Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Alltaf þurfa einhverjir brjálæðingar að eyðileggja allt!
Nú þegar dagurinn hefur að mestu einkennst af jákvæðum fréttum og málin eru að þokast þá koma svona brjálæðingar og eyðileggja allt. Svona framkoma að ráðast að lögreglu sem sannanlega er bara að vinna sína vinnu og varna því að fólk fái að brjóta allt og bramla svona til að skemmta sér er með öllu ólíðandi. Það á að mæta með rútu og setja alla þá sem standa í ofbeldi í gæsluvarðhald þar til að að mótmælaöldunni líkur.
Kíkti niður í bæ í dag og kom á Austurvöll þegar að einn mótmælandi hafði fengið lúður frá lögreglu til að vara fólk við að kasta flugeldum og sprengjum að lögreglu. Hann var sjúkralið og vann á Slysavarðstofu og benti fólki á þá miklu hættu á meiðslum sem þannig sprengiefni gæti valdið? En nú í kvöld er fólk farið að henda grjóti, flugeldum og málningu í lögreglu sem ekki gerir annað en að verja það að fólk ryðjast inn í tómt Alþingishúsið.
Bendi fólki á að flugeldar og sprengjur eru í eðli sínu sama og önnur vopn. Þau eru uppfull af púðri og öðrum óheppilegum efnum og geta valdið alvarlegum slysum.
Lögregla beitti kylfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:06 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Bendi þér á að skoða hvað fólk hefur lent í frá löggunni síðustu tvo daga.
this.is/nei
Ef lögreglan lemur mig, þá lem ég hana til baka. Ekki biðja mig um eitthvað annað. Ég er búin að sjá svo mikið lögregluofbeldi í þessa tvo daga að ég hef aldrei séð annað eins, samt bjó ég í Helsinki og Kaupmannahöfn og tók þátt í einhverjum mótmælaaðgerðum þar. Ég er hins vegar sammála þér að það að henda púðurkellingum eða grjóti er of langt gengið, en ef þessar sömu löggur meisuðu þig í gær og jafnvel börðu þig, þá ætla ég ekki að fara segja þér hvernig þér á að líða. Ég talaði við nokkrar löggur í dag og ég veit eins og flest allir mótmælendur að þetta eru bara menn í vinnunni sinni, en ef þeir berja einhvern og ég sé það, þá missi ég virðinguna fyrir þeim.
Óskar Steinn Gestsson, 22.1.2009 kl. 00:16
Mótmælendum ber lagaskylda til að fara að tilmælum lögreglu, eins og Sveinn Andri Sveinsson minnti á í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni í dag.
Hafi einhver orðið fyrir piparúðaárás lögreglu að ósekju eða með þeim hætti (beint í augu í algeru návígi) sem er í andstöðu við starfsreglur lögreglunnar, þá ætti viðkomandi að fara að hvatningu Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra í Kastljósi í gær og kæra viðkomandi lögreglumann til saksóknara. Við erum sem betur fer í réttarríki, notum það, ef eitthvað slíkt bjátar á.
Ég gekk fram hjá þinghúsinu í kvöld, áður en mótmælendur komu þangað aftur, og þar blöstu við skemmdarverk dagsins. Búið var að spúla framhlið hússins, en miklar málningarslettur allt upp á 2. hæð sátu fastar, og lögreglumaður sagði mér að um 6–8 rúður hefðu verið brotnar þennan daginn (til viðbótar við 8–10 daginn áður; rúðurnar sem skemmdar voru í dag eru yfirleitt sprungnar, sumar eftir nokkur grjót). Annar lögreglumaður sagði, að það væru svona 2–300 manns af mótmælendunum sem væru tilbúnir í aðgerðir. Þetta reynist svo vera nærri þeim 300 manna fjölda, sem nú er sagður hafa farið frá útifundinum við Þjóðleikhúsið niður að þingi.
Mótmælendur ættu að varast að spilla góðum málstað þeirra, sem mótmæla vilja afglöpum ráðamanna og embættiskerfiskarla og óska eftir þjóðstjórn, uppstokkun í ríkisstjórn og/eða kosningum innan tíðar.
Með góðri kveðju, Magnús!
Jón Valur Jensson, 22.1.2009 kl. 00:39
biddu óskar a þá lögeglan bara lata vaða yfir sig af einhverju pakki sem hefur ekkert annað að gera. núna á lögreglan að beita öllu þvi afli sem hún á og ma nota á þetta skitapakk
hilmar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:40
Þegar að menn ráðast að einu merkilegasta húsi Íslands og reyna að ryðjast þangað inn þá á lögreglan að beita því valdi sem þarf til að hrinda því. Þegar að ljósmyndarar standa þétt upp við lögreglu þá er eðlilegt að þeir fái gusur sem og að lögreglan á bágt með það á augnabliki að gera upp á milli fólks sem annað hvort er að kasta í þá eða taka myndir. Allir sem troða sér í fremstu raðir mótmæla og standa þar með mönnum sem eru að reyna að brjóta rúður, henda sprengjum og grjóti geta búist við því að verða fyrir afleiðingum af gjörðum annarra.
Enda skilst mér að það sé markmið hjá mörgum að verða eimitt fyrir piparúða. Þetta er komið langt frá því sem kallast borgaraleg óhlýðini. sbr þessa skilgreiningu hér: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=26593.
Þú verður líka að gera þér grein fyrir að nú síðustu sólarhringa eru lögreglumenn búnir að vinna sólarhringum saman undir miklu álagi. Og svona ögranir og leiðindi auka líkur á að einn og einn þeirra geri mistök. Þeir eru nefnileg mannlegir og hafa ekki þurft oft að taka á hópi þar sem svo margir eru ofbeldisfullir.
Stend með lögreglunni í þessu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 00:40
Jón Valur við erum ekki alltaf sammála. En ég get tekið undir allt sem þú segir í þessari athugasemd.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 00:43
Mér sýnist að þessir tiltölulega fáu ófriðaseggir séu á góðri leið með að eyðileggja þessi mótmæli.
Helst hefð ég viljað að löggan smalaði þeim bara saman og færi með þá útsýnisferð út í Drangey eða eitthvað svo alvöru mótmælendur gætu haldið mótmælunum áfram.
Landfari, 22.1.2009 kl. 00:49
Ég vona að hinn almenni friðsami mótmælandi taki upp spaðan fyrir lögregluna og standi með henni gegn þessum rumpulíð og reki hann í burtu.
Jafnframt óska ég þess að forseti vor efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda skyldi kosningar innan 6 mánaða. Hann hafði það í sér að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin... en svo lætur hann þetta viðgangast..
Sjáið nú bara eingarhaldið á fjölmiðlunum í dag...
Davíð (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:06
Komið þið sælir; Magnús Helgi, sem þið aðrir, og önnur, hér í amti Magnúsar !
Jón Valur ! Minn forni vinur. Vaktarar (lögreglan); eru hirðulausir mjög, um mannlega þætti, og einungis handbendi illra valdhafa, hvað sannast hefir, að undanförnu.
Tækju þeir sér stöðu; með alþýðunni, væri stjórnarkreppa að baki, og okkar bezta fólk; utan þings, vel að merkja, komið til valda.
Með baráttukveðjum; sem oftsinnis áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:19
Sæll Óskar.
Vaktararnir sem þú kallar svo eru einfaldlega einstaklingar að sinna sinni vinnu.
Nú var ég við Alþingishúsið í kvöld þegar að upp úr sauð. Þar sá ég hvar ráðist var að lögregluþjónum sem voru að flytja á brott mann í járnum. Að þeim réðist þá maður sem lamdi bæði löggurnar og járnaðan manninn. Þetta eru ekki mótmæli, þetta eru skrílslæti. Ég fylgdist einnig með því sem gekk á áður en lögreglan úðaði gasinu yfir fjöldann. Þeir voru búnir að vara mannskapinn ítrekað við áður en þeir byrjuðu að úða. Fólki var gefinn góður fyrirvari á að færa sig frá dyrunum en þess í stað grýtti það í lögregluna ýmsu lauslegu þar á meðal púðurkerlingum og grjóti.
Ég get því ekki vorkennt þeim sem fengu gusurnar í andlitið.
Ég vill þessa ríkisstjórn burt úr valdastólum en ég er ekki hlynntur því að beita til þess ofbeldi.
Aðalsteinn Baldursson, 22.1.2009 kl. 01:52
Komið þið sælir; á ný !
Aðalsteinn; minn forni spjallvinur ! Minni þig á; að vökturunum ber engin skylda til, að verja núverandi stjórnarfar - miklu fremur; að ganga til liðs við alþýðu alla, og hjálpa til við, að koma myrkursins öflum, af sínum stöllum.
Minni þig á; Aðalsteinn minn, að sveinar Loðvíks XVI. urðu að láta undan síga, á sinni tíð, þá Frakknesk alþýða upp reis, gegn gerræði valda stéttar, þarlendis, og þókti ei minnkun að, sérdeilis.
Með baráttukveðjum; góðum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:12
Óskar stein þú ert að ljúga ef þú segist hafa aldrei séð lögreglu erlendis beita harkalegri aðferðum en þetta þú ert búinn að dæma orð þín sem dauð og ómerk var í DANMÖRKU þegar mótmælin vori í kaupmanahöfn og fullyrði að og stend við það að lögreglan hér er eins og kórdrengir miða við lögregluna þar
Jón Rúnar Ipsen, 22.1.2009 kl. 06:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.