Föstudagur, 30. janúar 2009
Hefur einhver tillögur um aðra framtíðarsýn sem getur tryggt okkur stöðugleika?
- Það er ljóst að myntin okkar er ónýt
- Það er ljóst að ef við ætlum að stunda alþjóðleg viðskipti og fjárfestingar þá verðum við að hafa aðgang að Seðlabanka til þrautarvara sem er nógu öflugur.
- Það er ljóst að einhliða upptaka annarrar myntar veldur því að við verðum viðkvæm fyrir sveiflum í því landi og á þeim mörkuðum sem við skiptum lítið sem ekkert við.
- Það er ljóst að vöruverð hefur lækkað um allt að 30% í þeim löndum sem hafa gengið í ESB
- Við erum þegar í nánu samstarfi við ESB og bundin að mörgu leiti lögum og reglum þar en höfum engin áhrif.
- Við erum í dag í alvarlegri kreppu. Við komumst væntanlega út úr henni en erum jafn óvarinn eftir það.
- Við gætum fengið næstu kreppu eftir nokkur ár t.d. ef fer saman verðfall á áli sem og aflabrestur.
- Það er ljóst að um 80% af ríkjum Evrópu eru nú þegar komin í ESB
- Það er ljóst að EES samningurinn er eitthvað sem ESB hefur ekki mikinn áhuga á að endurnýja þegar hann verður úreltur og ekki víst að hann vari að eilífu.
Af hverju er fólk á móti því að kanna hvað okkur býðst í aðildarviðræðum?
Hvaða tillögur hefur fólk nú á tímum alþjóðavæðingar um framtíðarsýn fyrir Ísland?
Fengjum forgang inn í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 969459
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Það er ljóst að myntin okkar er ónýt - skipta yfir í dollara
Það er ljóst að ef við ætlum að stunda alþjóðleg viðskipti og fjárfestingar þá verðum við að hafa aðgang að Seðlabanka til þrautarvara sem er nógu öflugur - Seðlabanki Íslands í núverandi mynd eða með breytingum getur keypt dollara eða gefið út íslenskan dollar með baktryggingu í USD. Seðlabanki ESB hefur ekki gert mikið í núverandi kreppuástandi
Það er ljóst að einhliða upptaka annarrar myntar veldur því að við verðum viðkvæm fyrir sveiflum í því landi og á þeim mörkuðum sem við skiptum lítið sem ekkert við - Varla með íslenskan dollar, baktryggðan af USD
Það er ljóst að vöruverð hefur lækkað um allt að 30% í þeim löndum sem hafa gengið í ESB - Á sama tíma hefur atvinnuleysi hækkað mikið í hinu ágæta ESB. Að auki hefur Ísland fullan aðgang að innri mörkuðum ESB gegnum EES, flutningskostnaður lækkar ekki við inngöngu. Að auki er hætt við að íslenskum landbúnaði mundi ekki reiða sérlega vel af innan ESB, viljum við verða háð ESB um matvæli ?
Við erum þegar í nánu samstarfi við ESB og bundin að mörgu leiti lögum og reglum þar en höfum engin áhrif - og okkar áhrif innan ESB verða ?
Við erum í dag í alvarlegri kreppu. Við komumst væntanlega út úr henni en erum jafn óvarinn eftir það - Hefur nokkur lesið ævintýrið um Bretland og þeirra stönduga bankakerfi (þetta sem er líka að hruni komið), eða Grikkland sem jafnvel verður að segja sig frá notkun evru vegna téðrar kreppu ?
Við gætum fengið næstu kreppu eftir nokkur ár t.d. ef fer saman verðfall á áli sem og aflabrestur - hefur lítið með ESB að gera en meira með einstefnuna í virkjunarmálum síðustu ára (Álver bjarga öllu nefnilega)
Það er ljóst að um 80% af ríkjum Evrópu eru nú þegar komin í ESB - gerir það EES samninginn verri ? ef eitthvað er þá er sú staða hagstæðari fyrir okkur
Það er ljóst að EES samningurinn er eitthvað sem ESB hefur ekki mikinn áhuga á að endurnýja þegar hann verður úreltur og ekki víst að hann vari að eilífu - hversu ljóst er það ? hefur ESB gefið slíkt út opinberlega ?
Georg Bergþór Friðriksson, 30.1.2009 kl. 09:00
útflutningsgreinar Írlands eru að fara á hausinn.
samdráttur í þjóðarframleiðslu verður 10% í ár (svipað og hérna)
þeir eru búnir að dæla inn peningum í bankana.
þeir eru búnir að þjóðnýta lífeyrissjóðina til að reyna að bjarga bönkunum.
þeir eru búnir að setja ríkisábyrgð á öll lán hjá Írskum bönkum, innlán, útlán og millibankalán.
Írar eru bæði í ESB og með Evru. Samt eru þeir alveg á rassinum og útlitið er svart og ESB hjálpar þeim ekki neitt.
afhverju mun ESB hjálpa okkur eitthvað frekar?
Rök þín eru svipuð og þegar einhver var að reyna að fá fólk í kringum sig til að reykja. "það eru allir aðrir sem reykja" rök.
ESB mun endurnýja EES samninginn vegna Noregs og Noregur er ekki á leið inn.
Og Maggi. ertu þú virkilega tilbúinn að borga tæplega 1000 milljarða króna til ESB vegna Icesave?
Fannar frá Rifi, 30.1.2009 kl. 09:01
Wagner : Maðurinn þarf að þjást til að verða vitur.
Jónas Jónasson, 30.1.2009 kl. 09:23
Málið er einfalt, Evrópusambandið ásælist auðlindir okkar. Það eru ákvæði í Lissabon sáttmálanum sem gefa framkvæmdastjórn sambandsins leyfi til þess að yfirtaka og ráðstafa auðlindum aðildarlanda til hagsbóta fyrir heildina.
Þetta þýðir í stuttu máli að Orkuauðlindir okkar (Jarðvarminn, fallvötnin og olían/Gasið á Drekasvæðinu) yrðu fullnýttar til húshitunar og annars í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Búlgaríu og Rúmeníu.
Fiskveiðistjórnunin yrði í höndum Spánverja og Portúgala. Þeir eru núþear búnir að taka yfir nánast allan breskan fiskiðnað. Litla Ísland yrði barnaleikur fyrir þá að gleypa.
Evrópusambandsaðild er eins og að pissa í skóinn sinn í kuldakasti uppi á jökli.
Ps. Við ættum að taka upp US Dollar í stað Evru. Jú jú það eru vissulega ekki eins ódýrt að versla við Evrulöndin þá. Hinsvegar er
fórnarkostnaðurinn töluvert minni þar sem við þurfum ekki að lúta
ýfirþjóðlegu valdi frá BNA þótt við tökum upp gjaldmiðilinn, eins og raunin yrði með Evru og Evrópusambandið. Við yrðum aldrei neitt meira en lítill og fámennur hreppur í hinu 400-500 milljóna manna Evrópusambandi og áhrifin okkar á stefnu þess eftir því.
kv,
Umhugsun.
Umhugsun (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 10:10
Góður pistill, tekur á lykilatriðum sem Evrópusambandsuræðan ætti að snúast um!
Ólafur Ingólfsson, 30.1.2009 kl. 10:14
Guðrún skv. því sem ég hef lesið eru yfir 70% af viðskipum okkar í EVRU. Það segja allir sérfræðingar að krónan sé gjaldmiðill sem gangi ekki til lengdar ef við ætlum að vera í viðskiptum við útlönd. Hún kæmi til með að viðhalda hér háum vöxtum til frambúðar þar sem að við yrðum að verja hana fyrir stöðutökum erlendra og innlendra aðila.
Fannar ég veit um þinar skoðanir. Mér finnst þær mótast af því að þú viljir að við tökum ekki þá í viðskiptum við aðrar þjóðir. Nema þá sem vöruskipti. Þetta höfum við reynt. T.d. gáum við um tíma bara sellt sovétmönnum vörur okkar og þurfturm að taka allskonar dótu upp í fisksölur. Veit ekki hvort þetta er umhverfi sem fólk vill lifa í. Þ.e. að þurfa að sækja sérstaklega um heimild til að fara í ferðir erlendis og þurfa að sanna að við séum með leyfi til að fara út til að geta fengið gjaldeyri.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.1.2009 kl. 10:15
Georg til að kaupa dollara þurfum við gjaldeyri. VIð getum ekki farið með krónur erlendis og keypt dollara. Og við þessi skipti mundu um 400 til 600 milljarðar sem útlendingar eiga hér fara í kjölfarið og við sætum uppi með kannsi 600 milljarða skuld og engan gjaldeyri því þeir hefðu tekið hann þar með út.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.1.2009 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.