Leita í fréttum mbl.is

Lögregla ekki hress með Vg og Ögmund

Var að lesa www.vb.is þar segir m.a.

 „Ég lýsti áhyggjum mínum af hagsmunaárekstri er varðar Ögmund Jónasson sem er formaður BSRB og í áberandi hlutverki mótmælenda og framvarðasveit VG.“
Þannig byrjar tölvupóstur sem lögregluvarðstjóri sendi öllum lögreglumönnum landsins í gær og Viðskiptablaðið hefur nú undir höndum en þarna vitnar varðstjórinn í samtal sem hann átti í síma við Snorra Magnússon, formann Landssambands lögreglumanna þá um morguninn.
„Þá þóttu mér ummæli hans undarleg að undanförnu og  hefur ekki legið á liði sínu við að safna sér atkvæðum með að þegja þunnu hljóði er varðar framkomu manna við lögreglu þrátt fyrir að vera formaður BSRB sem við erum aðili að,“ segir jafnframt í tölvupóstinum. 
 

Eins kemur fram í þessari frétt:

 Þá segist varðstjórinn hafa óskað eftir því að framkvæmd yrði könnun meðal allra lögreglumanna og hug þeirra til þess að slíta Landssamband lögreglumanna úr BSRB og „færa þangað sem hagsmunum okkar er frekar borgið,“ segir í tölvupóstinum.
Forsvarsmenn Landssambands lögreglumanna hittu þingmenn VG
Viðskiptablaðið er einnig með undir höndum svar Snorra Magnússonar þar sem hann segist hafa farið á fund Ögmundar Jónassonar til að koma á framfæri við hann, umbúðalaust eins og það er orðað, þeim ábendingum sem til hans hefðu borist.
Þar kemur fram að Ögmundur hafi vísað því á bug að hann hefði ekki tjáð sig um málefni lögreglunnar í þeirri orrahríð sem verið hefur undanfarna daga.
Þá kemur fram að Snorri hafi við annan mann átt fund í kjölfarið með Atla Gíslasyni, þingmanni VG þar sem sömu málefni voru rædd „og framganga einstakra þingmanna m.a. hans og Álfheiðar Ingadóttur í garð lögreglu,“ segir í svari Snorra.
Leiðréttu „vankunnáttu“ Atla Gíslasonar á valdbeitingartækjum
 

Það má nú líka benda á að Ögmundur situr í stjórn Lífeyrissjóðs Starfsmanna Ríkisins var formaður en er nú varaformaður og gaman að vita hvernig peningar lífeyrissjóðsins hafa farið í hruni fjármálastofnana hér.

Sjóðurinn hefur tapa 10 til 20% á þessu hruni. Spurning hvar var fjárfest.

Þannig að ég skil félaga í Lögreglumana félaginu og reyndar fleiri að það sé erfitt að hafa Ögmund báðum megin við borðið og jafnvel allt í kring um borðið. 

 


mbl.is Steingrímur J: „Dæmigert fyrir ríkisstjórn í upplausn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skildi ögmundur axla ábyrgð á tapi sjóðsins eða er hann stikkfrí af öllu eins og restin af þessu vinstri grama pakki???

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 13:17

2 identicon

Jamm

Eigum við að trúa öllu sem BB segir um afstöðu andstæðinga sinna?

Sjá hér

101 (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 13:22

3 identicon

Það er nefnilega málið.  Þingflokkur VG er sennilega verstu af þeim öllum enda samansafn þurfalinga og vanhæfra vanvita.  Hættulegir afturhaldseggir sem nýta sér nú tækifærismennsku og plata illa upplýst fólk til liðs við sig.  Vel hugsandi maður mundi aldrei fylgja svona fólki.  Þetta boðar engar lausnir en kann að kvarta, svo þegar á að gera eitthvað þá er kofinn galtómur.

Það sorglegasta er glæpsamleg hegðun eins og Álfheiður hefur margsinnis sýnt.  Þegar saving iceland drengnum var réttilega stungið inn (best geymdur á bak við lás og slá eða á hæli að mínu mati) þá tók hún þátt í aðgerð þarsem lýðurinn réðist inná lögreglustöð.  Í síðustu viku lýsti hún yfir stuðning við skríl sem beitti lögreglu ofbeldi.  Allt í nafni tækifærismennsku.

Ætla að vona að almúginn fylgi ekki VG í kosningum í maí.  Þrátt fyrir öll afglöp Sjálfstæðismanna og t.d Framsóknar þá eru þessir kostir langt um skárri.  VG eru að mínu mati eitt hið mesta mein sem er til staðar núna en sorglegast er að þessir menn gætu fengið völdin.  Þá flytja fyrirtækin burt, ástandið hríðversnar.

Þegar fólk hugsar, þá sér það hið rétta

Baldur (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 14:19

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"101" Þetta er ekki haft eftir Birni heldur úr tölvupóstum milli lögreglumanna og upplýsingum frá formanni þeirra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2009 kl. 14:29

5 identicon

Alþingismenn sem að nú standa úti með mótmælaspjöld. Þeirra var ábyrgðin og hvernig öxluðu þeir hana í lok árs 2007.

Var ekkert meira aðkallandi ?

135. löggjafarþing 2007–2008.

Þskj. 318 — 284. mál.

Fyrirspurn

til heilbrigðisráðherra um aðgreiningu kynjanna við fæðingu.

Áramótin 2007/2008.

Að axla ábyrgð á ástandinu. Úr þingskjölum.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.

1. Hvernig hefur sú hefð mótast á fæðingardeildum opinberra sjúkrastofnana að nýfædd stúlkubörn eru klædd í bleikt en drengir í blátt og þeir auðkenndir með bláum armböndum og stúlkur með bleikum?

2. Telur ráðherra koma til greina að þeirri hefð verði breytt á þann veg að nýfædd börn verði ekki aðgreind eftir kyni með bleikum og bláum armböndum og að þau verði framvegis klædd í hvítt eða aðra kynhlutlausari liti?

Valborg Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 15:20

6 identicon

Valborg

Þetta Kolbrúnarmál og hugðarefni er alveg magnað.

Að öllum líkindum kvað hún upp sinn pólitíska dauðadóm með þessu. VG eru illa á vegi staddir ef þeir tefla henni fram á ný. 

Og guð hjálpi þeim og okkur ef  Sóley Tómasdóttir kemur í staðinn. 

101 (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband