekki spurning um það hvort starfsmaður ríkissins sjáist undir áhrifum áfengis utan vinnutíma eður ey ,heldur er verið að tala um hvernig þeir haga sér utan vinnutíma sem getur orðið til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við, hvort sem menn eru undir áhrifum áfengis eður ey.

Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 13:53

49 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefur þetta atvik verið kært? Sá á einhverjum? Veit þú fyrir víst að myndskeiðið sýni allt sem gerðist? Hvað hafði gerst þarna á unda? Það heyrist t.d. að þeir eru að svara fólki sem við heyrum ekki hvað er að segja.

Það er verið að gera mikið úr einhverju sem var ekki neitt. Nema 2 bræður sem sjást þarna haga sér eins og kjánar og eru með einhverja sýndarmennsku. Óþarfi fyrir fólk sem sjálft er að riðjast og hnoðast á við starfsfólk Hótel Borgar að rjúka í að reyna að koma þessum viðkomandi mönnum í frekar vandræði og efast um hæfi þeirra í starfi út af þessu. Það voru ekki þeir sem sem áttu samskipti við þessa bræður sem fóru upp á Landspítala með þetta uppsagnarbréf og í neytendasamtökin. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.1.2009 kl. 14:27

50 identicon

Ef Ísland á að teljast lýðræðislegt réttarríki, þá eru þetta brot á lögum og skyldum starfsmanna ríkisisn hvernig þeir fóru fram þarna.

  14. gr. Starfsmanni er skylt að rækja starf sitt með alúð og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við.
Starfsmanni er skylt að veita þeim sem til hans leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, þar á meðal að benda þeim á það, ef svo ber undir, hvert þeir skuli leita með erindi sín.
15. gr. Skylt er starfsmanni að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um starf sitt.

21. gr. Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðumaður stofnunar veita honum skriflega áminningu. Áður skal þó gefa starfsmanni kost á að tala máli sínu ef það er unnt.


44. gr. Skylt er að veita starfsmanni áminningu skv. 21. gr. og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum er sagt upp störfum ef uppsögn á rætur að rekja til ástæðna sem þar eru greindar. Annars er ekki skylt að gefa starfsmanni kost á að tjá sig um ástæður uppsagnar áður en hún tekur gildi, þar á meðal ef uppsögn stafar af öðrum ástæðum, svo sem þeirri að verið sé að fækka starfsmönnum vegna hagræðingar í rekstri stofnunar.


Ef starfsmaður óskar skal rökstyðja uppsögn skriflega. Ef hún á rætur að rekja til ástæðna sem greindar eru í 21. gr. má bera hana undir hlutaðeigandi ráðherra.

Bjarni Hallsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:03

51 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jam þá hef ég líka brotið af mér. Ég hef notað afl þegar ég ruddist í biðröð til að kaupa mér kók í leikhléi á nokkrum landsleikjum ég hef verið áberandi drukkinn á almannafæri og einusinni man ég eftir að hafa verið stöðvaður þegar ég ætlaði að ráðast á Geir Ólafsson á veitingarhúsi. Eins þá henti starfsmaður hjá mér pyslu í annan starfsmann á starfsmannadjammi.

Skv. þessu væru allir opinberir starfsmenn sem tækju þátt í aðgerðum mótmælenda að brjóta af sér og ættu því að fá áminningu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.1.2009 kl. 15:37

52 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

"Allir sem sjást undir áhrifum áfengis"? Það er ekki það sem er málið, Magnús, heldur að þeir bræður ógnuðu fólki kófdrukknir og völdu til þess áberandi vettvang fyrir framan myndavélar og fjölda vitna.

Vésteinn Valgarðsson, 16.1.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

StatCounter - Free Web Tracker and Counter

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband