Leita í fréttum mbl.is

Kerfið hefði hrunið hvað sem við gerðum!

Samkvæmt þessari frægu skýrslu Willem H. Buiter og Anne Sibert gerðu og var víst stungið undir stól hefði bankakerfið hér sennilega aldrei lifað af. Og eini raunhæfi möguleiki okkar þegar hún var gerð var að flytja alla banka erlendis. Og samkvæmt skýrslunni átti mönnum að vera þetta ljóst þegar bankarnir voru einkavæddir og þeir fóru að alþjóðavæðast. Bankar sem ætluðu sér að sækja á markaði erlendis gátu ekki gengið í svona litlu penigakerfi eins og hér var.

 ......nýjum inngangi í skýrslunni, sem birtur var á netinu, stendur að Ísland hefði ekki átt að stofna til alþjóðabankakerfis án evrunnar. Það hefði verið ljóst í júlí 2008, rétt eins og í apríl og janúar sama ár. Það hefði átt að vera ljóst árið 2006, sem og 2004 og 2000.

Þau segja í skýrslunni að það hefði skipt sköpum ef við hefðum verið með Evru. Og samkvæmt þessari greiningu þeirra sem lesin er út úr þessu glærum hefðum ósköp lítið getað gert þegar hún birtist.

  • Hugsanlega farið í að safna gríðarlegum gjaldeyrisforða. Þá held ég að almenningur hefði nú orðið brjálaður út af öllum lántökunum.
  • Jú selt eða flutt bankana úr landi. Þá held ég að allir hefðu orðið brjálaðir.  Og þetta túlkað sem greiði við eigendur til að losna við skatta hér

Hefðum betur verið búin að ganga í ESB fyrir löngu! Og eins að vanda okkur betur við sölu bankana. En það er einmitt flokkurinn sem nú ríkur upp í vinsældum sem stóð fyrir því ásamt Davíð. Þræðir Davíðs liggja um allt þetta hrun okkar og hann verður að víkja.

Samfylkin kemur að þessu á þeim tíma sem fátt virðist mögulegt til bjargar. Við vitum að Geir, Ingibjörg og Davíð fóru um allt til að afla gjaldeyris en það gekk ekki. Davíð hafði reyndar man ég neitað nokkrum lánum af því honum líkuðu ekki kjörinn. En mér finnst Samfylkingin dæmd of hart fyrir sinn þátt í þessu.


mbl.is Hrunið óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband