Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Nú er komið nóg!
Ef svona heldur áfram er full þörf á því að fólki sem ofbýður þessi þróun grípi til aðgerða og stöðvi þessi mótmæli með öllu. Þau hafa verið yfirtekin af skríl og verður því að stöðva. Það liggur við að ég styðji að skipaðar verði sveitir borgara til að vera lögreglu til taks þar til þetta hefur verið stöðvað. Held að fjölmiðlar eigi líka að hætta að hæpa þetta svona upp eins og manni finnst þeir gera. T.d. Dv.is núna í nótt. Talandi um lögregluofbeldi og hvað þeir eru vondir við ljósmyndara þeirra sem eru jú í miðjum hópnum.
Mótmælendur við Stjórnarráðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Kannski er þæaað út af því að það er lögregluofbeldi í gangi að dv tali um það
Alexander Kristófer Gústafsson, 22.1.2009 kl. 02:03
Það er alveg makalaust að menn skylja ekki neitt. Það eru hópar mótmælenda sem beita ögrunum eins og kasta í lögreglu reyna að skemma Stjórnarráðið og Alþingi. Lögreglu ber að halda uppi lögum og reglu og hefur heimildi til að nota vald. Það hafa mótmælendur ekki. Þeim ber að hlýða lögreglu eða taka afleiðingum gerða sinna. Þetta er einfallt og er í lögum. Ef mönnum finnst á sér brotið þá kæra þeir. Ef að einhver er í hópnum sem er að kasta grjóti eða bombum að lögreglu þá er allur hópurinn á staðnum ábyrgur þar sem að þeir eru þarna. Og þegar þú stendur frami fyrir lögreglur sem þarf að bregðast við árásum þá eru góðar líkur á því að þú verðir fyrir hnjaski.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 02:08
Lögregluofbeldi... hvaða kjaftæði er það mér finnst að lögreglan ætti að taka miklu harðar á þessum skríl þarna sem er kastandi grjóti og skemmandi bekki og borð útum allann bæ.. svo eru þessir aumingjar alltaf jafn hissa á því að lögreglan dangli aðeins í þá eða sprauti piparúða á þá!
Sturla F. Gíslason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:10
Lögregluofbeldi... hvaða kjaftæði
bæ magnus
MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:15
Sammála þetta er löngu hætt að snúast um mótmæli og farið að minna á skemmdafýsn. Hverju er annars verið að mótmæla um miðja nótt en er ekki búið að gera hallarbyltingu í Samfylkingunni og slíta stjórnarsamstarfinu?
Rúnar Már Bragason, 22.1.2009 kl. 02:16
Ég var þarna og af hálfu mótmælenda var ekkert ofbeldi fyrr en eftir að þeir sprengdu gasið. Vissulega voru einn og einn að atast í löggunni en það var bara í formi þess að ýta á skildina þeirra og einstaka sinnum að kalla þá illum nöfnum. Ef þeir vildu losna við þetta bögg (sem ég myndi alveg skilja) þá áttu þeir að mazea viðkomandi og taka einstaklinga úr umferð en ekki gasa hundruðir friðsamra mótmælenda sem voru að tromma og syngja. Algjörlega tilefnislaus árás með baneitruðu gasi. Ég forðaði mér eftir að þeir héldu áfram að sprengja táragas aftur og aftur og aftur. Hátt í 20 bombur sprengdar fyrir kl. 1. Engu grjóti hent í lögguna fyrr en eftir táragasið. Þetta er auðvitað ekki ákvörðun einstakra lögreglumanna sem flestir standa sig eins og hetjur við mjög erfiðar aðstæður. Þetta er stjórnvaldsákvörðun til að sýna hver ræður. Ruddaleg aðferð og baneitruð til þess að dreifa mannfjöldanum. Og já, eftir að þeir gösuðu ÞÁ kom ofbeldi frá mótmælendum. Skrítið. Þarna er fólk á öllum aldri, vissulega yngist þegar líður á kvöldið en engu að síður fullt af fullorðnu fólk, þar á meðal ég.
Gunnar, 22.1.2009 kl. 02:17
Kreppukarl óþarfi að vera að klína þínum áhugamálum yfir á okkur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 02:23
Nei takk Ingi þetta fólk er ekki að hugsa um minn hag. Takk fyrir. Ég held að það sé ekki að hugsa um neinn hag nema kannski að snapa sér átök.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 02:24
Ég held þú þurfir að fara á svona mótmæli til að fatta hvað er í gangi. Lögreglan er systematísk að espa fólk upp. Leyfir ofbeldishundum að vaða uppi því það lítur svo illa út fyrir mótmælendur, en lemur á friðsömum mótmælendum og ætlar fólki eins og þér að gleypa það hrátt að mótmælendur hafi verið með mesta ofbeldið. Það er verið að taka þig í rassinn. Verði þér að góðu, vonandi að spunameistarar ríkisstjórnarinnar hafi ekki líka haft af þér vinnu og húsnæði.
Páll (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:29
Heyr Heyr Magnús ... Ef "mótmælendur" eru þverskurður af þjóðinnin þá er þjóðin frekar vitlaus ... að sjálfsögðu er ekki hægt að setja alla mótmælendur undir sama hatt. sumir þeirra eru þarna af góðum og gildum ástæðum. Mestmegnis eru þetta krakkar eða unglingar sem vita ekki hvað kreppa er og hafa haft hlutina þæginlega og góða s.l. 7 ár ... Ég skal segja það að ég treysti Geir og Þorgerði K Þúsundfalt betur en Steingrími og Ögmundi J á hvaða degi sem er... Þetta er sko Ekki þjóðin sem er að mótmæla niðri á Austurvelli ... Alls ekki.
Sveinn K (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:35
Sæll Magnús þar sem þú veitist að mér í bloggi þínu vil ég benda þér á að skoða tímalínuna sem ég hef nú sett inn mönnum til glöggvunar. Ef þú getur fundið það út að ég hafi óvart orðið fyrir lögreglunni við störf þá verð ég hissa.
stjaniloga.blog.is
Hins vegar styð ég ekki ofbeldi gagnvart lögreglunni frekar en ofbeldi af hálfu lögreglunar. Nú þarf hið sanna að koma í ljós. Grjótkast fyrir eða eftir gas? Það skiptir höfuð máli. En sennilega voru fjölmiðlamenn ekki nálægt til að fá skýra mynd til að flytja okkur sem ekki vorum á staðnum, þar sem þeir óttast að verða gasaðir sjálfir. Hversvegna ætli það sé.
Kristján Logason, 22.1.2009 kl. 02:41
það byrjaði að rigna grjóti eftir að löggan reindi að handtaka einn úr hópnum, grjótkast er óafsaknlegt og á eingan rétt á sér. þeir voru hinsvegar svo gott sem búnir að tæma bílastæðið þar sem þetta geriðst(h.meigin við alþingið) með kilfum og meisi og allt var að róast þegar þeir byrja að spreingja tára gas fyrir framan alþingið þar sem allt var með rólegra móti, þetta skil ég ekki að nota tára gas þegar all er að róast niður.
allt eftir tára gasið var tóm vitleisa, grjótkastið við stjórnarráðið var fáranlegt enda tómu mótmælendur sig til og stöðvuðuð það.
var bakvið hús 10 mínutum áður en tára gasinu var beitt og sá lögguna setja á sig gas grímu, spurði hvort nú átti að nota gas þá var svarið "nú verður þetta alvuru"
bjöggi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:41
Þegar mikill fjöldi mótmælenda var við Þjóðleikhúsið var ekkert ofbeldi. Heldur engin ögrandi lögregla, hún hélt sig til hlés.
Fólkið sönglaði, trommaði og sumir stigu dans.
Lögreglan með hjálma og skyldi sást en í töluverðri fjarlægð.
Þá var engri málningu skvett, engar rúður brotnar, heldur engu grjóti kastað!
Þá var engin lögregla sem öskraði: GAS, GAS, GAS.
Skrýtið!!!
Ekki var stjórnleysi ,,skrílsins" meira en svo að þegar fólkið var beðið um að gefa smá hljóð, svo heyra mætti fréttir sem voru að berast af fundi Samfylkingarfólks, þá sló þögn á mannhafið í góða stund!
Bara ein spurning:
Magnús varst þú á staðnum eða metur þú þessa atburði eftir frásögn?
Elías Stefáns., 22.1.2009 kl. 02:48
Ég á bara ekki orð yfir þessa vitleysu. Ég var auðsjáanlega ekki á staðnum. Ég var í bænum til 17:30 og kom þá akkúrat þegar að sjúkraliði var að biðja fólk að hætta að henda í lögreglunna flugeldum og öðru sprengiefni. En annars fór allt þarna fram með ágætum sýndist mér.Lögreglan stóð róleg og fólk vara bara að spila á sína potta og tunnur.
En svo horfir málið bara allt öðruvísi við.
Skv. því sem ég les þá gerir hópur sig líklegan til að ráðast inn í Alþingishúsið. þegar það er stoppað gera 2 menn sig líklega til að ráðsta á lögreglu. Annar er handtekinn. Þegar fara á með hann í lögreglubíl þá ræðst á lögregluna hópur fólks og nær að frelsa mannin. Í þeim átökum eru notaðar kylfur og úði. En þetta stendur í fjölmiðlum.
Svona er þetta í dv.is
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 03:00
Ps. vinkonur dóttir minnar voru þarn 19 ára. Lögregla gekk til þeirra og hvatti þær til að forða sér því það yrði notað táragas. Og því fóru mjög margir nema þeir sem vildu læti.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 03:01
Kristján Logason það er nú bara þannig að þú varst þarna í hópi fólks sem hafð skömmu áður verið að berja og reyna að brjóta rúður í Alþingishúsinu. Þú varst þarna í hóp af fólki sem hafð verið beðið um að yfirgefa garðinn. Eins þá bendi ég þér á að margt hafði gengið á þarna á undan.
Það getur verið að aðgerðir hjá lögreglunni hafi ekki verið allar eins og allra best verður á kosið en þeir eru kannski ekki í þeirr stöðu að geta alltaf vitað hvað fólkið er að hugsa. Þeir voru þarna til að verja kjörna fulltrúa okkar og starfsmenn Alþingis sem og húsið sjálft. Þeim er ögrað stöðugt. Þeir eru svo fáir að þeir geta varla skipt með sér vöktum. Mótmælendur margir og færast stöðugt í aukana. Þú hlýtur að sjá að þetta skapar spennu. Og eins hlýtur það að vera erfitt í þessari stöðu að það hanga yfri þeim fréttamenn, ljósmyndarar, bloggarar sem allir eru tilbúinir að finna hin minnstu mistök til að rjúka með í loftið. Minni þig á að allt lögreglulið hér á suðvestuhorninu eru varla nema 500 manns. Mótmælendur geta þó dregið sig til hliðar og slakað á og komið aftur. Undir slíkum hringumstæðum er líklegt að menn geri mistök. En í heildina hafa nú ekki nema hvað um 30 til 40 manns fengið útðan á sig. þarna fyrir kvöldið í kvöld.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 03:13
sæll maggi
mörgum reynist erfitt að mótmæla án þess að fara út í skrílslæti. ennfleiri gera sér heldur ekki grein fyrir því að það að mótmæla fylgir ábyrgð sem er jafn mikil ábyrgð og fylgir því að taka þátt í kosningum. ég er sammála þér - eyðilegging er ekki það sem þarf og ég vorkenni lögreglumönnum að standa rólegir frammi fyrir gemlingum með skrílslæti. kv (kannski þarf að setja aldurstakmark á mótmæli ?- bara djóka)
doddý, 22.1.2009 kl. 09:39
Stærstur hluti fólks sem talar um skríl... .þá veit það ekkert um hvað það er að tala.. Ég var þarna á Austurvelli í gær.. .og voru vel flestir á friðsamlegum nótum... en örfáir óraseggir þarna inni á milli.
Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 12:02
Brynja ég var þarna rétt fyrir kvöldmat. Ef ég hefði ekki verið með hundinn minn þá hefði ég kannski farið inn í þvöguna og tekið þátt því þetta var friðsamlegt. EN ef að þá hefður einhverjir byrjað að kasta í lögreglu, skemma alþingi og fleira þá væri ég meðsekur af þvi að þetta eru einstaklingar sem ég ákvað að samsama mig við.
Ég hef öðlast meiri trú á krakkana og fólkið í Saving Iceland. Því flest þeirra kunna þá list að láta mikið fara fyrir sér í mótmælum og skapa þrýsing án þess að nota ofbeldi. Þetta er borgarleg óhlíðni. Og maður sér alveg hver þau eru í myndum af þessum mótmælum. En svo kemur fólk sem tekur með sér vopn eins og bombur og nær sér í steina sem er komið til að beita ofbeldi. Og þau eru hluti hópsins. Og ef hópurinn vill ekki bera ábyrgð á þeim verður hann að losa sig við þetta lið.
Svona aðferðir eins og hlekkja sig saman til að trufla og sitja fyrir og neita að færa sig er eitthvað sem ég gæti sætt mig við.
Og ég veit að flestir sem eru þarna að mótmæla eru fólk sem ekki vill ofbeldi. En hvað er fólk að mótmæla við tómt hús um miðja nótt?
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 12:33
hæ maggi
...það er steitment í því að mótmæla við tómt hús um miðja nótt. þetta gerður forfeður okkar líka þegar fólk efndi til fjöldagöngu gegn svartadauða - en það var þá. kv d
doddý, 23.1.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.