Leita í fréttum mbl.is

Hverju er verið að mótmæla?

Í bréfinu frá Andspyrnuhreyfingu Alþýðu segir m.a.+

Innihald póstsins einföld skilaboð: Heilbrigðisráðherra við mótmælum gerræðislegum vinnubrögðum og niðurskurði í heilbrigðismálum þjóðarinnar.

Og bíddu hvaða niðurskurður er það svona sérstaklega sem maður á að mótmæla. Nú segja allir sérfræðingar sem um málið hafa fjallað að flestar þessar breytingar séu til bóta og nauðsynlegar. Þar á meðal stjórnsýslufræðingurinn og vinur Ingibjargar þar til í gær. Hún er ein af höfundum að þessu kerfi sem byggir á að skilgreina

Af ruv.is í gær

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir sameiningu heilsugæsluumdæma skynsamlegt skref en varar við yfirgripsmiklum breytingum í heilbrigðiskerfinu á erfiðum tímum.

 

Þetta sagði hún í grein á www.visir.is19. sept.

Með Sjúkratryggingastofnun fæst á einum stað í kerfinu heildarsýn við samningagerð um kaup og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu. Þannig má draga úr kerfislægri áhættu, þ.e. hættunni á því að einn samningur um tiltekna þjónustu raski þjónustu annars staðar í kerfinu. Við mat á kerfislægum aðstæðum og áhættum þarf m.a. að taka mið af upplýsingum um heilsufarsaðstæður og þarfir landsmanna, samsetningu og stöðu mannauðs og tækni, og kostnað.

Fjárfestar í opinberum heilbrigðiskerfum eru sífellt kröfuharðari hópur. Það sem einkennir þennan hóp á Norðurlöndunum er hollusta við kerfið að því tilskyldu að jafnt skuli yfir alla ganga, og að áhættunni sé dreift milli eldri og yngri í kerfinu, milli heilbrigðra og veikra, efnameiri og efnaminni.
Þessi samanburður á að undirstrika að til að vel takist til við framkvæmd nýrra laga verða ákveðnar forsendur að vera til staðar.

Kerfisbreytingarnar eru langtíma samstarfsverkefni starfsfólks í heilbrigðisþjónustu. Hafa þarf áhuga og vilja til að takast á við ný verkefni, getu til að læra af reynslu annarra, tilfinningu fyrir gildi smárra skrefa, úthald og skilning á því að árangur skilar sér ekki á einu ári. Markmiðið er verðugt, þ.e. að tryggja áfram hágæðaþjónustu og þar með velferð á varanlegum grunni.

Höfundur er stjórnsýslufræðingur og einn af hugmyndafræðingunum að baki nýsamþykktum lögum um sjúkratryggingar.

Ég viðurkenni að þetta mál er illa kynnt og breytingar kannski full stórkallalegar. En samt hefur þetta verið stefnan hjá okkur að nýta sem best þær krónur sem við látum í kerfið. Þannig var mér bent á að stór hluti St. Josepsspítala er í dag einkarekinn.

Þetta eru náttúrulega klaufalega unnið og margt sem þarf að bakka með en skv. þeim sem sem þekkja til mála er nokkuð ljóst að t.d ein fæðing í viku eða minna er varla grundvöllur til að halda fæðingardeild gangandi. Og þannig er það víða um land. Það hlýtur að mega spara þarna eitthvað og fá skilvirkari þjónustu.

Um einkavæðingu Sjúkarhússins á Suðurnesjum er ég hinsvegar ekki viss um. Öll einkaframkvæmd og einkavæðing hefur ekki sjáanlega sparar Landspítalanum nokkuð. Og ég held jafnvel að að aðkeypt þjónusta sé dýrari en spítalinn gat veitt sjálfur. Munum t.d. eftir því að engin gat boðið í hjúkrunardeild á Landakoti hagstæðara en Landspítalinn sjálfur. EN málinu reddað með því að spítalinn sjálfur næturvaktir.

 


mbl.is Engin áhrif haft á ráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband