Leita í fréttum mbl.is

Óhamingju Íslands verður allt að vopni þessa daga.

Það má segja að allt verði Íslandi að fjörtjóni þessa dagana. Og að fylgjast með þessum leik í gær tók á. Hvað í ósköpunum þurfti að ræða svona mikið í gær. Held að þau Ingibjörg og Geir hljóti að hafa rætt alla þessa möguleika áður.

Nú eru líkur á því að Vg taki hér við stjórninni. Annað hvort núna fram að kosningum eða eftir kosningar. Og framtíð okkar næstu árinn gætu tekið mið af því. Spurning hvort að þeir ætli að halda fast í þessar hugmyndir sínar um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ESB og Noreg.

Vg hefur verið duglegt að halda að fólki sögum um hversu djöfullegur AGS sé. Þeir séu eingöngu að lána okkur til að ná undir erlenda aðila orkunni okkar og fiskinum í sjónum. Þeir vilja endursemja við AGS eða skila láninu til baka. Þeir gleyma því að aðrar þjóðir sem ætla að lána okkur byggja á áætlun okkar við sjóðinn og ég geri ráð fyrir að þar með séu þau lán úti. Jafnvel gengið svo langt að tengja AGS við eitthvað plott á heimsvísu.

Vg er á móti ESB og halda því fram að ESB stefni markvisst að því að verða sambandsríki eins og USA. Þessu er haldið að fólki þó að í ESB séu margar öll þessi stóru ríki eins og Bretland, Frakkland, Þýskaland, Norðurlöndin að okkur og Norðmönnum undanskildum. Þeir ætlast til að við trúum að æðstu markmið þessar 27 landa sé að steypa sér í eina heild. Ég held nú ekki!  

Af því að Steingrímur þekkir fólk í stjórnmálum í Noregi vill hann leita lausna í að Noregur taki okkur að sér. Veiti okkur lán og leyfi okkur að taka upp þeirra gjaldmiðil. Ég er nú ekki trúaður á að nokkur þjóð af þeirra stærðargráðu geti tekið slíka áhættu. Þetta gæti kostað þá fall norsku krónunnar og verðbólgu. Og norska stjórnin getur væntanlega ekki tekið slíka áhættu fyrir hönd sinna þegna.

 

Nú er fólk að horfa til siðbótar og breytinga hér á landi og það er vel. En ég minni á það leysir ekki vanda okkar í nánustu framtíð. Við verðum að einbeita okkur að því að landið verði byggilegt. Það er til lítils að setja hér upp fyrirmyndarríki ef að fólk á ekki í sig og á. Og stefna eins og Vg hefur boðað eykur hættuna gríðarlega á að hér verðum við afskipt út á hjara veraldar og getum ekkert framkvæmt eða keypt inn nema það sem við hugsanlega gætum fengið í vöruskiptum. Hér væri ekki hægt að fá lán erlendis frá þar sem við værum búin að neita að gangast við kröfum vegna erlendra lána okkar nú.

En þetta er kannski það sem fólk vill. Að minnstakosti eru 60% þjóðarinnar á móti því að möguleikar okkar á aðild að ESB sé skoðað. Og 32% segjast styðja Vg 


mbl.is Vilja taka að sér verkstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband