Leita í fréttum mbl.is

Ef ég var að misskilja Hörð þá biðst ég afsökunar?

Það er klárt að ég upplifið ummæli Harðar eins og ég bloggaði um í gær. Upplifun mína byggði ég á mbl.is fréttinni. Ég gat bara ekki skilið þetta öður vísi. Og miðað við það sem ég heyrði til hans um daginn þar sem hann sagði að hann hefði skipulagt mótmælin í haust og það væri ekki tilviljun að fyrir stærstu mótmælunum 2 færu leikstjórar þ.e. Austurvelli og Borgarafundirnir. Og þeir hefðu verið búnir að teikna þetta nákvæmlega upp eins og þau hafa þróast.  Svona eins og leikrit. Miðað við þetta þá hefði maður haldið að hann gætti að því að hann væri ekki misskilinn. Því þetta orkaði tvímælis.

Ef ég var á einhvern hátt að misskilja ummæli hans þá biðst ég afsökunar og lýsi því hér með yfir að ég mun ekki fjalla um Hörð Torfason persónulega hvorki hér á blogginu né í athugasemdum sem ég set við önnur blogg.

Smá viðbót hér er upptaka af viðtali blaðamanns mbl.is við Hörð

 


mbl.is Greinilega snúið út úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

----
Wrong answer 101


Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.

Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.

Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.

Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.

Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.

------------


Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.

Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað

Þetta þarf að stöðva



Við erum þjóðin

Landið er okkar

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úps Kristján ekki gera meira úr mér en ég er. Ég er bara aumur bloggari sem sá frétt á mbl.is og sjónvarpsstöðum og túlkaði það. Ég er ekki blaðamaður frekar en þúsundir annarra bloggar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 12:11

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En svo ég minni þig líka á hvernig þjóðin brást við orðum Ingibjargar í Háskólabíó hér um daginn þegar hún sagði að fólkið þar væri ekki í raun þjóðin. Þetta hafa nú mótmælendur togað og stílfært!

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 12:13

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ps "Þjóðin" átti að vera í gæsalöppum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband